Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir það ekki hafa verið ætlun sína að setja þingstörf í uppnám með ummælum sínum í Kastljósi þar sem hún talaði um að málflutningur stjórnarandstæðinga í veiðigjaldamálinu væri í „falsfréttastíl”.
Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir það ekki hafa verið ætlun sína að setja þingstörf í uppnám með ummælum sínum í Kastljósi þar sem hún talaði um að málflutningur stjórnarandstæðinga í veiðigjaldamálinu væri í „falsfréttastíl”.
Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir það ekki hafa verið ætlun sína að setja þingstörf í uppnám með ummælum sínum í Kastljósi þar sem hún talaði um að málflutningur stjórnarandstæðinga í veiðigjaldamálinu væri í „falsfréttastíl”.
Áður hafði Guðrún Hafsteinsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, kallað eftir því í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi að Kristrún viðurkenndi að þarna hefði hún farið yfir línuna.
Kristrún sagðist standa með sínum ráðherrum og atvinnuvegaráðuneytinu og þeim upplýsingum sem þaðan koma. Það væri afar mikilvægt.
„Þegar ég er að tala um að mér hafi þótt upplýsingar fara fram og til baka þá er ég að vitna til þess að fyrir um 10 dögum síðan kemur yfirlýsing frá Skatti, Fiskistofu, atvinnuvegaráðherra og ráðuneyti þar sem þeim ber saman um ákveðin gögn. Í kjölfarið heldur áfram umræða um að þau gögn séu ekki það sem þau eru,” sagði hún.
„Það var ekki mín ætlun að setja þingstörf hér í uppnám með mínum ummælum. Ég var hins vegar að lýsa minni upplifun á þeim samskiptum sem hér hafa farið á milli og það er mín skylda og ég mun alltaf standa með ráðherrum í minni ríkisstjórn, hæstvirtum ráðherrum og þeim opinberum stofnunum sem eru að vinna hér grunnvinnu,” bætti Kristrún við.