Ætlaði ekki að setja þingstörf í uppnám

Alþingi | 26. júní 2025

Ætlaði ekki að setja þingstörf í uppnám

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir það ekki hafa verið ætlun sína að setja þingstörf í uppnám með ummælum sínum í Kastljósi þar sem hún talaði um að málflutningur stjórnarandstæðinga í veiðigjaldamálinu væri í „falsfréttastíl”.

Ætlaði ekki að setja þingstörf í uppnám

Alþingi | 26. júní 2025

Kristrún Frostadóttir á Alþingi.
Kristrún Frostadóttir á Alþingi. mbl.is/Karítas

Kristrún Frosta­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra seg­ir það ekki hafa verið ætl­un sína að setja þing­störf í upp­nám með um­mæl­um sín­um í Kast­ljósi þar sem hún talaði um að mál­flutn­ing­ur stjórn­ar­and­stæðinga í veiðigjalda­mál­inu væri í „fals­frétta­stíl”.

Kristrún Frosta­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra seg­ir það ekki hafa verið ætl­un sína að setja þing­störf í upp­nám með um­mæl­um sín­um í Kast­ljósi þar sem hún talaði um að mál­flutn­ing­ur stjórn­ar­and­stæðinga í veiðigjalda­mál­inu væri í „fals­frétta­stíl”.

Áður hafði Guðrún Haf­steins­dótt­ir, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, kallað eft­ir því í óund­ir­bún­um fyr­ir­spurn­ar­tíma á Alþingi að Kristrún viður­kenndi að þarna hefði hún farið yfir lín­una.

Kristrún sagðist standa með sín­um ráðherr­um og at­vinnu­vegaráðuneyt­inu og þeim upp­lýs­ing­um sem þaðan koma. Það væri afar mik­il­vægt.

„Þegar ég er að tala um að mér hafi þótt upp­lýs­ing­ar fara fram og til baka þá er ég að vitna til þess að fyr­ir um 10 dög­um síðan kem­ur yf­ir­lýs­ing frá Skatti, Fiski­stofu, at­vinnu­vegaráðherra og ráðuneyti þar sem þeim ber sam­an um ákveðin gögn. Í kjöl­farið held­ur áfram umræða um að þau gögn séu ekki það sem þau eru,” sagði hún.

„Það var ekki mín ætl­un að setja þing­störf hér í upp­nám með mín­um um­mæl­um. Ég var hins veg­ar að lýsa minni upp­lif­un á þeim sam­skipt­um sem hér hafa farið á milli og það er mín skylda og ég mun alltaf standa með ráðherr­um í minni rík­is­stjórn, hæst­virt­um ráðherr­um og þeim op­in­ber­um stofn­un­um sem eru að vinna hér grunn­vinnu,” bætti Kristrún við.

mbl.is