Fimm æðislegar borgir í sumarfríinu

Borgarferðir | 26. júní 2025

Fimm æðislegar borgir í sumarfríinu

Vantar þig hugmyndir um hvert skal skreppa í sumarfríinu? Fimm spennandi sumarborgir eru listaðar á vef The Guardian. 

Fimm æðislegar borgir í sumarfríinu

Borgarferðir | 26. júní 2025

Samsett mynd/Kristine Kozaka/ Daniels Joffe/Hans Ott

Vant­ar þig hug­mynd­ir um hvert skal skreppa í sum­ar­frí­inu? Fimm spenn­andi sum­ar­borg­ir eru listaðar á vef The Guar­di­an. 

Vant­ar þig hug­mynd­ir um hvert skal skreppa í sum­ar­frí­inu? Fimm spenn­andi sum­ar­borg­ir eru listaðar á vef The Guar­di­an. 

Ríga, Lett­land

Lett­neska höfuðborg­in Ríga stát­ar af mód­ern­ísk­um arki­tekt­úr og hellu­lögðum stétt­um í gamla bæn­um, Vecriga, sem ger­ir hana eina af feg­urstu borg­um Aust­ur-Evr­ópu. Löng su­mar­kvöld þar sem hita­stig fer ekki yfir þrjá­tíu gráður, þak­bar­ir með lif­andi tónlist og úti­tón­leik­ar í grósku­mikl­um görðum á meðan fal­leg­ar strend­urn­ar í bæn­um Jur­mala eru aðeins í hálf­tíma fjar­lægð.

Kseniia Samoy­len­ko/​Unsplash

Antwerpen, Belg­íu

Antwerpen er allt í senn furðuleg og list­ræn borg, stút­full af kokteil­bör­um, kaffi­hús­um og sjálf­stæðum listagalle­rí­um sem iða af lífi yfir sum­ar­tím­ann. Á sumr­in fyll­ist Sint-Anneke-strönd­in, við vinstri bakka ár­inn­ar Scheldt, af heima­mönn­um sem njóta þess að dýfa tán­um í tært vatnið og borða skel­fisk á ein­hverj­um veit­ingastaðanna við ár­bakk­ann. Garðar verða vett­vang­ur götu­leik­húss, sirk­us­atriða og kvik­mynda­húss und­ir ber­um himni, einkum á meðan Zomer van Antwerpen-lista­hátíðin stend­ur yfir 19. júní til 31. ág­úst.

Er­nest Ojeh/​Unsplash

Bolzano, Ítal­íu

Höfuðborg Suður-Týról-héraðsins á Ítal­íu, Bolzano, stát­ar af germanskri bygg­ingalist og sögu ít­alsks mat­ar og menn­ing­ar. Borg­in er staðsett á meðal Dólómíta-fjall­anna, um­kringd vín­ekr­um og grón­um fjalls­hlíðum en hýs­ir einnig bestu tón­list­ar­sen­ur Evr­ópu að sumri, jazz-hátíðina Sudtyrol og klass­ísku tón­list­ar­hátíðina Bolzano Festi­val Bozen 5. ág­úst til 7. sept­em­ber. 

Afar vin­sælt er að njóta nátt­úru­feg­urðar­inn­ar og úti­vist­ar í kring­um Bolzano og er Gunc­ina-stíg­ur­inn, sem er 4,5 kíló­metra ganga úr borg­inni í hæðir fjall­anna, sér­lega skemmti­leg leið.

Fabrizio Coco/​Unsplash

Gauta­borg, Svíþjóð

Á vest­ur­strönd Svíþjóðar stend­ur Gauta­borg. Strend­urn­ar Na­set­ba­det og Askims­ba­det eru í stuttri fjar­lægð frá borg­inni. Einnig er hægt að skoða eyja­klas­ann við borg­ina á kayak eða í báts­ferð og gæða sér á sjáv­ar­rétt­ar­há­deg­is­verði á Hönö-eyju eða njóta strand­ar­inn­ar á Rivö-eyju. Gauta­borg er þekkt fyr­ir sjáv­ar­rétti og ostr­ur og þær fjöru­tíu teg­und­ir af bjór sem fram­leidd­ar eru á svæðinu.

Annað sem er vel þekkt eru sán­ur en hægt er að fara í al­menn­ings­sánu í Ju­bilee-garðinum eða í Dyrön electric-sán­una sem er einni stuttri báts­ferð í burtu.

Jeet Datta/​Unsplash

Genf, Sviss

Genf er miklu meira en borg sem stend­ur við Alp­ana. Á sumr­in er hægt að fá sér sund­sprett við mann­gerða strönd Eaux-Vi­ves við Genfar­vatn, Quai de Cologny eða Geneve-Pla­ge þar sem hægt er að prófa ýms­ar vatn­aíþrótt­ir.

Það úir og grú­ir af vín­veit­inga­stöðum í gamla bæn­um í Genf, allt frá ný­tísku Soul Wines yfir í meira hefðbundið, Vino Olio Caf­fe. Flest­ar göt­ur liggja til Saint-Pier­re-kirkj­unn­ar þar sem hægt er að fara upp í turn­inn og njóta út­sýn­is­ins yfir borg­ina og Genfar­vatn. Á miðviku­dög­um og laug­ar­dög­um er Plain­pala­is-flóa­markaður­inn op­inn og bænda­markaði má nálg­ast víða um borg­ina alla daga vik­unn­ar.

visual­soflukas/​Unsplash

The Guar­di­an

mbl.is