Forviða þing eftir útskýringar Ingu

Alþingi | 26. júní 2025

Forviða þing eftir útskýringar Ingu

Inga Sæland, félagsmálaráðherra og starfandi forsætisráðherra, færði rök fyrir því í pontu á Alþingi í gær hvers vegna hún teldi að hærri veiðigjöld skiluðu sér í hærri útsvarstekjum sveitarfélaga.

Forviða þing eftir útskýringar Ingu

Alþingi | 26. júní 2025

Bergþór Ólason úr Miðflokki var á meðal þeirra sem lýstu …
Bergþór Ólason úr Miðflokki var á meðal þeirra sem lýstu furðu sinni á ummælum Ingu. Samsett mynd/mbl.is/Eyþór/Karítas

Inga Sæ­land, fé­lags­málaráðherra og starf­andi for­sæt­is­ráðherra, færði rök fyr­ir því í pontu á Alþingi í gær hvers vegna hún teldi að hærri veiðigjöld skiluðu sér í hærri út­svar­s­tekj­um sveit­ar­fé­laga.

Inga Sæ­land, fé­lags­málaráðherra og starf­andi for­sæt­is­ráðherra, færði rök fyr­ir því í pontu á Alþingi í gær hvers vegna hún teldi að hærri veiðigjöld skiluðu sér í hærri út­svar­s­tekj­um sveit­ar­fé­laga.

„Ég tel að þegar veiðigjöld­in hafa náð fram að ganga þá liggi það í hlut­ar­ins eðli að þau 32% sem hafa verið hingað til hlut­ur sjó­manna fyr­ir það að draga afl­ann að landi, þá hefðu 32% af verðmæti þess afla farið í launa­greiðslur til sjó­manna,“ sagði Inga.

Bergþór Ólason úr Miðflokki var á meðal þeirra sem lýstu furðu sinni á um­mæl­um Ingu. Minnt­ist hann hvort tveggja á að sam­kvæmt starf­andi for­sæt­is­ráðherr­an­um Ingu væru áhrif­in allt önn­ur en fram kæmi í frum­varpi máls­ins og að fé­lags­málaráðherr­ann Inga virt­ist hlutast til um að setja glæ­nýja tíu ára kjara­samn­inga sjó­manna í upp­lausn.

mbl.is