Hækkun ríkisútgjalda stóra málið

Alþingi | 26. júní 2025

Hækkun ríkisútgjalda stóra málið

„Þetta er stóra málið og jafnvel stærra en hin illa undirbúna skattahækkun á sjávarútveginn, því hér eru öll opinber fjármál undir,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, alþingismaður Sjálfstæðisflokksins og fulltrúi flokksins í fjárlaganefnd Alþingis, í samtali við Morgunblaðið.

Hækkun ríkisútgjalda stóra málið

Alþingi | 26. júní 2025

Hækkun ríkisútgjalda er stóra málið í þinginu, að mati Guðlaugs …
Hækkun ríkisútgjalda er stóra málið í þinginu, að mati Guðlaugs Þórs Þórðarsonar alþingismanns. mbl.is/Karítas

„Þetta er stóra málið og jafn­vel stærra en hin illa und­ir­búna skatta­hækk­un á sjáv­ar­út­veg­inn, því hér eru öll op­in­ber fjár­mál und­ir,“ seg­ir Guðlaug­ur Þór Þórðar­son, alþing­ismaður Sjálf­stæðis­flokks­ins og full­trúi flokks­ins í fjár­laga­nefnd Alþing­is, í sam­tali við Morg­un­blaðið.

„Þetta er stóra málið og jafn­vel stærra en hin illa und­ir­búna skatta­hækk­un á sjáv­ar­út­veg­inn, því hér eru öll op­in­ber fjár­mál und­ir,“ seg­ir Guðlaug­ur Þór Þórðar­son, alþing­ismaður Sjálf­stæðis­flokks­ins og full­trúi flokks­ins í fjár­laga­nefnd Alþing­is, í sam­tali við Morg­un­blaðið.

Hann vís­ar hér til þess að rík­is­út­gjöld muni hækka um 300 millj­arða króna á ára­bil­inu 2026 til 2030, skv. fjár­mála­áætl­un rík­is­stjórn­ar­inn­ar, en að ekki sé gert ráð fyr­ir lækk­un skulda.

Rík­is­stjórn­in ekki farið að lög­um

„Rík­is­stjórn­in hef­ur ekki farið að lög­um um op­in­ber fjár­mál, því fyrst á að koma fram með fjár­mála­stefnu á Alþingi og síðan fjár­mála­áætl­un þegar stefn­an um stóru mál­in hef­ur verið út­rædd og samþykkt. Á grunni samþykktr­ar fjár­mála­stefnu á síðan að byggja fjár­mála­áætl­un. Rík­is­stjórn­in lagði hins veg­ar bæði mál­in fram á sama tíma, þannig að ekki hef­ur verið hægt að fara í neina grein­ing­ar­vinnu á þess­um hlut­um,“ seg­ir Guðlaug­ur Þór.

Hann bend­ir einnig á að þegar rýnt sé í fá­tæk­leg gögn frá rík­is­stjórn­inni sjá­ist ekki hvernig taka eigi á þeim miklu út­gjöld­um rík­is­sjóðs sem fyr­ir­sjá­an­leg séu á næstu árum, þ.e. á ár­un­um 2026 til 2030.

Lesa má nán­ar um málið á bls. 2 í Morg­un­blaðinu og í Mogga-app­inu í dag.

mbl.is