Hernaðarbrölt veldur Finnum hugarangri

Rússland | 26. júní 2025

Hernaðarbrölt veldur Finnum hugarangri

Mikil hernaðaruppbygging Rússa við landamæri landsins að Finnlandi heldur áfram að valda finnskum stjórnvöldum hugarangri.

Hernaðarbrölt veldur Finnum hugarangri

Rússland | 26. júní 2025

Landamæraverðir gæta girðingar meðfram landamærunum.
Landamæraverðir gæta girðingar meðfram landamærunum. AFP

Mik­il hernaðar­upp­bygg­ing Rússa við landa­mæri lands­ins að Finn­landi held­ur áfram að valda finnsk­um stjórn­völd­um hug­ar­angri.

Mik­il hernaðar­upp­bygg­ing Rússa við landa­mæri lands­ins að Finn­landi held­ur áfram að valda finnsk­um stjórn­völd­um hug­ar­angri.

Nýj­ar gervi­tungla­mynd­ir virðast sýna upp­bygg­ingu á ýms­um hernaðar­innviðum spöl­korn frá finnsku landa­mær­un­um.

Vek­ur upp­bygg­ing­in óneit­an­lega upp hug­renn­ing­ar­tengsl við aðdrag­anda Úkraínu­stríðsins, en hernaðarsér­fræðing­ar telja rúss­nesk stjórn­völd hugs­an­lega und­ir­búa árás gegn Finn­landi þegar stríðinu í Úkraínu lýk­ur.

Alexander Stubb forsætisráðherra Finnlands.
Al­ex­and­er Stubb for­sæt­is­ráðherra Finn­lands. AFP

Hót­an­ir á hót­an­ir ofan

Stjórn­völd í Rússlandi hafa ít­rekað haft í hót­un­um við Finna eft­ir að þeir gengu inn í Atlants­hafs­banda­lagið árið 2022.

„Við höf­um nú tekið eft­ir nokkr­um nýj­um her­deild­um sem eru farn­ar að birt­ast ná­lægt landa­mær­um Finn­lands,“ sagði Emil Kast­ehelmi, hernaðarsér­fræðing­ur hjá finnska fyr­ir­tæk­inu Black Bird Group sem sinnt hef­ur grein­ingu á starf­semi rúss­neska hers­ins. 

„Rúss­land held­ur áfram að byggja upp, und­ir­búa og þjálfa í ná­grenni við aust­ur­landa­mæri Finn­lands og NATO,“ sagði hann.

Í maí full­yrti finnski her­inn einnig að Rúss­land stæði í mik­illi innviðaupp­bygg­ingu til að geta flutt inn fleiri her­menn að stríðinu í Úkraínu loknu.

Finnar hafa reist endurnýjað girðingar og varðkerfi meðfram landamærunum að …
Finn­ar hafa reist end­ur­nýjað girðing­ar og varðkerfi meðfram landa­mær­un­um að und­an­förnu. AFP
mbl.is