Mikil hernaðaruppbygging Rússa við landamæri landsins að Finnlandi heldur áfram að valda finnskum stjórnvöldum hugarangri.
Mikil hernaðaruppbygging Rússa við landamæri landsins að Finnlandi heldur áfram að valda finnskum stjórnvöldum hugarangri.
Mikil hernaðaruppbygging Rússa við landamæri landsins að Finnlandi heldur áfram að valda finnskum stjórnvöldum hugarangri.
Nýjar gervitunglamyndir virðast sýna uppbyggingu á ýmsum hernaðarinnviðum spölkorn frá finnsku landamærunum.
Vekur uppbyggingin óneitanlega upp hugrenningartengsl við aðdraganda Úkraínustríðsins, en hernaðarsérfræðingar telja rússnesk stjórnvöld hugsanlega undirbúa árás gegn Finnlandi þegar stríðinu í Úkraínu lýkur.
Stjórnvöld í Rússlandi hafa ítrekað haft í hótunum við Finna eftir að þeir gengu inn í Atlantshafsbandalagið árið 2022.
„Við höfum nú tekið eftir nokkrum nýjum herdeildum sem eru farnar að birtast nálægt landamærum Finnlands,“ sagði Emil Kastehelmi, hernaðarsérfræðingur hjá finnska fyrirtækinu Black Bird Group sem sinnt hefur greiningu á starfsemi rússneska hersins.
„Rússland heldur áfram að byggja upp, undirbúa og þjálfa í nágrenni við austurlandamæri Finnlands og NATO,“ sagði hann.
Í maí fullyrti finnski herinn einnig að Rússland stæði í mikilli innviðauppbyggingu til að geta flutt inn fleiri hermenn að stríðinu í Úkraínu loknu.