Muni ekki narta í aflamarkskerfið

Strandveiðar | 26. júní 2025

Muni ekki narta í aflamarkskerfið

Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, segir enga ástæðu til þess að hafa áhyggjur af því að strandveiðarnar muni narta í aflamarkskerfið. Fulltrúar stéttarfélaga skipstjórnarmanna, sjómanna og vélstjóra hafa lýst sig fylgjandi því að strandveiðar séu stundaðar en vilja að þær fylgi sömu lögmálum og önnur veiði. „Ef það verður 4% samdráttur í þorski frá Hafró, þá minnka heimildir um fjögur prósent. En strandveiðarnar minnka ekkert,” segir Árni Sverrisson, formaður Félags skipstjórnarmanna, í samtali við 200 mílur. „Þar af leiðandi er náttúrulega hrópandi ósamræmi í strandveiðikerfinu og aflamarkskerfunum að því leytinu til að það er farið fram á aukningu og það veit enginn hver aukningin verður.” Eitt mesta áhyggjuefnið segja fulltrúar stéttarfélaganna vera að mögulega verði þörf á að taka heimildir úr aflamarkskerfinu til að uppfylla þau loforð sem gefin eru í strandveiðifrumvarpi atvinnuvegaráðherra.

Muni ekki narta í aflamarkskerfið

Strandveiðar | 26. júní 2025

Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, segir enga ástæðu til að …
Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, segir enga ástæðu til að hafa áhyggjur. mbl.is/Golli

Örn Páls­son, fram­kvæmda­stjóri Lands­sam­bands smá­báta­eig­enda, seg­ir enga ástæðu til þess að hafa áhyggj­ur af því að strand­veiðarn­ar muni narta í afla­marks­kerfið. Full­trú­ar stétt­ar­fé­laga skip­stjórn­ar­manna, sjó­manna og vél­stjóra hafa lýst sig fylgj­andi því að strand­veiðar séu stundaðar en vilja að þær fylgi sömu lög­mál­um og önn­ur veiði. „Ef það verður 4% sam­drátt­ur í þorski frá Hafró, þá minnka heim­ild­ir um fjög­ur pró­sent. En strand­veiðarn­ar minnka ekk­ert,” seg­ir Árni Sverris­son, formaður Fé­lags skip­stjórn­ar­manna, í sam­tali við 200 míl­ur. „Þar af leiðandi er nátt­úru­lega hróp­andi ósam­ræmi í strand­veiðikerf­inu og afla­marks­kerf­un­um að því leyt­inu til að það er farið fram á aukn­ingu og það veit eng­inn hver aukn­ing­in verður.” Eitt mesta áhyggju­efnið segja full­trú­ar stétt­ar­fé­lag­anna vera að mögu­lega verði þörf á að taka heim­ild­ir úr afla­marks­kerf­inu til að upp­fylla þau lof­orð sem gef­in eru í strand­veiðifrum­varpi at­vinnu­vegaráðherra.

Örn Páls­son, fram­kvæmda­stjóri Lands­sam­bands smá­báta­eig­enda, seg­ir enga ástæðu til þess að hafa áhyggj­ur af því að strand­veiðarn­ar muni narta í afla­marks­kerfið. Full­trú­ar stétt­ar­fé­laga skip­stjórn­ar­manna, sjó­manna og vél­stjóra hafa lýst sig fylgj­andi því að strand­veiðar séu stundaðar en vilja að þær fylgi sömu lög­mál­um og önn­ur veiði. „Ef það verður 4% sam­drátt­ur í þorski frá Hafró, þá minnka heim­ild­ir um fjög­ur pró­sent. En strand­veiðarn­ar minnka ekk­ert,” seg­ir Árni Sverris­son, formaður Fé­lags skip­stjórn­ar­manna, í sam­tali við 200 míl­ur. „Þar af leiðandi er nátt­úru­lega hróp­andi ósam­ræmi í strand­veiðikerf­inu og afla­marks­kerf­un­um að því leyt­inu til að það er farið fram á aukn­ingu og það veit eng­inn hver aukn­ing­in verður.” Eitt mesta áhyggju­efnið segja full­trú­ar stétt­ar­fé­lag­anna vera að mögu­lega verði þörf á að taka heim­ild­ir úr afla­marks­kerf­inu til að upp­fylla þau lof­orð sem gef­in eru í strand­veiðifrum­varpi at­vinnu­vegaráðherra.

Á von á að frum­varpið verði samþykkt

Örn seg­ir það í fyrsta lagi ánægju­legt að heyra að for­svars­menn sjó­manna­sam­tak­anna séu meðmælt­ir strand­veiðum. Hann blæs þó á áhyggj­ur þeirra af því hvaðan um­fram­heim­ild­ir verði sótt­ar og seg­ir að ým­is­legt megi gera til að koma í veg fyr­ir að þær verði tekn­ar út úr afla­marks­kerf­inu. Til dæm­is seg­ir hann að hægt sé að hafa strand­veiðar í sér kerfi sem sé fyr­ir utan afla­marks­kerfið. „Marg­ir hafa lagt það til og það væri hægt að skoða þau mál,” seg­ir hann í sam­tali við 200 míl­ur. „En ég hef ekki litið á þetta sem neitt vanda­mál við strand­veiðarn­ar.” Hann seg­ir að frum­varpið lúti meðal ann­ars að því að taka út það ákvæði að Fiski­stofu sé skylt að stöðva veiðar þegar komið sé upp að ákveðið mörg­um tonn­um. „Sam­kvæmt reglu­gerð í dag þá er það tíu þúsund tonn, en á und­an­förn­um árum, eða eins og það var á síðasta ári, þá var nú ein­fald­lega bætt við tvö þúsund tonn­um. Þannig að ráðherra hef­ur al­veg þá heim­ild ef frum­varpið kemst ekki í gegn­um þingið, sem ég á alls ekki von á. Ég reikna með því að þetta verði samþykkt af þing­inu,” seg­ir Örn. Hann tel­ur það óþarfa áhyggj­ur að halda að frum­varpið muni hafa mik­il áhrif á afla­marks­kerfið.

 „Verður ekk­ert frá nein­um tekið“

„Það kem­ur nú alltaf eitt­hvað á skipti­markaði Fiski­stofu,“ seg­ir hann. „Svo ef menn full­nýta heim­ild­ir, þá er hægt að færa milli ára óveidd­an afla. Þá bæt­ist hann við næsta ár og það ár er kannski ein­hver aflam­innk­un. Þetta er ekk­ert sem verður frá nein­um tekið, það skal vera al­veg á hreinu. Þótt strand­veiðarn­ar endi kannski í fimmtán þúsund tonn­um og skipti­markaður­inn gefi okk­ur ekki nema tólf þúsund tonn þá eru þessi þrjú þúsund tonn ekki frá nein­um tek­in.”

Örn seg­ir að strand­veiðarn­ar hafi gengið ljóm­andi vel hingað til og það sé metþátt­taka í veiðunum. Búið sé að virkja 786 leyfi og aldrei hafi verið jafn góð þátt­taka og nú. Engu að síður sé þorskafl­inn minni í ár. Í fyrra nam afl­inn 8355 tonn­um en í ár er hann kom­inn í 7439 tonn. Það er afla­sam­drátt­ur upp á 916 tonn. Örn seg­ir að þar spili ým­is­legt inn í en ljóst sé að meiri ró sé á sókn­inni en í fyrra. Aðeins 166 bát­ar hafi náð tólf dög­um á veiðum í maí í ár en í fyrra var sótt af meira kappi og 233 hafi náð tólf dög­um í maí þrátt fyr­ir að bát­arn­ir hafi verið færri.

mbl.is