Peningarnir fara ekki inn á erlendan bankareikning

Varnarmál Íslands | 26. júní 2025

Peningarnir fara ekki inn á erlendan bankareikning

Leiðtogafundur Atlantshafsbandalagsins (NATO) var sögulegur og ljóst er að aðildarríkin standa þétt við bakið á Úkraínu. Aukin útgjöld Íslands í varnar- og öryggismál fara í innviði á Íslandi, en ekki á erlendan bankareikning hjá NATO.

Peningarnir fara ekki inn á erlendan bankareikning

Varnarmál Íslands | 26. júní 2025

Þorgerður ræddi við mbl.is um leiðtogafundinn sem hún sótti.
Þorgerður ræddi við mbl.is um leiðtogafundinn sem hún sótti. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Leiðtoga­fund­ur Atlants­hafs­banda­lags­ins (NATO) var sögu­leg­ur og ljóst er að aðild­ar­rík­in standa þétt við bakið á Úkraínu. Auk­in út­gjöld Íslands í varn­ar- og ör­ygg­is­mál fara í innviði á Íslandi, en ekki á er­lend­an banka­reikn­ing hjá NATO.

Leiðtoga­fund­ur Atlants­hafs­banda­lags­ins (NATO) var sögu­leg­ur og ljóst er að aðild­ar­rík­in standa þétt við bakið á Úkraínu. Auk­in út­gjöld Íslands í varn­ar- og ör­ygg­is­mál fara í innviði á Íslandi, en ekki á er­lend­an banka­reikn­ing hjá NATO.

Þetta seg­ir Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir ut­an­rík­is­ráðherra í sam­tali við mbl.is.

Þor­gerður sótti leiðtoga­fund­inn ásamt Kristrúnu Frosta­dótt­ur for­sæt­is­ráðherra í Haag í Hollandi. Á fund­in­um var samþykkt að aðild­ar­ríki myndu verja 5% af vergri lands­fram­leiðslu í ör­ygg­is- og varn­ar­mál og stuðning­ur við Úkraínu var ít­rekaður.

„Ég tel að þessi leiðtoga­fund­ur hafi verið sögu­leg­ur fyr­ir margra hluta sak­ir. Það er yf­ir­lýs­ing sem kom eft­ir fund­inn sem und­ir­strik­ar fimmtu grein­ina, sem er svona lyk­ill­inn og horn­steinn í Atlants­hafs­banda­lag­inu. Í öðru lagi, sem eru nátt­úru­lega stóru frétt­irn­ar, eru að það er verið að hækka ár­leg út­gjöld land­anna sem eru í banda­lag­inu,“ seg­ir Þor­gerður og bæt­ir við að ein­dreg­inn stuðning­ur við Úkraínu hafi verið und­ir­strikaður.

mbl.is