Sóley Bára og Daníel Guðjohnsen eldheit í Malmö

Ný pör | 26. júní 2025

Sóley Bára og Daníel Guðjohnsen eldheit í Malmö

Dansarinn Sóley Bára Þórunnardóttir og knattspyrnumaðurinn Daníel Tristan Guðjohnsen eru nýtt og glæsilegt par.

Sóley Bára og Daníel Guðjohnsen eldheit í Malmö

Ný pör | 26. júní 2025

Knattspyrnumaðurinn Daníel Tristan Guðjohnsen og dansarinn Sóley Bára Þórunnardóttir eru …
Knattspyrnumaðurinn Daníel Tristan Guðjohnsen og dansarinn Sóley Bára Þórunnardóttir eru nýtt par. Samsett mynd

Dans­ar­inn Sól­ey Bára Þór­unn­ar­dótt­ir og knatt­spyrnumaður­inn Daní­el Trist­an Guðjohnsen eru nýtt og glæsi­legt par.

Dans­ar­inn Sól­ey Bára Þór­unn­ar­dótt­ir og knatt­spyrnumaður­inn Daní­el Trist­an Guðjohnsen eru nýtt og glæsi­legt par.

Sól­ey Bára er 20 ára dans­ari og starfar sem dans­kenn­ari hjá Dansstudio World Class. Hún hef­ur einnig verið áber­andi sem dans­ari á sviði og hef­ur dansað með ýms­um lista­mönn­um, þar á meðal með Ice Guys þegar þeir héldu eft­ir­minni­lega tón­leika í Laug­ar­dals­höll fyrr á ár­inu. Sól­ey er auk þess með reynslu af fyr­ir­sætu­störf­um, en hún hef­ur setið fyr­ir hjá fyr­ir­tækj­um á borð við Metta Sport og Silki Svefn.

Spil­ar fyr­ir sterk­asta knatt­spyrnulið Svíþjóðar

Daní­el Trist­an er 19 ára og yngsti son­ur knatt­spyrnu­manns­ins Eiðs Smára Guðjohnsen og Ragn­hild­ar Sveins­dótt­ur píla­tes-kenn­ara. Hann er góður í fót­bolta líkt og faðir hans og spil­ar nú með Mal­mö FF, sem er talið eitt sterk­asta knatt­spyrnulið Svíþjóðar. 

Parið virðist njóta lífs­ins sam­an í Mal­mö þessa dag­ana og ósk­ar Smart­land nýja par­inu til ham­ingju með ást­ina!

 

mbl.is