Spyr um fórnarkostnaðinn af „herferðinni“

Alþingi | 26. júní 2025

Spyr um fórnarkostnaðinn af „herferðinni“

Formaður Miðflokksins spyr hversu mikill fórnarkostnaðurinn megi vera af veiðigjöldunum ef tilgangurinn með þeim er að fara í „herferð gegn með fjórum til fimm fjölskyldum.“

Spyr um fórnarkostnaðinn af „herferðinni“

Alþingi | 26. júní 2025

Veiðigjöldin eru aðalmálið á Alþingi um þessar mundir.
Veiðigjöldin eru aðalmálið á Alþingi um þessar mundir. Samsett mynd/mbl.is/Eggert

Formaður Miðflokks­ins spyr hversu mik­ill fórn­ar­kostnaður­inn megi vera af veiðigjöld­un­um ef til­gang­ur­inn með þeim er að fara í „her­ferð gegn með fjór­um til fimm fjöl­skyld­um.“

Formaður Miðflokks­ins spyr hversu mik­ill fórn­ar­kostnaður­inn megi vera af veiðigjöld­un­um ef til­gang­ur­inn með þeim er að fara í „her­ferð gegn með fjór­um til fimm fjöl­skyld­um.“

Þetta kom fram í óund­ir­bún­um fyr­ir­spurn­um á Alþingi í dag þar sem Sig­mund­ur beindi spurn­ing­um sín­um að Kristrúnu Frosta­dótt­ur for­sæt­is­ráðherra.

„For­sæt­is­ráðherra upp­lýsti um það að þetta mikla veiðigjalda­mál snú­ist í raun um her­ferð gegn með fjór­um til fimm fjöl­skyld­um,“ sagði Sig­mund­ur og velti því fyr­ir sér hvort það sé eðli­legt að stjórn­völd fari fram með slík­um hætti.

Hann spurði svo:

„Hversu mik­ill má fórn­ar­kostnaður­inn vera af þess­ari her­ferð hæst­virts for­sæt­is­ráðherra gegn fjöl­skyld­un­um, fjór­um eða fimm? Því að víða um land hef­ur fólk núna veru­leg­ar áhyggj­ur af af­komu sinni. Það eru ekki ein­göngu þeir sem eru að reka sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki held­ur fjöl­marg­ir aðrir sem reiða sig á tengd­ar grein­ar í þjón­ustu við sjáv­ar­út­veg­inn og hafa lýst gríðarleg­um áhyggj­um.“

At­huga­semd­ir skilað sér í breyt­ing­um

Kristrún Frosta­dótt­ir svaraði því til að gagn­rýni á veiðigjöld­in hefði verið af ýms­um toga og að sum­ar at­huga­semd­ir hefðu skilað sér í breyt­ing­um á frum­varp­inu.

Þannig hafi verið tekið til­lit til at­huga­semda um að upp­haf­lega frum­varpið hafi bitnað of mikið á litl­um og meðal­stór­um út­gerðum.

„Ég ætla ekki að fara ofan í þá holu að rekja ákveðnar for­send­ur í ákveðnum grein­um hjá fólki sem skrif­ar um ákveðið efni. Ég veit hins veg­ar hvaða gögn hafa verið staðfest af Skatti, Fiski­stofu, at­vinnu­vegaráðuneyt­inu. Það eru þau gögn sem við erum að miða við hér inni. Ef fólk ætl­ar að vera gagn­rýnið miðað við þau gögn. Við skul­um ekki miða við aðra þætti sem liggja núna fyr­ir að byggja ekki á rétt­um for­send­um,“ sagði Kristrún.

Sig­mund­ur: Kristrún „óviss um áhrif frum­varps­ins“

Sig­mund­ur sagði málið greini­lega enn á reiki og að Kristrún væri „enn óviss um áhrif frum­varps­ins.“ Hann ít­rekaði fyr­ir­spurn sína um það hver ásætt­an­leg­ur fórn­ar­kostnaður væri í bar­átt­unni við fá­ein­ar sjáv­ar­út­vegs­fjöl­skyld­ur.

Enn frem­ur bað hann Kristrúnu um að nefna hvaða fjöl­skyld­ur það væru sem hún væri „sem her­ferð þessi bein­ist gegn.“

Kristrún sagði skiln­ing sinn á út­reikn­ing­um hagnaðar­hlut­falla fyr­ir­tækja vera góðan og gerði grein fyr­ir því að hún væri meðvituð um að málið væri viðkvæmt, sér­stak­lega fyr­ir fyr­ir­tæki á Vest­fjörðum.

Hins veg­ar sagði hún að stór sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki víða um land væru með millj­arða í hagnað og gætu vel staðið und­ir hækk­andi veiðigjöld­um án þess að það hefði al­var­leg áhrif á sam­fé­lög­in.

mbl.is