Formaður Miðflokksins spyr hversu mikill fórnarkostnaðurinn megi vera af veiðigjöldunum ef tilgangurinn með þeim er að fara í „herferð gegn með fjórum til fimm fjölskyldum.“
Formaður Miðflokksins spyr hversu mikill fórnarkostnaðurinn megi vera af veiðigjöldunum ef tilgangurinn með þeim er að fara í „herferð gegn með fjórum til fimm fjölskyldum.“
Formaður Miðflokksins spyr hversu mikill fórnarkostnaðurinn megi vera af veiðigjöldunum ef tilgangurinn með þeim er að fara í „herferð gegn með fjórum til fimm fjölskyldum.“
Þetta kom fram í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag þar sem Sigmundur beindi spurningum sínum að Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra.
„Forsætisráðherra upplýsti um það að þetta mikla veiðigjaldamál snúist í raun um herferð gegn með fjórum til fimm fjölskyldum,“ sagði Sigmundur og velti því fyrir sér hvort það sé eðlilegt að stjórnvöld fari fram með slíkum hætti.
Hann spurði svo:
„Hversu mikill má fórnarkostnaðurinn vera af þessari herferð hæstvirts forsætisráðherra gegn fjölskyldunum, fjórum eða fimm? Því að víða um land hefur fólk núna verulegar áhyggjur af afkomu sinni. Það eru ekki eingöngu þeir sem eru að reka sjávarútvegsfyrirtæki heldur fjölmargir aðrir sem reiða sig á tengdar greinar í þjónustu við sjávarútveginn og hafa lýst gríðarlegum áhyggjum.“
Kristrún Frostadóttir svaraði því til að gagnrýni á veiðigjöldin hefði verið af ýmsum toga og að sumar athugasemdir hefðu skilað sér í breytingum á frumvarpinu.
Þannig hafi verið tekið tillit til athugasemda um að upphaflega frumvarpið hafi bitnað of mikið á litlum og meðalstórum útgerðum.
„Ég ætla ekki að fara ofan í þá holu að rekja ákveðnar forsendur í ákveðnum greinum hjá fólki sem skrifar um ákveðið efni. Ég veit hins vegar hvaða gögn hafa verið staðfest af Skatti, Fiskistofu, atvinnuvegaráðuneytinu. Það eru þau gögn sem við erum að miða við hér inni. Ef fólk ætlar að vera gagnrýnið miðað við þau gögn. Við skulum ekki miða við aðra þætti sem liggja núna fyrir að byggja ekki á réttum forsendum,“ sagði Kristrún.
Sigmundur sagði málið greinilega enn á reiki og að Kristrún væri „enn óviss um áhrif frumvarpsins.“ Hann ítrekaði fyrirspurn sína um það hver ásættanlegur fórnarkostnaður væri í baráttunni við fáeinar sjávarútvegsfjölskyldur.
Enn fremur bað hann Kristrúnu um að nefna hvaða fjölskyldur það væru sem hún væri „sem herferð þessi beinist gegn.“
Kristrún sagði skilning sinn á útreikningum hagnaðarhlutfalla fyrirtækja vera góðan og gerði grein fyrir því að hún væri meðvituð um að málið væri viðkvæmt, sérstaklega fyrir fyrirtæki á Vestfjörðum.
Hins vegar sagði hún að stór sjávarútvegsfyrirtæki víða um land væru með milljarða í hagnað og gætu vel staðið undir hækkandi veiðigjöldum án þess að það hefði alvarleg áhrif á samfélögin.