Anna María Jónsdóttir, geðlæknir hjá Grænuhlíð fjölskyldumiðstöð, segist skynja það að stjórnvöld skorti áhuga á starfsemi Grænuhlíðar.
Anna María Jónsdóttir, geðlæknir hjá Grænuhlíð fjölskyldumiðstöð, segist skynja það að stjórnvöld skorti áhuga á starfsemi Grænuhlíðar.
Anna María Jónsdóttir, geðlæknir hjá Grænuhlíð fjölskyldumiðstöð, segist skynja það að stjórnvöld skorti áhuga á starfsemi Grænuhlíðar.
Anna segir að það sé liðið meira en ár frá því að Grænahlíð sótti um að gera samninga við Sjúkratryggingar til þess að veita þverfræðilega geðheilbrigðisþjónustu en engin svör hafi borist frá Sjúkratryggingum vegna þessa.
Grænahlíð hefur að sögn Önnu sóst eftir því að eiga samtal við heilbrigðisráðuneytið en ráðuneytið hefur í tíð núverandi ríkisstjórnar aðeins fallist á fjarfund með fulltrúum Grænuhlíðar og var Alma Möller heilbrigðisráðherra ekki viðstödd þann fund.
„Við fórum á fund með Willum Þór Þórssyni í tíð hans sem heilbrigðisráðherra. Við kynntum þar Grænuhlíð og óskuðum eftir því að ríkisstjórnin myndi styðja það að við færum á samning hjá Sjúkratryggingum til þess að það yrði jafnt aðgengi fjölskyldna sem kæmu til okkar,“ segir Anna.
Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra átti fund með fulltrúum Grænuhlíðar en Anna María segist hafa skynjað það af samtali sínu við Ingu að það væri ekki vilji stjórnvalda að efla starfsemi Grænuhlíðar.
Mennta- og barnamálaráðuneytið sem og fjármála- og efnahagsráðuneytið hafa ekki fallist á það að eiga fund með Önnu né öðrum fulltrúum Grænuhlíðar.
Anna segir að Grænahlíð hafi nú þegar gefið upp talsvert af upplýsingum um starfsemi sína og sent til Sjúkratrygginga og ráðuneytanna.
„Við höfum sent þessar upplýsingar en höfum ekki fengið nein svör. Ég þurfti meira að segja að ganga á eftir staðfestingu á því að erindi okkar hafi verið móttekin, við fáum ákaflega lítil viðbrögð,“ segir Anna sem er uggandi yfir stöðu mála.
Heilbrigðisráðuneytið hefur ákveðið að hefja átak gegn ofbeldi barnanna og hefur í þeirri viðleitni ákveðið að skima fyrir ofbeldi í skólum og að opna skuli Bryndísarhlíð, í samráði við minningarsjóð Bryndísar Klöru, fyrir börn sem hafa mátt þola ofbeldi eða hafa orðið vitni að ofbeldi.
Fyrirhugað er að Bryndísarhlíð muni meðal annars hýsa geðheilbrigðisþjónustu fyrir börn sem orðið hafa fyrir ofbeldi. Grænahlíð væri tilbúin að taka þátt í þessu átaki í samstarfi við stjórnvöld að sögn Önnu.
„Það er engin spurning að það er þekking og reynsla til staðar í Grænuhlíð til þess að taka á þessum vanda strax. Grænahlíð væri tilbúin í slíkt samstarf og það er það sem við höfum óskað eftir,“ segir Anna og bætir við að hún telji að það sé skortur á vilja hjá stjórnvöldum að nýta þjónustu Grænuhlíðar.