Stjórnvöld skorti vilja til að efla starfsemina

Stjórnvöld skorti vilja til að efla starfsemina

Anna María Jónsdóttir, geðlæknir hjá Grænuhlíð fjölskyldumiðstöð, segist skynja það að stjórnvöld skorti áhuga á starfsemi Grænuhlíðar.

Stjórnvöld skorti vilja til að efla starfsemina

Neyðarástand í málefnum barna | 26. júní 2025

Anna María er uggandi yfir stöðu mála.
Anna María er uggandi yfir stöðu mála. mbl.is/Margrét Þóra Þórsdóttir

Anna María Jóns­dótt­ir, geðlækn­ir hjá Grænu­hlíð fjöl­skyldumiðstöð, seg­ist skynja það að stjórn­völd skorti áhuga á starf­semi Grænu­hlíðar.

Anna María Jóns­dótt­ir, geðlækn­ir hjá Grænu­hlíð fjöl­skyldumiðstöð, seg­ist skynja það að stjórn­völd skorti áhuga á starf­semi Grænu­hlíðar.

Anna seg­ir að það sé liðið meira en ár frá því að Græna­hlíð sótti um að gera samn­inga við Sjúkra­trygg­ing­ar til þess að veita þverfræðilega geðheil­brigðisþjón­ustu en eng­in svör hafi borist frá Sjúkra­trygg­ing­um vegna þessa. 

Anna María er hér ásamt Höllu Tómasdóttur forseta og öðrum …
Anna María er hér ásamt Höllu Tóm­as­dótt­ur for­seta og öðrum full­trú­um frá Grænu­hlíð. Ljós­mynd/​For­seti Íslands

Ráðuneyti hafa hafnað fund­um

Græna­hlíð hef­ur að sögn Önnu sóst eft­ir því að eiga sam­tal við heil­brigðisráðuneytið en ráðuneytið hef­ur í tíð nú­ver­andi rík­is­stjórn­ar aðeins fall­ist á fjar­fund með full­trú­um Grænu­hlíðar og var Alma Möller heil­brigðisráðherra ekki viðstödd þann fund. 

„Við fór­um á fund með Will­um Þór Þórs­syni í tíð hans sem heil­brigðisráðherra. Við kynnt­um þar Grænu­hlíð og óskuðum eft­ir því að rík­is­stjórn­in myndi styðja það að við fær­um á samn­ing hjá Sjúkra­trygg­ing­um til þess að það yrði jafnt aðgengi fjöl­skyldna sem kæmu til okk­ar,“ seg­ir Anna.

Inga Sæ­land, fé­lags- og hús­næðismálaráðherra átti fund með full­trú­um Grænu­hlíðar en Anna María seg­ist hafa skynjað það af sam­tali sínu við Ingu að það væri ekki vilji stjórn­valda að efla starf­semi Grænu­hlíðar. 

Mennta- og barna­málaráðuneytið sem og fjár­mála- og efna­hags­ráðuneytið hafa ekki fall­ist á það að eiga fund með Önnu né öðrum full­trú­um Grænu­hlíðar. 

Anna seg­ir að Græna­hlíð hafi nú þegar gefið upp tals­vert af upp­lýs­ing­um um starf­semi sína og sent til Sjúkra­trygg­inga og ráðuneyt­anna.

„Við höf­um sent þess­ar upp­lýs­ing­ar en höf­um ekki fengið nein svör. Ég þurfti meira að segja að ganga á eft­ir staðfest­ingu á því að er­indi okk­ar hafi verið mót­tek­in, við fáum ákaf­lega lít­il viðbrögð,“ seg­ir Anna sem er ugg­andi yfir stöðu mála. 

Vilja taka þátt í átak­inu

Heil­brigðisráðuneytið hef­ur ákveðið að hefja átak gegn of­beldi barn­anna og hef­ur í þeirri viðleitni ákveðið að skima fyr­ir of­beldi í skól­um og að opna skuli Bryn­dís­ar­hlíð, í sam­ráði við minn­ing­ar­sjóð Bryn­dís­ar Klöru, fyr­ir börn sem hafa mátt þola of­beldi eða hafa orðið vitni að of­beldi. 

Fyr­ir­hugað er að Bryn­dís­ar­hlíð muni meðal ann­ars hýsa geðheil­brigðisþjón­ustu fyr­ir börn sem orðið hafa fyr­ir of­beldi. Græna­hlíð væri til­bú­in að taka þátt í þessu átaki í sam­starfi við stjórn­völd að sögn Önnu.

„Það er eng­in spurn­ing að það er þekk­ing og reynsla til staðar í Grænu­hlíð til þess að taka á þess­um vanda strax. Græna­hlíð væri til­bú­in í slíkt sam­starf og það er það sem við höf­um óskað eft­ir,“ seg­ir Anna og bæt­ir við að hún telji að það sé skort­ur á vilja hjá stjórn­völd­um að nýta þjón­ustu Grænu­hlíðar.

Vefsíða Grænu­hlíðar

mbl.is