Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur hafnað því að ákvæði stjórnarskrárinnar um sjálfkrafa ríkisborgararétt nái einnig til barna ólöglegra innflytjenda sem fæðast innan bandarískrar lögsögu.
Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur hafnað því að ákvæði stjórnarskrárinnar um sjálfkrafa ríkisborgararétt nái einnig til barna ólöglegra innflytjenda sem fæðast innan bandarískrar lögsögu.
Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur hafnað því að ákvæði stjórnarskrárinnar um sjálfkrafa ríkisborgararétt nái einnig til barna ólöglegra innflytjenda sem fæðast innan bandarískrar lögsögu.
Ákvörðun dómstólsins var birt fyrr í dag og mun forsetatilskipun, þar sem réttur slíkra barna til ríkisborgararétts er endanlega afnumin, því öðlast gildi.
Málið er þó einnig merkilegt fyrir þær sakir að áður höfðu dómarar við lægri dómsstig í Maryland, Massachusetts og Washington komið í veg fyrir að tilskipuninni yrði framfylgt með þeim rökum að hún stangaðist á við stjórnarskrá landsins .
Með úrskurði sínum hefur hæstirétturinn því staðfest að dómarar á alríkisstigi geti ekki stöðvað gildistöku forsetatilskipana eins og ítrekað hefur gerst í ýmsum mikilvægum málum Trump-stjórnarinnar.
Dómarar réttarins dæmdu eftir flokkslínum í málinu en dómarar demókrata, þær Sonia Sotomayor, Elena Kagan og Ketanji Brown Jackson skiluðu sérákvæði þar sem niðurstaðan var fordæmd.
Niðurstaða málsins er óneitanlega afar stór sigur fyrir Trump og ríkisstjórn hans en eitt hans helsta kosningaloforð var að afnema sjálfkrafa ríkisborgararétt barna ólöglegra innflytjenda.
Þá hefur Trump einnig margoft þurft að standa í stappi við alríkisdómara sem dæmt hafa tilskipanir hans ólöglegar til þess eins að tefja framgöngu mála sem eru honum og ríkisstjórn hans pólitískt mikilvæg.
Aðstoðarstarfsmannastjóri Hvíta hússins, Stephen Miller, hefur ítrekað sakað alríkisdómara um að misbeita dómsvaldi sínu með því að grípa fram fyrir hendur framkvæmdarvaldsins með þessum hætti.
Sagði upplýsingafulltrúi Hvíta hússins það „áhyggjuefni og hættulega þróun þegar ókjörnir dómarar blönduðu sér í ákvarðanatökuferli forsetans“.
Í umfjöllun breska ríkisútvarpsins segir að börnum ólöglegra innflytjenda hefði fjölgað um tæplega milljón frá árunum 2016 til 2022. Hefur Trump ítrekað lýst því yfir að hann telji að vísa skuli þeim úr landi með foreldrum sínum, jafnvel þó að þau hafi fæðst innan bandarískrar lögsögu.