„Ég hef tröllatrú á þessu“

Skólakerfið í vanda | 27. júní 2025

„Ég hef tröllatrú á þessu“

Guðmundur Ingi Kristinsson, barna- og menntamálaráðherra, fagnar þeim ábendingum sem koma fram í nýrri skýrslu OECD, varðandi lakan námsárangur íslenskra grunnskólabarna, sem kynnt var í fjármála- og efnahagsráðuneytinu í gær. 

„Ég hef tröllatrú á þessu“

Skólakerfið í vanda | 27. júní 2025

Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, fagnar ábendingum OECD í …
Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, fagnar ábendingum OECD í menntamálum. mbl.is/Karítas

Guðmund­ur Ingi Krist­ins­son, barna- og mennta­málaráðherra, fagn­ar þeim ábend­ing­um sem koma fram í nýrri skýrslu OECD, varðandi lak­an náms­ár­ang­ur ís­lenskra grunn­skóla­barna, sem kynnt var í fjár­mála- og efna­hags­ráðuneyt­inu í gær. 

Guðmund­ur Ingi Krist­ins­son, barna- og mennta­málaráðherra, fagn­ar þeim ábend­ing­um sem koma fram í nýrri skýrslu OECD, varðandi lak­an náms­ár­ang­ur ís­lenskra grunn­skóla­barna, sem kynnt var í fjár­mála- og efna­hags­ráðuneyt­inu í gær. 

„Þeir eru að tikka í öll þau box sem við erum ein­mitt með, sum mál­in eru kom­in vel á veg, önn­ur eru í vinnslu. Við erum til dæm­is að gera breyt­ing­ar á mennta­kerf­inu. Það er mennta­stefna stjórn­valda sem ávarp­ar þessa þætti og aðra og nýt­ast þess­ar ábend­ing­ar mjög vel í því sam­hengi,“ seg­ir Guðmund­ur í sam­tali við mbl.is.

Í skýrsl­unni kem­ur meðal ann­ars fram að náms­ár­angri grunn­skóla­barna hafi farið mjög aft­ur og að ár­ang­ur Íslands í PISA-könn­un­inni sé nú langt und­ir meðaltali OECD-ríkj­anna í öll­um náms­grein­um. Það að mennta­kerfi Íslands hafi hrakað svo mikið gæti valdið því að fram­leiðni fari aft­ur um allt að fimm pró­sent þegar til lengri tíma er litið. 

Meðal ábend­inga OECD eru að miðstýr­ing í skóla­kerf­inu sé lít­il og að skort­ur sé á gögn­um um náms­ár­ang­ur á landsvísu. Taka þurfi upp sam­ræmt náms­mat að nýju til að taka á vand­an­um.

Fara í mikið sam­ráð við skóla­sam­fé­lagið

Það er mat OECD að inn­leiðing svo­kallaðs mats­fer­ils­ins, sem á að nýt­ast til að afla upp­lýs­inga um stöðu nem­enda, muni hafa já­kvæð áhrif á mennta­kerfið og gæti snúið nei­kvæðri þróun við.

„Við erum búin að fá samþykkt frum­varp um mats­fer­il­inn og það fer á fullt næsta vor. Miðstöð mennt­un­ar og skólaþjón­ustu verður þá með þenn­an nýja nem­enda­gagna­grunn, Frigg, þannig við höf­um meiri yf­ir­sýn yfir allt sem er í gangi í skóla­starf­inu.“

Þá seg­ir Guðmund­ur standa til að fara í mikið sam­ráð við skóla­sam­fé­lagið, skóla­stjórn­end­ur og kenn­ara.

Hann seg­ist hafa hitt guðföður Pisa-kann­an­anna sem hafi fengið upp­lýs­ing­ar um mats­fer­il­inn og lit­ist mjög vel á.

„Ég tel að við séum á réttri leið. Við erum alla­vega far­in af stað með hluti og síðan verðum við að sjá hvernig þetta virk­ar. Ég hef trölla­trú á þessu, að við séum far­in af stað með mjög góð áform um að taka á mennt­un hérna.“

mbl.is