Guðmundur Ingi Kristinsson, barna- og menntamálaráðherra, fagnar þeim ábendingum sem koma fram í nýrri skýrslu OECD, varðandi lakan námsárangur íslenskra grunnskólabarna, sem kynnt var í fjármála- og efnahagsráðuneytinu í gær.
Guðmundur Ingi Kristinsson, barna- og menntamálaráðherra, fagnar þeim ábendingum sem koma fram í nýrri skýrslu OECD, varðandi lakan námsárangur íslenskra grunnskólabarna, sem kynnt var í fjármála- og efnahagsráðuneytinu í gær.
Guðmundur Ingi Kristinsson, barna- og menntamálaráðherra, fagnar þeim ábendingum sem koma fram í nýrri skýrslu OECD, varðandi lakan námsárangur íslenskra grunnskólabarna, sem kynnt var í fjármála- og efnahagsráðuneytinu í gær.
„Þeir eru að tikka í öll þau box sem við erum einmitt með, sum málin eru komin vel á veg, önnur eru í vinnslu. Við erum til dæmis að gera breytingar á menntakerfinu. Það er menntastefna stjórnvalda sem ávarpar þessa þætti og aðra og nýtast þessar ábendingar mjög vel í því samhengi,“ segir Guðmundur í samtali við mbl.is.
Í skýrslunni kemur meðal annars fram að námsárangri grunnskólabarna hafi farið mjög aftur og að árangur Íslands í PISA-könnuninni sé nú langt undir meðaltali OECD-ríkjanna í öllum námsgreinum. Það að menntakerfi Íslands hafi hrakað svo mikið gæti valdið því að framleiðni fari aftur um allt að fimm prósent þegar til lengri tíma er litið.
Meðal ábendinga OECD eru að miðstýring í skólakerfinu sé lítil og að skortur sé á gögnum um námsárangur á landsvísu. Taka þurfi upp samræmt námsmat að nýju til að taka á vandanum.
Það er mat OECD að innleiðing svokallaðs matsferilsins, sem á að nýtast til að afla upplýsinga um stöðu nemenda, muni hafa jákvæð áhrif á menntakerfið og gæti snúið neikvæðri þróun við.
„Við erum búin að fá samþykkt frumvarp um matsferilinn og það fer á fullt næsta vor. Miðstöð menntunar og skólaþjónustu verður þá með þennan nýja nemendagagnagrunn, Frigg, þannig við höfum meiri yfirsýn yfir allt sem er í gangi í skólastarfinu.“
Þá segir Guðmundur standa til að fara í mikið samráð við skólasamfélagið, skólastjórnendur og kennara.
Hann segist hafa hitt guðföður Pisa-kannananna sem hafi fengið upplýsingar um matsferilinn og litist mjög vel á.
„Ég tel að við séum á réttri leið. Við erum allavega farin af stað með hluti og síðan verðum við að sjá hvernig þetta virkar. Ég hef tröllatrú á þessu, að við séum farin af stað með mjög góð áform um að taka á menntun hérna.“