„Fullt af rauðum flöggum“ sem hefði átt að grípa

„Fullt af rauðum flöggum“ sem hefði átt að grípa

Ólöf Ásta Farestveit, forstjóri Barna- og fjölskyldustofu, telur að aukna fíkniefnaneyslu barna og ungmenna megi að mörgu leyti rekja til covid-faraldursins, þegar drykkja færðist inn á heimili og ofbeldi gegn börnum jókst.

„Fullt af rauðum flöggum“ sem hefði átt að grípa

Neyðarástand í málefnum barna | 27. júní 2025

Ólöf Ásta segir mikilvægt að auka forvarnir.
Ólöf Ásta segir mikilvægt að auka forvarnir. Samsett mynd/Colourbox/Karítas

Ólöf Ásta Farest­veit, for­stjóri Barna- og fjöl­skyldu­stofu, tel­ur að aukna fíkni­efna­neyslu barna og ung­menna megi að mörgu leyti rekja til covid-far­ald­urs­ins, þegar drykkja færðist inn á heim­ili og of­beldi gegn börn­um jókst.

Ólöf Ásta Farest­veit, for­stjóri Barna- og fjöl­skyldu­stofu, tel­ur að aukna fíkni­efna­neyslu barna og ung­menna megi að mörgu leyti rekja til covid-far­ald­urs­ins, þegar drykkja færðist inn á heim­ili og of­beldi gegn börn­um jókst.

Hún seg­ir mik­il­vægt að auka for­varn­ir en bundn­ar eru von­ir við að með inn­leiðingu far­sæld­ar­laga megi fækka í þeim hópi barna sem glíma við þyngsta vand­ann.

Það sé þó mikið áhyggju­efni að til­kynn­ing­um til barna­vernd­ar vegna fíkni­efna­notk­un­ar barna hafi fjölgað um 60 pró­sent á milli ár­anna 2023 og 2024, líkt og fram kem­ur í nýrri skýrslu frá Barna- og fjöl­skyldu­stofu.

Til­kynn­ing­um vegna af­brota barna fjölgaði einnig á milli ára, eða um 8 pró­sent og til­kynn­ing­um að barn beit­i of­beldi fjölgaði um 21,9 pró­sent. Flest­ar slík­ar til­kynn­ing­ar, bæði vegna af­brota barna og barna sem beita of­beldi, eru vegna drengja, eða 82,6 pró­sent.

Barna­vernd bend­ir á skort á úrræðum

„Ég held að við sem sam­fé­lag höf­um sofnað svo­lítið á verðinum. Ef við horf­um á covid tím­ann, þá jókst neysla áfeng­is. Ferðamenn komu ekki þannig það voru Íslend­ing­ar sem voru að neyta áfeng­is­ins. Neysl­an færðist inn á heim­ili barn­anna af því bar­ir og annað slíkt var lokað. Sem gerði það að verk­um að of­beldi gagn­vart börn­um og erfiðleik­ar inni á heim­il­um juk­ust. Við erum að mörgu leyti að sjá af­leiðing­ar þess,“ seg­ir Ólöf í sam­tali við mbl.is.

Svipuð þróun hafi átt sér stað er­lend­is. Um sé að ræða vanda sem sé að fær­ast í auk­ana. Sam­fé­lags­miðlar hafi sín áhrif og ljóst sé að normalíser­ing á að beita of­beldi sé meiri en áður í hópi ung­menna.

„Við höf­um al­veg talað skýrt og reynt að benda á þessa þætti,“ seg­ir Ólöf.

Barna­vernd­arþjón­ust­an hef­ur hins veg­ar bent á að skort­ur á meðferðarúr­ræðum fyr­ir börn og ung­menni með fjölþætt­an vanda hafi valdið því að hóp­ur barna sem glím­ir við al­var­leg­an fíkni- og hegðun­ar­vanda hafi stækkað meira en hann hefði þurft að gera. Í mars sagði fram­kvæmda­stjóri Barna­vernd­ar Reykja­vík­ur í sam­tali við mbl.is að til­kynn­ing­um til barna­vernd­ar vegna af­brota, sjálf­skaða og neyslu hefði fjölgað til muna vegna þessa.

Vilja grípa fyrr inn í líf barna

Ólöf seg­ir það vissu­lega mik­il­vægt að úrræðin séu til staðar, en bend­ir á að Barna- og fjöl­skyldu­stofa sé bund­in af þeim fjár­mun­um sem stofn­un­inni sé út­hlutað hverju sinni. Með auknu fjár­magni hafi verið hægt að opna meðferðar­heim­ilið Blöndu­hlíð á Vogi fyrr á þessu ári og von­ir standa til þess að að lang­tímameðferðar­heim­ili fyr­ir drengi verði opnað á ný í haust. Það þurfi þó líka að horfa til þess að grípa börn­in áður en þau eru kom­in á þann stað að þurfa á meðferð að halda.

„Við vilj­um helst að úrræðin séu til staðar og að gripið sé inn í líf barna áður en þau þurfa á þyngstu úrræðunum að halda. Það er kannski að gleym­ast í þess­ari umræðu, bæði for­varn­ir og að við erum að vona að inn­leiðing far­sæld­ar­lag­anna og snemm­tækr­ar þjón­ustu fyr­ir börn, muni hindra að þau fari inn í þyngstu úrræðin. Það er alltaf mark­miðið.“

Í sam­töl­um við mbl.is hafa bæði lög­regla og barna­vernd viðrað áhyggj­ur af því að með auk­inni áherslu á snemm­tæka íhlut­un, þá gleym­ist sá hóp­ur sem nú þegar þarf á þyngstu úrræðunum að halda. Og að úrræðal­eysi fyr­ir þann hóp hafi þær af­leiðing­ar að vand­inn þyng­ist enn frek­ar.

„Það sem ég myndi segja að hafi verið allra erfiðast á síðasta vetri eru þau áföll sem við verðum fyr­ir árið 2024. Það er að segja að missa eitt meðferðar­heim­ili út, ásamt brun­an­um Stuðlum,“ seg­ir Ólöf. Vís­ar hún þar til meðferðar­heim­il­is­ins Lækj­ar­bakka sem þurfti að loka vegna myglu í apríl í fyrra og brun­ans á Stuðlum í októ­ber síðastliðnum, þar sem 17 ára dreng­ur lést og álma fyr­ir neyðar­vist­un gjör­eyðilagðist. Nú er unnið að því að end­ur­byggja það rými á Stuðlum.

Mik­il­vægt að aðskilja börn

Ólöf er sam­mála því sem barna­vernd­arþjón­ust­an hef­ur bent á, að úrræðin þurfi að vera fjöl­breytt. Það þurfi að vera hægt að aðskilja börn með ólík­an vanda.

„Ég tel brýnt að við mæt­um þess­um vanda með fjöl­breytt­um úrræðum, eins og nýja meðferðar­heim­ilið sem staðið hef­ur til að byggja í Garðabæ er hugsað, sem á að henta fjöl­breytt­ari hóp­um. Þar sem hægt er að loka af og vinna með vanda barna meira út frá því sem vandi þeirra snýst um.“

Vilja­yf­ir­lýs­ing vegna meðferðar­heim­il­is­ins í Garðabæ var und­ir­rituð árið 2018 og von­ir stóðu til að heim­ilið yrði til­búið árið 2020. Það varð hins veg­ar ekki, en málið strandaði á deil­um Garðabæj­ar og fjár­málaráðuneyt­is­ins um gatna­gerðar­gjöld. Ekk­ert var unnið að verk­efn­inu í ráðuneyt­inu í eitt og hálft ár en skriður komst á málið í vor þegar fjöl­miðlar fóru að graf­ast fyr­ir um stöðuna á verk­efn­inu. 

Það ligg­ur því fyr­ir að meðferðar­heim­ili í Garðabæ mun ekki rísa al­veg á næst­unni.

Mun létta á kerf­inu að fá Gunn­ars­holt

Aðspurð hvernig sé þá hægt að bregðast við vand­an­um núna, seg­ir Ólöf:

„Síðasta árið var bætt við meðferðarpláss­um þegar við opnuðum meðferðardeild á Vogi þannig við ætt­um að vera kom­in með tíu pláss í meðferð og grein­ingu.“

Vís­ar hún þar einnig til fjög­urra meðferðarplássa á Stuðlum.

„En okk­ur vant­ar lang­tímameðferðar­heim­ili. Þegar það er komið þá tel ég að við gæt­um annað vand­an­um.“

Ólöf bend­ir á að á meðferðar­heim­il­inu Bjargey í Eyjaf­irði, þar sem boðið er upp á lang­tímameðferð fyr­ir stúlk­ur, séu laus pláss.

Enn er gert ráð fyr­ir að meðferðar­heim­ilið Lækj­ar­bakki verði opnað á ný í sept­em­ber eða októ­ber í Gunn­ars­holti á Rangár­völl­um, og að þá verði aft­ur hægt að bjóða upp á lang­tímameðferð fyr­ir drengi.

„Það mun létta gríðarlega á öllu þessu kerfi þegar við fáum Gunn­ars­holt. Það er búið að taka ótrú­leg­an tíma og mig hefði aldrei órað fyr­ir öll­um þess­um árekstr­um sem við höf­um lent í,“ seg­ir Ólöf.

Við leit að nýrri staðsetn­ingu hafi þau meðal ann­ars rekið sig á að sveit­ar­fé­lög hafi ekki viljað fá starf­sem­ina til sín.

„Brýnt að fókusa á báða enda“

Ólöf bend­ir á að það sé mikið inn­grip að senda barn í lang­tímameðferð og því sé mik­il­vægt að reyna all­ar aðrar leiðir fyrst.

Um 150 börn­um á ári er til að mynda veitt svo­kölluð MST-meðferð sem fer fram inni á heim­il­um barn­anna og í nærum­hverfi þeirra. Þar er oft um að ræða börn sem eru byrjuð í neyslu, brjóta af sér eða glíma við hegðun­ar­vanda.

Hún seg­ir að ár­ang­ur ná­ist með um 80 pró­sent barna í MST-meðferð en að eft­ir standi þessi 20 pró­sent.

„Ég tel ofboðslega brýnt að fókusa á báða enda. Það að bjarga barni frá því að lenda í þess­ari stöðu skipt­ir öllu máli. Þess vegna skipta for­varn­ir og inn­leiðing far­sæld­ar miklu máli. Það má ekki bara fókusa á ann­an end­ann, það verður að fókusa á hvoru tveggja,“ seg­ir Ólöf. 

Mik­il­vægt sé að fólk í nærum­hverfi barna sé meðvitað, hafi aug­un opin og sé óhrætt við að grípa inn í, ef grun­ur er um að barn sé að leiðast út á ranga braut. 

„Þegar maður skoðar mál barna sem hafa lent í kerf­inu hjá okk­ur, þyngsta hlut­an­um, þá er fullt, fullt af rauðum flögg­um sem nærum­hverfið hefði átt að grípa, löngu áður en vand­inn er orðinn svona stór. Þannig ég bind mikl­ar von­ir við að þegar að far­sæld­in er orðin inn­leidd og kom­in vel á veg, þá mun­um við fækka þess­um börn­um sem þurfa þetta mikla inn­grip og lenda með lífið sitt á þess­um stað.“



mbl.is