Gefa ekki einkunnir í tölu- eða bókstöfum

Skólakerfið í vanda | 27. júní 2025

Gefa ekki einkunnir í tölu- eða bókstöfum

Almenn ánægja virðist ríkja meðal kennara og nemenda með nýjan matsferil sem prófaður var í 26 grunnskólum um landið í vor. Þörf er á einhverjum breytingum á framkvæmd ferilsins áður en hann verður lagður fyrir grunnskólanemendur í haust en að öðru leyti virðast nemendur og kennarar sáttir við framkvæmd ferilsins.

Gefa ekki einkunnir í tölu- eða bókstöfum

Skólakerfið í vanda | 27. júní 2025

Stefnt er að því að nýr matsferill verði lagður fyrir …
Stefnt er að því að nýr matsferill verði lagður fyrir grunnskólanemendur um allt land í haust en hann á að leysa gömlu samræmdu prófin af hólmi. mbl.is/Hari

Al­menn ánægja virðist ríkja meðal kenn­ara og nem­enda með nýj­an mats­fer­il sem prófaður var í 26 grunn­skól­um um landið í vor. Þörf er á ein­hverj­um breyt­ing­um á fram­kvæmd fer­ils­ins áður en hann verður lagður fyr­ir grunn­skóla­nem­end­ur í haust en að öðru leyti virðast nem­end­ur og kenn­ar­ar sátt­ir við fram­kvæmd fer­ils­ins.

Al­menn ánægja virðist ríkja meðal kenn­ara og nem­enda með nýj­an mats­fer­il sem prófaður var í 26 grunn­skól­um um landið í vor. Þörf er á ein­hverj­um breyt­ing­um á fram­kvæmd fer­ils­ins áður en hann verður lagður fyr­ir grunn­skóla­nem­end­ur í haust en að öðru leyti virðast nem­end­ur og kenn­ar­ar sátt­ir við fram­kvæmd fer­ils­ins.

Þetta seg­ir Freyja Birg­is­dótt­ir, sviðsstjóri mats­sviðs hjá Miðstöð mennt­un­ar og skólaþjón­ustu, í sam­tali við mbl.is en stofn­un­in sér um gerð og fram­kvæmd mat­fer­ils­ins.

Tæp­lega 7.000 nem­end­ur í 4. - 10. bekk spreyttu sig á þess­um nýja mats­ferli í vor. Stefnt er að því að fer­ill­inn verði lagður fyr­ir grunn­skóla­nem­end­ur um allt land í haust en hann á að leysa gömlu sam­ræmdu próf­in af hólmi.

Hver skóli fékk skýrslu um ár­ang­ur sinna nem­enda

Nem­end­ur voru prófaðir í lesskiln­ingi og stærðfræði en greint var frá því í gær að náms­ár­ang­ur grunn­skóla­barna hér­lend­is hafi farið mjög aft­ur. Íslensk­ir nem­end­ur eru með lak­ast­an ár­ang­ur í lesskiln­ingi en skást­an í stærðfræði.

Spurð hvort sam­bæri­leg­ar niður­stöður hafi komið fram í mats­ferl­inu seg­ir Freyja að ekki hafi verið ráðist í sam­an­b­urð milli þess­ara faga en kenn­ar­ar viðkom­andi skóla geti nálg­ast þess­ar upp­lýs­ing­ar um sína nem­end­ur.

Þeir skól­ar sem tóku þátt í próf­un mat­fer­ils­ins fengu send­ar skýrsl­ur um ár­ang­ur sinna nem­enda. Skýrsl­ur voru gerðar fyr­ir hvern ár­gang fyr­ir sig og í ein­hverj­um til­fell­um fyr­ir bekki inn­an skól­anna.

Ekki gefn­ar út ein­kunn­ir í tölu- eða bók­stöf­um

Aðspurð seg­ir Freyja að nú sé verið að vinna í því hvaða niður­stöður próf­anna verða gerðar op­in­ber­ar og hverj­ar ekki þegar próf­in verða lögð fyr­ir í haust

Hún seg­ir að hver skóli muni geta séð hvernig hann stend­ur miðað við landsmeðaltal auk þess sem nem­end­ur, kenn­ar­ar og for­eldr­ar munu geta nálg­ast upp­lýs­ing­ar um hvernig nem­end­ur standa sig í sam­an­b­urði við aðra nem­end­ur á land­inu. Ekki verða gefn­ar út ein­kunn­ir í tölu- eða bók­stöf­um held­ur stuðst verður við raðein­kunn­ir og mæli­töl­ur. 

„Í framtíðinni munu kenn­ar­ar geta fengið aðgang að niður­stöðum fyr­ir sína nem­end­ur og sinn bekk allt á sama stað. Þá get­ur til dæm­is stærðfræðikenn­ari séð niður­stöður fyr­ir stærðfræði en at­hugað hvernig barnið stend­ur í lesskiln­ingi sem get­ur út­skýrt ár­ang­ur­inn í stærðfræði,“ út­skýr­ir Freyja en sveit­ar­fé­lög­in munu jafn­framt hafa aðgang að þess­um upp­lýs­ing­um. 

Niður­stöður í sam­an­b­urði við aðrar mæl­ing­ar

Ákveðið var að prófa fer­il­inn áður en hann yrði lagður fyr­ir nem­end­ur í haust. Freyja seg­ir að það hafi verið gert af ýms­um ástæðum: 

„Við vild­um prófa fram­kvæmd­ina, vera viss um að hún myndi renna ljúf­lega í gegn og að öll gögn ber­ast rétt og svo fram­veg­is. Við vild­um líka prófa nýja ra­f­ræna kerfið, hvernig nem­end­um finnst að vinna í því. Svo vild­um við líka safna stöðlun­ar­gögn­um en þar eru ald­urs­bund­in viðmið sem við get­um svo borið sam­an við ein­kunn­ir þegar prófið verður lagt fyr­ir um allt land,“ seg­ir Freyja. 

Síðustu vik­ur hafa farið í að vinna úr at­huga­semd­um kenn­ara og nem­enda sem og niður­stöðu próf­anna.

„Við höf­um verið að meta hvernig próf­in komu út, eru þau mátu­lega þung? Er eðli­leg­ur stíg­andi milli ár­ganga? Það hef­ur komið mjög vel út og við höf­um skoðað fylgni í sam­an­b­urði við aðrar mæl­ing­ar sem hef­ur líka komið vel út,“ seg­ir Freyja að lok­um. 

mbl.is