Almenn ánægja virðist ríkja meðal kennara og nemenda með nýjan matsferil sem prófaður var í 26 grunnskólum um landið í vor. Þörf er á einhverjum breytingum á framkvæmd ferilsins áður en hann verður lagður fyrir grunnskólanemendur í haust en að öðru leyti virðast nemendur og kennarar sáttir við framkvæmd ferilsins.
Almenn ánægja virðist ríkja meðal kennara og nemenda með nýjan matsferil sem prófaður var í 26 grunnskólum um landið í vor. Þörf er á einhverjum breytingum á framkvæmd ferilsins áður en hann verður lagður fyrir grunnskólanemendur í haust en að öðru leyti virðast nemendur og kennarar sáttir við framkvæmd ferilsins.
Almenn ánægja virðist ríkja meðal kennara og nemenda með nýjan matsferil sem prófaður var í 26 grunnskólum um landið í vor. Þörf er á einhverjum breytingum á framkvæmd ferilsins áður en hann verður lagður fyrir grunnskólanemendur í haust en að öðru leyti virðast nemendur og kennarar sáttir við framkvæmd ferilsins.
Þetta segir Freyja Birgisdóttir, sviðsstjóri matssviðs hjá Miðstöð menntunar og skólaþjónustu, í samtali við mbl.is en stofnunin sér um gerð og framkvæmd matferilsins.
Tæplega 7.000 nemendur í 4. - 10. bekk spreyttu sig á þessum nýja matsferli í vor. Stefnt er að því að ferillinn verði lagður fyrir grunnskólanemendur um allt land í haust en hann á að leysa gömlu samræmdu prófin af hólmi.
Nemendur voru prófaðir í lesskilningi og stærðfræði en greint var frá því í gær að námsárangur grunnskólabarna hérlendis hafi farið mjög aftur. Íslenskir nemendur eru með lakastan árangur í lesskilningi en skástan í stærðfræði.
Spurð hvort sambærilegar niðurstöður hafi komið fram í matsferlinu segir Freyja að ekki hafi verið ráðist í samanburð milli þessara faga en kennarar viðkomandi skóla geti nálgast þessar upplýsingar um sína nemendur.
Þeir skólar sem tóku þátt í prófun matferilsins fengu sendar skýrslur um árangur sinna nemenda. Skýrslur voru gerðar fyrir hvern árgang fyrir sig og í einhverjum tilfellum fyrir bekki innan skólanna.
Aðspurð segir Freyja að nú sé verið að vinna í því hvaða niðurstöður prófanna verða gerðar opinberar og hverjar ekki þegar prófin verða lögð fyrir í haust
Hún segir að hver skóli muni geta séð hvernig hann stendur miðað við landsmeðaltal auk þess sem nemendur, kennarar og foreldrar munu geta nálgast upplýsingar um hvernig nemendur standa sig í samanburði við aðra nemendur á landinu. Ekki verða gefnar út einkunnir í tölu- eða bókstöfum heldur stuðst verður við raðeinkunnir og mælitölur.
„Í framtíðinni munu kennarar geta fengið aðgang að niðurstöðum fyrir sína nemendur og sinn bekk allt á sama stað. Þá getur til dæmis stærðfræðikennari séð niðurstöður fyrir stærðfræði en athugað hvernig barnið stendur í lesskilningi sem getur útskýrt árangurinn í stærðfræði,“ útskýrir Freyja en sveitarfélögin munu jafnframt hafa aðgang að þessum upplýsingum.
Ákveðið var að prófa ferilinn áður en hann yrði lagður fyrir nemendur í haust. Freyja segir að það hafi verið gert af ýmsum ástæðum:
„Við vildum prófa framkvæmdina, vera viss um að hún myndi renna ljúflega í gegn og að öll gögn berast rétt og svo framvegis. Við vildum líka prófa nýja rafræna kerfið, hvernig nemendum finnst að vinna í því. Svo vildum við líka safna stöðlunargögnum en þar eru aldursbundin viðmið sem við getum svo borið saman við einkunnir þegar prófið verður lagt fyrir um allt land,“ segir Freyja.
Síðustu vikur hafa farið í að vinna úr athugasemdum kennara og nemenda sem og niðurstöðu prófanna.
„Við höfum verið að meta hvernig prófin komu út, eru þau mátulega þung? Er eðlilegur stígandi milli árganga? Það hefur komið mjög vel út og við höfum skoðað fylgni í samanburði við aðrar mælingar sem hefur líka komið vel út,“ segir Freyja að lokum.