Hvar er best að tjalda um helgina?

Sumarið | 27. júní 2025

Hvar er best að tjalda um helgina?

Þrátt fyrir að veðrið hafi verið grátt og vætusamt undanfarið, sérstaklega hér á höfuðborgarsvæðinu, þá er sumar og fólk farið að skella sér út á land í útilegur. Blaðamaður ferðavefs mbl.is kíkti yfir veðurspána og fann út hvar best er að tjalda þessa helgina.

Hvar er best að tjalda um helgina?

Sumarið | 27. júní 2025

Vestmannaeyjar.
Vestmannaeyjar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þrátt fyr­ir að veðrið hafi verið grátt og vætu­samt und­an­farið, sér­stak­lega hér á höfuðborg­ar­svæðinu, þá er sum­ar og fólk farið að skella sér út á land í úti­leg­ur. Blaðamaður ferðavefs mbl.is kíkti yfir veður­spána og fann út hvar best er að tjalda þessa helg­ina.

Þrátt fyr­ir að veðrið hafi verið grátt og vætu­samt und­an­farið, sér­stak­lega hér á höfuðborg­ar­svæðinu, þá er sum­ar og fólk farið að skella sér út á land í úti­leg­ur. Blaðamaður ferðavefs mbl.is kíkti yfir veður­spána og fann út hvar best er að tjalda þessa helg­ina.

Sam­kvæmt spánni eru það Vest­manna­eyj­ar sem bjóða upp á mesta stöðug­leik­ann í veðrinu um helg­ina, og því til­valið tæki­færi að skella sér þangað í góða úti­legu. Tjaldsvæðið í Vest­manna­eyj­um býður upp á allt það helsta eins og raf­magn, þvotta­vél­ar, þurrk­ara, kló­sett, sturt­ur og leik­völl fyr­ir yngstu ferðalang­ana.

Afþrey­ing fyr­ir alla fjöl­skyld­una

Í Vest­manna­eyj­um er nóg um að vera fyr­ir alla ald­urs­hópa. Hægt er að byrja dag­inn með góðri sund­ferð í Sund­laug Vest­manna­eyja, sem er sér­stak­lega vin­sæl vegna skemmti­legr­ar trampólín-renni­braut­ar. Fyr­ir þá æv­in­týra­gjörnu er upp­lagt að prófa að spranga, klífa Heimaklett eða önn­ur fal­leg fjöll eyj­unn­ar. Þá er báts­ferð í kring­um eyj­una til­val­in leið til að sjá lunda og jafn­vel hvali ef heppn­in er með.

Einnig er hægt að skella sér í fjör­hjóla­ferð í kring­um Eld­fell og auðvitað er skylda að heilsa upp á mjaldr­ana tvo, vin­sæl­astu íbúa eyj­unn­ar.

Að spranga er eitt af því sem margir prófa sem …
Að spranga er eitt af því sem marg­ir prófa sem heim­sækja Vest­manna­eyj­ar og sum­ir segja að ekki sé hægt að vaxa upp úr því að njóta þess. Ómar Óskars­son
Kristín Viðja að sinna öðrum mjaldrinum í Vestmannaeyjum.
Krist­ín Viðja að sinna öðrum mjaldr­in­um í Vest­manna­eyj­um. mbl.is

Frá­bær­ir veit­ingastaðir

Vest­manna­eyj­ar státa einnig af úr­vali frá­bærra veit­ingastaða. Gott býður upp á klass­íska rétti eins og vefj­ur, ham­borg­ara, pasta og kjö­trétti. Slipp­ur­inn sker sig úr með því að tengja sam­an gaml­ar hefðir og fersk­ar nýj­ung­ar, þar sem ís­lensk hrá­efni njóta sín í spenn­andi mat­ar­gerð. Tang­inn við höfn­ina og Pítsu­gerðin eru einnig vin­sæl­ir kost­ir. Fyr­ir þá sem lang­ar í góðgæti úr baka­ríi er upp­lagt að heim­sækja Vigt­ina bak­hús, og eft­ir góða sund­ferð eða má mæla með ísbúðinni Ey­dísi.

mbl.is