Abbas Araghchi, utanríkisráðherra Íran, fordæmdi ummæli Donalds Trumps um Ayatollah Ali Khamenei æðstaklerk Íran, á samfélagsmiðlinum X í kvöld.
Abbas Araghchi, utanríkisráðherra Íran, fordæmdi ummæli Donalds Trumps um Ayatollah Ali Khamenei æðstaklerk Íran, á samfélagsmiðlinum X í kvöld.
Abbas Araghchi, utanríkisráðherra Íran, fordæmdi ummæli Donalds Trumps um Ayatollah Ali Khamenei æðstaklerk Íran, á samfélagsmiðlinum X í kvöld.
Trump sagði fyrr í dag á samfélagsmiðlinum Truth Social að hann hefði bjargað Khamenei frá „ljótum og smánarlegum dauða“ og gaf í skyn að hann hefði beitt sér með einhverjum hætti til að koma í veg fyrir það.
Araghchi sagði í færslu á X að orðræða Trumps væri vanvirðandi og óásættanleg.
„Ef Trump forseti vill sannarlega ná samkomulagi, þá ætti hann að leggja til hliðar þann vanvirðandi og óásættanlega tón sem hann hefur notað gagnvart Ayatolla Khamenei æðstaklerki,“ segir Araghchi.