Íranir svara Trump á samfélagsmiðlum

Íranir svara Trump á samfélagsmiðlum

Abbas Araghchi, utanríkisráðherra Íran, fordæmdi ummæli Donalds Trumps um Ayatollah Ali Khamenei æðstaklerk Íran, á samfélagsmiðlinum X í kvöld.

Íranir svara Trump á samfélagsmiðlum

Donald Trump Bandaríkjaforseti | 27. júní 2025

Abbas Araghchi, utanríkisráðherra Írans.
Abbas Araghchi, utanríkisráðherra Írans. AFP

Abbas Arag­hchi, ut­an­rík­is­ráðherra Íran, for­dæmdi um­mæli Don­alds Trumps um Ayatollah Ali Khamenei æðstaklerk Íran, á sam­fé­lags­miðlin­um X í kvöld.

Abbas Arag­hchi, ut­an­rík­is­ráðherra Íran, for­dæmdi um­mæli Don­alds Trumps um Ayatollah Ali Khamenei æðstaklerk Íran, á sam­fé­lags­miðlin­um X í kvöld.

Trump sagði fyrr í dag á sam­fé­lags­miðlin­um Truth Social að hann hefði bjargað Khamenei frá „ljót­um og smán­ar­leg­um dauða“ og gaf í skyn að hann hefði beitt sér með ein­hverj­um hætti til að koma í veg fyr­ir það.

Arag­hchi sagði í færslu á X að orðræða Trumps væri van­v­irðandi og óá­sætt­an­leg.

„Ef Trump for­seti vill sann­ar­lega ná sam­komu­lagi, þá ætti hann að leggja til hliðar þann van­v­irðandi og óá­sætt­an­lega tón sem hann hef­ur notað gagn­vart Ayatolla Khamenei æðstaklerki,“ seg­ir Arag­hchi.

 

mbl.is