Atkvæðagreiðslukerfið á Alþingi er bilað. Almennt eru atkvæði greidd á þinginu með því að þrýsta á hnapp sem er á borði þingmanna, þetta kerfi er þó óvirkt sem stendur.
Atkvæðagreiðslukerfið á Alþingi er bilað. Almennt eru atkvæði greidd á þinginu með því að þrýsta á hnapp sem er á borði þingmanna, þetta kerfi er þó óvirkt sem stendur.
Atkvæðagreiðslukerfið á Alþingi er bilað. Almennt eru atkvæði greidd á þinginu með því að þrýsta á hnapp sem er á borði þingmanna, þetta kerfi er þó óvirkt sem stendur.
Þessa stundina er rætt frumvarp á þinginu sem fjallar um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Nefndarálit með breytingartillögu var útbýtt of seint og þurfti því að leita samþykkis þingmanna þess efnis að álitið yrði tekið á dagskrá.
Þegar greiða átti atkvæði fékk Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, orðið.
„Svo háttar til að atkvæðagreiðslukerfið í borði virkar ekki sem stendur og því mun þessi atkvæðagreiðsla fara fram með gamla laginu, með handauppréttingu.“
Allir viðstaddir þingmenn, 37 talsins, réttu upp hönd og studdu að taka álitið á dagskrá.