Kerfið bilað á Alþingi: Þingmenn réttu upp hönd

Alþingi | 27. júní 2025

Kerfið bilað á Alþingi: Þingmenn réttu upp hönd

Atkvæðagreiðslukerfið á Alþingi er bilað. Almennt eru atkvæði greidd á þinginu með því að þrýsta á hnapp sem er á borði þingmanna, þetta kerfi er þó óvirkt sem stendur.

Kerfið bilað á Alþingi: Þingmenn réttu upp hönd

Alþingi | 27. júní 2025

Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis. tilkynnti þingheimi að atkvæðagreiðslukerfið virkaði ekki.
Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis. tilkynnti þingheimi að atkvæðagreiðslukerfið virkaði ekki. mbl.is/Eyþór

At­kvæðagreiðslu­kerfið á Alþingi er bilað. Al­mennt eru at­kvæði greidd á þing­inu með því að þrýsta á hnapp sem er á borði þing­manna, þetta kerfi er þó óvirkt sem stend­ur.

At­kvæðagreiðslu­kerfið á Alþingi er bilað. Al­mennt eru at­kvæði greidd á þing­inu með því að þrýsta á hnapp sem er á borði þing­manna, þetta kerfi er þó óvirkt sem stend­ur.

Þessa stund­ina er rætt frum­varp á þing­inu sem fjall­ar um Jöfn­un­ar­sjóð sveit­ar­fé­laga. Nefndarálit með breyt­ing­ar­til­lögu var út­býtt of seint og þurfti því að leita samþykk­is þing­manna þess efn­is að álitið yrði tekið á dag­skrá. 

Þegar greiða átti at­kvæði fékk Þór­unn Svein­bjarn­ar­dótt­ir, for­seti Alþing­is, orðið.

„Svo hátt­ar til að at­kvæðagreiðslu­kerfið í borði virk­ar ekki sem stend­ur og því mun þessi at­kvæðagreiðsla fara fram með gamla lag­inu, með handa­upp­rétt­ingu.“

All­ir viðstadd­ir þing­menn, 37 tals­ins, réttu upp hönd og studdu að taka álitið á dag­skrá. 

mbl.is