NATO stendur sterkara eftir

Varnarmál Íslands | 27. júní 2025

NATO stendur sterkara eftir

Atlantshafsbandalagið stendur miklu sterkara eftir leiðtogafundinn í Haag að mati Alberts Jónssonar, fyrrverandi sendiherra og sérfræðings í öryggis- og varnarmálum.

NATO stendur sterkara eftir

Varnarmál Íslands | 27. júní 2025

Albert Jónsson fyrrverandi sendiherra.
Albert Jónsson fyrrverandi sendiherra. mbl.is/María Matthíasdóttir

Atlants­hafs­banda­lagið stend­ur miklu sterk­ara eft­ir leiðtoga­fund­inn í Haag að mati Al­berts Jóns­son­ar, fyrr­ver­andi sendi­herra og sér­fræðings í ör­ygg­is- og varn­ar­mál­um.

Atlants­hafs­banda­lagið stend­ur miklu sterk­ara eft­ir leiðtoga­fund­inn í Haag að mati Al­berts Jóns­son­ar, fyrr­ver­andi sendi­herra og sér­fræðings í ör­ygg­is- og varn­ar­mál­um.

Á fund­in­um samþykktu leiðtog­ar banda­lags­ríkj­anna að auka út­gjöld til varn­ar­mála upp í 3,5% af vergri lands­fram­leiðslu (VLF) og út­gjöld til varn­artengdra verk­efna upp í 1,5% af VLF fyr­ir árið 2035, eða sam­tals 5% af VLF.

Al­bert seg­ir að þessi niðurstaða hafi verið mála­miðlun á milli Banda­ríkj­anna og hinna banda­lags­ríkj­anna, sem Mark Rutte fram­kvæmda­stjóri NATO eigi veg og vanda af, þar sem Trump Banda­ríkja­for­seti hefði viljað hækka mark­miðið um út­gjöld til varn­ar­mála upp í 5%.

„En Evr­ópu­rík­in ráða ekki við það, rík­is­út­gjöld eru há og skuld­irn­ar mikl­ar og skatta­hlut­fallið er mjög hátt, þannig að það er bara mjög erfitt, svig­rúmið er ekki mikið og menn bún­ir að venja sig á það í ára­tugi að hafa þetta svona,“ seg­ir Al­bert.

Mála­miðlun Ruttes komi sér því mjög vel fyr­ir hin banda­lags­rík­in, því þau fá ríkt svig­rúm til næstu tíu ára til þess að ná mark­miðinu, ekki síst þar sem inn­an 1,5% mark­miðsins rúm­ist ýmis verk­efni sem voru þegar í fram­kvæmd og í bíg­erð.

Ísland verji ekki 3,5% af VLF til varn­ar­mála

Þegar kem­ur að Íslandi seg­ir Al­bert ljóst að við sem herlaus þjóð mun­um ekki þurfa að verja 3,5% af VLF til varn­ar­mála, en stjórn­völd hafi verið mjög skýr með það að hér verði farið í innviðaupp­bygg­ingu upp á 1,5%.

„Þetta eru auðvitað mikl­ir pen­ing­ar, ég reikna um sjö­tíu millj­arðar á ári eft­ir tíu ár. Allt þetta eru mikl­ir pen­ing­ar, en hins veg­ar er sumt af því sem þarf að gera nú þegar í bíg­erð,“ seg­ir Al­bert og nefn­ir þar Land­helg­is­gæsl­una, landa­mæra­eft­ir­lit, netör­yggi og jafn­vel hafn­ar­gerð og vega­gerð sem dæmi um hluti sem fallið geti und­ir þetta mark­mið.

Al­bert bæt­ir við að hann sé ánægður með þau skila­boð sem odd­vit­ar rík­is­stjórn­ar­inn­ar hafi sent frá sér, þar sem þeir segja að málið snú­ist um hvernig þess­um fjár­mun­um verði varið skyn­sam­lega í þá hluti sem við kunn­um best, það er hin „borg­ara­legu“ ör­ygg­is­mál.

Megi vel hrósa Trump

Al­bert seg­ir að það megi vel hrósa Trump Banda­ríkja­for­seta fyr­ir að hafa ger­breytt stöðunni hvað varðar út­gjöld Kan­ada og Evr­ópu til varn­ar­mála.

„Við eig­um nú eft­ir að sjá fram­kvæmd­ina, en stefn­an sem hef­ur verið mótuð er feiki­leg breyt­ing og mikið til að sjálf­sögðu hon­um að þakka,“ seg­ir Al­bert.

Hann bend­ir á að stríðið í Úkraínu hafi haf­ist 2014, en samt hafi leiðtog­ar Evr­ópu verið lengi að taka við sér til að bregðast við ógn­inni frá Rúss­um.

Banda­lagið standi hins veg­ar núna styrk­ari fót­um. „Og skuld­bind­ing Banda­ríkj­anna í garð banda­lags­ins er miklu skýr­ari en hún var á fyrra kjör­tíma­bili Trumps. Án Banda­ríkj­anna er þetta banda­lag í miklu veik­ari stöðu, það seg­ir sig sjálft. NATO hvíl­ir og hef­ur alla sína tíð hvílt á þátt­töku Banda­ríkj­anna. Þannig að það að taka ákvörðun um út­gjöld­in hlýt­ur að styrkja banda­lagið, m.a. vegna þess að það styrk­ir þátt­töku Banda­ríkj­anna í banda­lag­inu. NATO stend­ur því miklu sterk­ara eft­ir þenn­an fund,“ seg­ir Al­bert að lok­um.

Lesa má nán­ar um málið á bls. 15 í Morg­un­blaðinu og í Mogga-app­inu í dag.

mbl.is