Samningaþóf á þingi

Alþingi | 27. júní 2025

Samningaþóf á þingi

Þingflokksformenn á Alþingi áttu langan fund í gærkvöldi og var þingfundi frestað hvað eftir annað á meðan. Fundi var slitið rétt eftir miðnætti. Þingfundur hefst að nýju klukkan 10.

Samningaþóf á þingi

Alþingi | 27. júní 2025

Fundi var slitið rétt eftir miðnætti.
Fundi var slitið rétt eftir miðnætti. mbl.is/Ómar Óskarsson

Þing­flokks­for­menn á Alþingi áttu lang­an fund í gær­kvöldi og var þing­fundi frestað hvað eft­ir annað á meðan. Fundi var slitið rétt eft­ir miðnætti. Þing­fund­ur hefst að nýju klukk­an 10.

Þing­flokks­for­menn á Alþingi áttu lang­an fund í gær­kvöldi og var þing­fundi frestað hvað eft­ir annað á meðan. Fundi var slitið rétt eft­ir miðnætti. Þing­fund­ur hefst að nýju klukk­an 10.

Ekki er ljóst hvort þing­flokks­for­menn­irn­ir reyndu að semja um þinglok og af­greiðslu mála eða hvort aðeins var reynt að semja um að hleypa til­tekn­um mál­um í gegn þar til annað kem­ur í ljós.

Heim­ild­ir Morg­un­blaðsins herma að stjórn­ar­liðið vilji ekki heyra á annað minnst en að öll helstu stjórn­ar­mál fái af­greiðslu, en stjórn­ar­andstaðan vill fá eitt­hvað fyr­ir snúð sinn.

Óvíst er því með sátt­fýs­ina, en hót­un um að beita 71. grein þing­skapa til að stöðva all­ar umræður og ganga til at­kvæða ligg­ur í loft­inu.

Lesa má nán­ar um málið á bls. 4 í Morg­un­blaðinu og í Mogga-app­inu í dag.

mbl.is