Segist hafa bjargað lífi Khamenei

Segist hafa bjargað lífi Khamenei

Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði á samfélagsmiðlinum Truth Social í dag að hann hefði bjargað lífi Ayatollah Ali Khamenei, æðsta klerks og leiðtoga Íran, þar sem til hafi staðið að ráða hann af dögum.

Segist hafa bjargað lífi Khamenei

Donald Trump Bandaríkjaforseti | 27. júní 2025

Donald Trump Bandaríkjaforseti, og Ayatollah Ali Khamenei, æðstiklerk­ur Írans.
Donald Trump Bandaríkjaforseti, og Ayatollah Ali Khamenei, æðstiklerk­ur Írans. Samsett mynd/AFP/Charly Triballeau/Atta Kenare

Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti sagði á sam­fé­lags­miðlin­um Truth Social í dag að hann hefði bjargað lífi Ayatollah Ali Khamenei, æðsta klerks og leiðtoga Íran, þar sem til hafi staðið að ráða hann af dög­um.

Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti sagði á sam­fé­lags­miðlin­um Truth Social í dag að hann hefði bjargað lífi Ayatollah Ali Khamenei, æðsta klerks og leiðtoga Íran, þar sem til hafi staðið að ráða hann af dög­um.

„Ég bjargaði hon­um frá ljót­um og niður­lægj­andi dauða og hann ætl­ar ekki (einu sinni) að segja „Takk Trump for­seti“,“ sagði Trump.

Orðin lét Trump falla í kjöl­far þess að Khamenei hélt því fram að árás Banda­ríkja­manna á kjarn­orku­stöð í Frodo í síðustu viku hefði ekki skilað neinu. Þá hef­ur Khamenei sagt við landa sína að Íran hafi unnið átök­in.

Þessu er Trump ekki sam­mála og sak­ar Khamenei um vanþakk­læti.

Myndi hik­laust sprengja Íran aft­ur

„Ég vissi ná­kvæm­lega hvar hann dvaldi og leyfði hvorki Ísra­els­mönn­um né banda­ríska hern­um, sem er sá lang­stærsti og öfl­ug­asti í heim­in­um, að binda enda á líf hans,“ sagði Trump.

Þá bætti Trump því við að hann myndi hik­laust varpa fleiri sprengj­um á Íran ef hann kæm­ist á snoðir um að áætlan­ir um að koma upp kjarna­vopn­um væru í gangi. Eins ef sann­an­ir kæmu fram þess efn­is að fyrri árás hefði ekki skilað til­ætluðum ár­angri.

mbl.is