Skjálftar í Bárðarbungu og við Grjótárvatn

Bárðarbunga | 27. júní 2025

Skjálftar í Bárðarbungu og við Grjótárvatn

Tveir skjálftar af stærðinni 3 hafa mælst síðan í gærkvöldi. Annar þeirra mældist í Bárðarbungu og hinn við Grjótárvatn.

Skjálftar í Bárðarbungu og við Grjótárvatn

Bárðarbunga | 27. júní 2025

Við Grjótárvatn hafa stærstu skjálftarnir sem hafa mælst síðan virknin …
Við Grjótárvatn hafa stærstu skjálftarnir sem hafa mælst síðan virknin hófst 2021 verið af stærð 3,7. mbl.is/Árni Sæberg

Tveir skjálft­ar af stærðinni 3 hafa mælst síðan í gær­kvöldi. Ann­ar þeirra mæld­ist í Bárðarbungu og hinn við Grjótár­vatn.

Tveir skjálft­ar af stærðinni 3 hafa mælst síðan í gær­kvöldi. Ann­ar þeirra mæld­ist í Bárðarbungu og hinn við Grjótár­vatn.

Vakt­haf­andi veður­fræðing­ur á Veður­stofu Íslands seg­ir þetta eðli­lega virkni á báðum stöðum.

„Þetta eru staðir sem við erum vön að fá skjálfta af þess­ari stærð,“ seg­ir hann.

Geta komið mjög stór­ir skjálft­ar

Við Grjótár­vatn hafa stærstu skjálft­arn­ir sem hafa mælst síðan virkni hófst á svæðinu árið 2021 verið af stærð 3,7 en við Bárðarbungu geta komið mjög stór­ir skjálft­ar.

„Þar er nokkuð al­gengt að við sjá­um skjálfta jafn­vel 5 að stærð.“

mbl.is