Tíðindin óvænt og vaxtalækkun ósennileg

Vextir á Íslandi | 27. júní 2025

Tíðindin óvænt og vaxtalækkun ósennileg

Anna Hrefna Ingimundardóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir samtökin ekki hafa átt von á því að verðbólga myndi aukast jafn mikið og raun bar vitni. Hún segir stýrivaxtalækkun í ágúst afar ósennilega. 

Tíðindin óvænt og vaxtalækkun ósennileg

Vextir á Íslandi | 27. júní 2025

Anna Hrefna Ingimundardóttir, aðstoðarfram­kvæmda­stjóri SA.
Anna Hrefna Ingimundardóttir, aðstoðarfram­kvæmda­stjóri SA. mbl.is/Karítas

Anna Hrefna Ingi­mund­ar­dótt­ir, aðstoðarfram­kvæmda­stjóri Sam­taka at­vinnu­lífs­ins, seg­ir sam­tök­in ekki hafa átt von á því að verðbólga myndi aukast jafn mikið og raun bar vitni. Hún seg­ir stýri­vaxta­lækk­un í ág­úst afar ósenni­lega. 

Anna Hrefna Ingi­mund­ar­dótt­ir, aðstoðarfram­kvæmda­stjóri Sam­taka at­vinnu­lífs­ins, seg­ir sam­tök­in ekki hafa átt von á því að verðbólga myndi aukast jafn mikið og raun bar vitni. Hún seg­ir stýri­vaxta­lækk­un í ág­úst afar ósenni­lega. 

Verðbólga mæl­ist nú 4,2% og eykst á milli mánaða en hún mæld­ist 3,8% í lok sein­asta mánaðar. 

Mjög slæm tíðindi

„Við átt­um alls ekki von á þessu, þetta eru mjög slæm tíðindi. Aukn­ing verðbólg­unn­ar var nokkuð yfir spám grein­ing­araðila“ seg­ir Anna Hrefna í sam­tali við mbl.is.

Hún seg­ir það verða mik­il von­brigði fyr­ir allt at­vinnu­lífið ef Seðlabank­inn lækk­ar ekki vexti þegar næsta stýri­vaxta­ákvörðun verður tek­in í ág­úst. 

Vext­ir hafa verið lækkaðir í sein­ustu fimm vaxta­ákvörðunum Seðlabank­ans. Aðspurð hvort um sé að ræða bak­slag í bar­átt­unni við verðbólgu­draug­inn seg­ir Anna Hrefna svo vera. 

„Það má segja það, von­andi sjá­um við viðsnún­ing í næstu mæl­ingu en við vor­um að von­ast eft­ir því að fá góðar verðbólgu­mæl­ing­ar í aðdrag­anda næstu vaxta­ákvörðunar enda held ég að all­ir séu að bíða eft­ir því að vext­ir lækki frek­ar.“

Var­ar við að horfa til launa­vísi­tölu

„Það er erfitt að segja hvað veld­ur hækk­un­inni en það er inn­lend­ur þrýst­ing­ur. Við höf­um gagn­rýnt það að rík­is­stjórn­in sé ekki að sýna nægi­legt aðhald í rík­is­fjár­mál­um. Í þeim aðgerðum sem hún hef­ur boðað felst mikið út­gjalda­aukn­ing,“ seg­ir Anna aðspurð um það hvað hún telji valda því að verðbólga auk­ist. 

Launaþróun í land­inu tel­ur Anna einnig vera mögu­leg­an or­saka­vald, launa­vísi­tala hef­ur hækkað mikið og Seðlabank­inn hef­ur varað við launa­hækk­un­um í tengsl­um við verðbólguþróun. 

„Við bend­um á að um þess­ar mund­ir inni­held­ur launa­vísi­tal­an tvær kjara­samn­ings­bundn­ar hækk­an­ir fyr­ir marga hópa meðal ann­ars vegna tafa við gerð kjara­samn­inga. Mik­il hækk­un launa­vísi­tölu skýrist að mestu af tækni­leg­um ástæðum frem­ur en að mikið launa­skrið sé á markaðnum,“ seg­ir Anna og var­ar við því að at­vinnu­rek­end­ur horfi til vísi­töl­unn­ar við ákvörðun launa. 

mbl.is