Leynibærinn í Sviss sem þú þarft að heimsækja

Ferðaráð | 28. júní 2025

Leynibærinn í Sviss sem þú þarft að heimsækja

Morcote er lítill bær en einstaklega fallegur bær í Sviss. Morcote er staðsettur í svissneska héraðinu Ticino sem er í suðurhluta landsins. Morcote er tilvalinn staður til að slaka á og njóta. 

Leynibærinn í Sviss sem þú þarft að heimsækja

Ferðaráð | 28. júní 2025

Morcote er sannkölluð perla!
Morcote er sannkölluð perla! Antonio Sessa/Unsplash

Morcote er lít­ill bær en ein­stak­lega fal­leg­ur bær í Sviss. Morcote er staðsett­ur í sviss­neska héraðinu Tic­ino sem er í suður­hluta lands­ins. Morcote er til­val­inn staður til að slaka á og njóta. 

Morcote er lít­ill bær en ein­stak­lega fal­leg­ur bær í Sviss. Morcote er staðsett­ur í sviss­neska héraðinu Tic­ino sem er í suður­hluta lands­ins. Morcote er til­val­inn staður til að slaka á og njóta. 

Bær­inn er þekkt­ur fyr­ir fal­legt og ró­legt um­hverfi með stór­kost­legu út­sýni yfir vatnið og fjall­g­arðana milli Sviss og Ítal­íu. Fyr­ir ferðamenn er Morcote eitt af fal­leg­ustu þorp­un­um til að skoða í Sviss. Það er mikið að sjá og gera, staðir til að slaka á og frá­bær­ir veit­ingastaðir.

Bær­inn á sér ríka sögu sem nær aft­ur til Róma­veld­is­ins. Þröng­ar og krútt­leg­ar göt­ur eru ein­kenn­andi en sum­ar eru svo lít­il að ótrú­legt þykir að fólk búi þar.

Krúttleg hús einkenna bæinn.
Krútt­leg hús ein­kenna bæ­inn. Marcus Ganahl/​Unsplash

Í Morcote búa aðeins 3.500 manns og tala flest­ir heima­menn ít­ölsku. Það er mjög sjald­gæft að finna hús í Morcote þar sem þau ganga á milli kyn­slóða.

Með fal­leg­ustu þorp­um í Sviss

Morcote var kosið fal­leg­asta þorpið í Sviss árið 2016 og er staður­inn afar vin­sæll áfangastaður sviss­neskra heima­manna og ferðamanna.

Lake Lugano er með fallegri vötnum Sviss.
Lake Lugano er með fal­legri vötn­um Sviss. Marcus Ganahl/​Unsplash

Besti tím­inn til að heim­sækja Morcote er á vor­in eða sumr­in þegar veðrið er gott. Þetta eru hins veg­ar anna­sam­ustu mánuðirn­ir.

Auðveld­asta leiðin til að kom­ast til Morcote er frá borg­inni Lucote en það tek­ur rúm­ar 20 mín­út­ur að keyra þaðan til Morcote.

Hvað er hægt að gera í Morcote?

Morcote er þekkt­ur fyr­ir sína fal­legu garða sem staðsett­ir eru um allt þorpið. Garður­inn Gi­ar­dono Bot­anico Suizo er afar fal­leg­ur en þar má finna fjölda plantna og blóma frá öll­um heims­horn­um. Í garðinum er einnig safn sem hýs­ir sjald­gæfa brönugrasa.

Eitt af merk­ustu kenni­leit­um Morcote er kirkj­an Santa Maria del Sasso. Kirkj­an er staðsett á toppi bæj­ar­ins með út­sýni yfir þorpið. Kirkj­an er frá 14. öld og er stór­kost­legt dæmi um got­nesk­an bygg­ing­ar­stíl. Kirkj­an er mjög vin­sæl meðal heima­manna og ferðamanna vegna stór­brotna út­sýn­is­ins yfir vatnið og lands­lagið.

Kirkjan stendur á toppi bæjarins.
Kirkj­an stend­ur á toppi bæj­ar­ins. Henrique Fer­reira/​Unsplash

Í bæn­um eru marg­ar litl­ar göt­ur, göngu­stíg­ar og tröpp­ur í all­ar átt­ir. Ef farið er eft­ir aðal­stíg­un­um er hægt að ganga upp tröpp­urn­ar alla leið að Santa Maria del Sasso-kirkj­unni. Á hlýju su­mar­kvöldi er þetta frá­bær staður til að fylgj­ast með sól­setr­inu.

Rétt fyr­ir ofan krikj­una má finna eina af ról­um Tic­in­o's Sw­ing The World. Þetta er vin­sæl róla þar sem hún er mjög aðgengi­leg.

Krútt­leg­ar versl­an­ir

Morcote býður upp á fjölda lít­illa versl­ana og búða sem selja allt frá hefðbundn­um sviss­nesk­um minja­grip­um til hand­verksaf­urða. Það eru marg­ar versl­an­ir sem selja ein­staka hluti sem bún­ir eru til af heima­mönn­um. Gakktu þó úr skugga um að heim­sækja versl­an­irn­ar á virk­um dög­um eða á laug­ar­degi þar sem flestall­ar versl­an­ir eru lokaðar á sunnu­dög­um.

mbl.is