Þingflokksformenn við samningaborðið

Alþingi | 28. júní 2025

Þingflokksformenn við samningaborðið

Þingflokksformenn sátu enn við samningaborð þegar Morgunblaðið fór í prentun á tólfta tímanum. Fundi var slitið til þess að aðrir þingmenn kæmust heim í háttinn, en með því var stjórnin sögð vilja sýna fram á „góða trú“.

Þingflokksformenn við samningaborðið

Alþingi | 28. júní 2025

Fundur hefst á Alþingi kl. 10 í dag.
Fundur hefst á Alþingi kl. 10 í dag. mbl.is/Ólafur Árdal

Þing­flokks­for­menn sátu enn við samn­inga­borð þegar Morg­un­blaðið fór í prent­un á tólfta tím­an­um. Fundi var slitið til þess að aðrir þing­menn kæm­ust heim í hátt­inn, en með því var stjórn­in sögð vilja sýna fram á „góða trú“.

Þing­flokks­for­menn sátu enn við samn­inga­borð þegar Morg­un­blaðið fór í prent­un á tólfta tím­an­um. Fundi var slitið til þess að aðrir þing­menn kæm­ust heim í hátt­inn, en með því var stjórn­in sögð vilja sýna fram á „góða trú“.

Fund­um Alþing­is var frestað hvað eft­ir annað í gær meðan þing­flokks­for­menn freistuðu þess að semja um af­greiðslu mála á þingi. Þær þreif­ing­ar höfðu raun­ar siglt í strand í gær, þar til Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir ut­an­rík­is­ráðherra bar klæði á vopn­in í ræðustól Alþing­is, sagði að sér félli miður hve þung orð hefðu fallið á báða bóga. Af sam­töl­um við stjórn­ar­and­stöðuna skynjaði hún ein­læg­an samn­ings­vilja.

Fund­ur hefst á Alþingi kl. 10 nú í dag, en viðbúið að hon­um verði sam­stund­is frestað meðan þing­flokks­for­menn ræðast við. 

Nán­ar má lesa um málið á bls. 6 í Morg­un­blaðinu og í Mogga-app­inu í dag.

mbl.is