Tók níu ár að snúa rekstri Rásar 1 við

Dagmál | 28. júní 2025

Tók níu ár að snúa rekstri Rásar 1 við

Þegar Þröstur Helgason var ráðinn dagskrárstjóri Rásar 1 hjá Ríkisútvarpinu hafði hlustun á Rás 1 dregist mjög saman og fólki fækkað umtalsvert. Það tók hann níu ár að snúa þróuninni við.

Tók níu ár að snúa rekstri Rásar 1 við

Dagmál | 28. júní 2025

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 2:50
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 2:50
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
  • default, selected

Þegar Þröst­ur Helga­son var ráðinn dag­skrár­stjóri Rás­ar 1 hjá Rík­is­út­varp­inu hafði hlust­un á Rás 1 dreg­ist mjög sam­an og fólki fækkað um­tals­vert. Það tók hann níu ár að snúa þró­un­inni við.

Þegar Þröst­ur Helga­son var ráðinn dag­skrár­stjóri Rás­ar 1 hjá Rík­is­út­varp­inu hafði hlust­un á Rás 1 dreg­ist mjög sam­an og fólki fækkað um­tals­vert. Það tók hann níu ár að snúa þró­un­inni við.

Þröst­ur hóf sinn starfs­fer­il á Rík­is­út­varp­inu en varð síðar blaðamaður á Morg­un­blaðinu og síðan rit­stjóri Les­bók­ar blaðsins. Hann tók sér hlé frá fjöl­miðlum eft­ir að hann hætti á Morg­un­blaðinu en var svo ráðinn dag­skrár­stjóri Rás­ar 1 2014. Í viðtali í Dag­mál­um Morg­unbaðsins seg­ir hann að þegar hann tók við hafi staðið hnign­un­ar­skeið á Rás 1 tals­verðan tíma.

„Þegar ég kom þar inn hafði fólki verið fækkað mjög mikið í tveim­ur stór­um upp­sögn­um 2008 og svo aft­ur 2013 og hlust­un minnkað mjög mikið frá alda­mót­um. Ég stóð frammi fyr­ir því að gera ekki neytt og þá myndi rás­in deyja eða reyna að snúa þessu við. Ég ákvað auðvitað að gera það og það tók eig­in­lega þessi níu ár sem ég var þarna að snúa þess­um rekstri við. Hlust­un­in jókst mjög mikið, um 30%, á sama tíma og hlust­un á svona út­varps­stöðvar um út um alla Evr­ópu minnkaði stöðugt. Og ég fjölgaði starfs­fólki um helm­ing úr sex­tán í tutt­ugu og fjóra og jók fram­leiðsluna mjög mikið á vönduðu efni.

mbl.is