Þegar Þröstur Helgason var ráðinn dagskrárstjóri Rásar 1 hjá Ríkisútvarpinu hafði hlustun á Rás 1 dregist mjög saman og fólki fækkað umtalsvert. Það tók hann níu ár að snúa þróuninni við.
Þegar Þröstur Helgason var ráðinn dagskrárstjóri Rásar 1 hjá Ríkisútvarpinu hafði hlustun á Rás 1 dregist mjög saman og fólki fækkað umtalsvert. Það tók hann níu ár að snúa þróuninni við.
Þegar Þröstur Helgason var ráðinn dagskrárstjóri Rásar 1 hjá Ríkisútvarpinu hafði hlustun á Rás 1 dregist mjög saman og fólki fækkað umtalsvert. Það tók hann níu ár að snúa þróuninni við.
Þröstur hóf sinn starfsferil á Ríkisútvarpinu en varð síðar blaðamaður á Morgunblaðinu og síðan ritstjóri Lesbókar blaðsins. Hann tók sér hlé frá fjölmiðlum eftir að hann hætti á Morgunblaðinu en var svo ráðinn dagskrárstjóri Rásar 1 2014. Í viðtali í Dagmálum Morgunbaðsins segir hann að þegar hann tók við hafi staðið hnignunarskeið á Rás 1 talsverðan tíma.
„Þegar ég kom þar inn hafði fólki verið fækkað mjög mikið í tveimur stórum uppsögnum 2008 og svo aftur 2013 og hlustun minnkað mjög mikið frá aldamótum. Ég stóð frammi fyrir því að gera ekki neytt og þá myndi rásin deyja eða reyna að snúa þessu við. Ég ákvað auðvitað að gera það og það tók eiginlega þessi níu ár sem ég var þarna að snúa þessum rekstri við. Hlustunin jókst mjög mikið, um 30%, á sama tíma og hlustun á svona útvarpsstöðvar um út um alla Evrópu minnkaði stöðugt. Og ég fjölgaði starfsfólki um helming úr sextán í tuttugu og fjóra og jók framleiðsluna mjög mikið á vönduðu efni.