Tveir létust í árás á Ódessa

Úkraína | 28. júní 2025

Tveir létust í árás á Ódessa

Tveir létust og 14 særðust í árás Rússa á hafnarborgina Ódessa í nótt.

Tveir létust í árás á Ódessa

Úkraína | 28. júní 2025

Viðbragðsaðilar fundu lík tveggja í rústum íbúðarbyggingar.
Viðbragðsaðilar fundu lík tveggja í rústum íbúðarbyggingar. AFP

Tveir lét­ust og 14 særðust í árás Rússa á hafn­ar­borg­ina Ódessa í nótt.

Tveir lét­ust og 14 særðust í árás Rússa á hafn­ar­borg­ina Ódessa í nótt.

Oleg Kiper, héraðsstjóri Ódessa, greindi frá því á Tel­egram að viðbragðsaðilar hefðu fundið lík tveggja í rúst­um íbúðarbygg­ing­ar. 

Þá sagði hann að þrír af hinum 14 sem særðust hefðu verið börn. 

Í Kher­son-héraði lést einn og þrír særðust í ann­arri árás Rússa. 

„Rúss­nesk­ir her­menn gerðu árás­ir á mik­il­væga innviði, fé­lags­lega innviði og íbúðasvæði í héraðinu,“ sagði í færslu Oleks­andr Prókúdín héraðsstjóra á Tel­egram í morg­un.

Varn­ar­málaráðuneyti Rúss­lands greindi frá því að loft­varn­ar­kerfi rík­is­ins hefði skotið niður 31 úkraínska dróna í nótt. 

mbl.is