Tveir létust og 14 særðust í árás Rússa á hafnarborgina Ódessa í nótt.
Tveir létust og 14 særðust í árás Rússa á hafnarborgina Ódessa í nótt.
Tveir létust og 14 særðust í árás Rússa á hafnarborgina Ódessa í nótt.
Oleg Kiper, héraðsstjóri Ódessa, greindi frá því á Telegram að viðbragðsaðilar hefðu fundið lík tveggja í rústum íbúðarbyggingar.
Þá sagði hann að þrír af hinum 14 sem særðust hefðu verið börn.
Í Kherson-héraði lést einn og þrír særðust í annarri árás Rússa.
„Rússneskir hermenn gerðu árásir á mikilvæga innviði, félagslega innviði og íbúðasvæði í héraðinu,“ sagði í færslu Oleksandr Prókúdín héraðsstjóra á Telegram í morgun.
Varnarmálaráðuneyti Rússlands greindi frá því að loftvarnarkerfi ríkisins hefði skotið niður 31 úkraínska dróna í nótt.