Ætlar ekki að líða áframhaldandi málsókn gegn Netanjahú

Ísrael/Palestína | 29. júní 2025

Ætlar ekki að líða áframhaldandi málsókn gegn Netanjahú

Donald Trump Bandaríkjaforseti segist „ekki ætla að líða“ áframhaldandi málsókn gegn Benjamín Netanjahú fyrir spillingu.

Ætlar ekki að líða áframhaldandi málsókn gegn Netanjahú

Ísrael/Palestína | 29. júní 2025

Benjamín Netanjahú og Donald Trump í Hvíta húsinu í apríl.
Benjamín Netanjahú og Donald Trump í Hvíta húsinu í apríl. AFP

Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti seg­ist „ekki ætla að líða“ áfram­hald­andi mál­sókn gegn Benja­mín Net­anja­hú fyr­ir spill­ingu.

Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti seg­ist „ekki ætla að líða“ áfram­hald­andi mál­sókn gegn Benja­mín Net­anja­hú fyr­ir spill­ingu.

„Banda­rík­in eyða millj­örðum doll­ara á ári hverju, mun meira en all­ar aðrar þjóðir, í að vernda og styðja Ísra­el. Við líðum þetta ekki,“ sagði í færslu Trumps á miðli hans, Truth Social. 

Net­anja­hú brást við með færslu á X og þakkaði for­set­an­um. „Sam­an mun­um við gera Mið-Aust­ur­lönd frá­bær aft­ur!“

Á föstu­dag hafnaði ísra­elsk­ur dóm­stóll beiðni Net­anja­hús um að fresta skýrslu­töku yfir hon­um í spill­ing­ar­máli. Í úr­sk­urði dóm­stóls­ins sagði að Net­anja­hú hefði ekki rök­stutt beiðni sína á full­nægj­andi hátt. 

Í einu máli er Net­anja­hú og eig­in­kona hans Sara sökuð um að þiggja alls kyns lúxusvör­ur frá auðkýf­ing­um, svo sem vindla, skart­gripi og kampa­vín að and­virði meira en 260 þúsund Banda­ríkja­dali, í skipt­um fyr­ir póli­tíska greiða. 

Í tveim­ur öðrum mál­um er Net­anja­hú sakaður um að hafa reynt að semja um hag­stæða um­fjöll­un hjá tveim­ur ísra­elsk­um fjöl­miðlum. 

Net­anja­hú neit­ar sök. 

Þarf að ein­beita sér að „ör­ygg­is­mál­um

Lögmaður hans sendi inn beiðni til dóm­stóls­ins um að fresta skýrslu­töku í tvær vik­ur þar sem for­sæt­is­ráðherr­ann þyrfti að ein­beita sér að „ör­ygg­is­mál­um“. 

Á miðviku­dag kom Trump Net­anja­hú til varn­ar og sagði mál­sókn­ina á hend­ur hon­um „norna­veiðar“, sams kon­ar þeim sem hann sjálf­ur sagðist hafa þurft að þola.

Í gær lýsti hann Net­anja­hú sem „stríðshetju“ og sagði málið draga at­hygli for­sæt­is­ráðherr­ans frá samn­ingaviðræðum við Íran og Ham­as. 

mbl.is