Fjárfestingum þegar frestað víða um land

Alþingi | 29. júní 2025

Fjárfestingum þegar frestað víða um land

Ingibjörg Isaksen, þingmaður í Norðausturkjördæmi og þingflokksformaður Framsóknarflokksins, segir greinilegt að hækkun veiðigjalda snerti ekki aðeins stærstu útgerðirnar. 

Fjárfestingum þegar frestað víða um land

Alþingi | 29. júní 2025

Ólafur Adolfsson, Jens Garðar Helgason og Ingibjörg Isaksen
Ólafur Adolfsson, Jens Garðar Helgason og Ingibjörg Isaksen Samsett mynd

Ingi­björg Isak­sen, þingmaður í Norðaust­ur­kjör­dæmi og þing­flokks­formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, seg­ir greini­legt að hækk­un veiðigjalda snerti ekki aðeins stærstu út­gerðirn­ar. 

Ingi­björg Isak­sen, þingmaður í Norðaust­ur­kjör­dæmi og þing­flokks­formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, seg­ir greini­legt að hækk­un veiðigjalda snerti ekki aðeins stærstu út­gerðirn­ar. 

„Áhrif­in munu ná til tuga fyr­ir­tækja sem starfa í kring­um sjáv­ar­út­veg­inn, verk­taka, þjón­ustu­fyr­ir­tækja og ferðaþjón­ustu. Fjár­fest­ing­um hef­ur þegar verið frestað víða um land. Áhrifamat ligg­ur ekki fyr­ir á sveit­ar­fé­lög og fyr­ir­tæki sem þjón­usta út­gerðina og af því hef ég mikl­ar áhyggj­ur,“ seg­ir Ingi­björg en hún er ein þriggja þing­manna lands­byggðar­inn­ar sem mbl.is ræddi við um veiðigjalda­frum­varpið.

Frum­varpið var ekki til umræðu á þing­fundi gær­dags­ins, en næsti fund­ur hefst klukk­an 10 í fyrra­málið. Dag­skrá hans ligg­ur enn ekki fyr­ir. 

„Nýj­ar upp­lýs­ing­ar og gögn und­ir­strika mik­il­vægi ít­ar­legri áhrifagrein­inga og auk­ins sam­ráðs. Það er eng­in þörf á að flýta þessu máli óþarf­lega. Við eig­um að fela fagaðilum að vinna vel úr gögn­un­um á næstu vik­um,“ seg­ir Ingi­björg um frum­varpið. 

Verði að gefa sér tíma

Jens Garðar Helga­son, þingmaður í Norðaust­ur­kjör­dæmi og vara­formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, sagði stjórn­ar­and­stöðuna hafa kallað eft­ir því að þing­heim­ur setj­ist niður og reyni að finna sam­eig­in­lega lausn á þessu máli. Hann seg­ist vilja að þingið gefi sér tíma til að vinna frum­varpið, þar sem mikið sér und­ir. 

Hann seg­ir 26 sveit­ar­fé­lög hafa sent inn mjög al­var­leg­ar at­huga­semd­ir við frum­varpið og óskað eft­ir því að áhrif á sveit­ar­fé­lagið séu greind en það hafi ekki verið gert.

Jens seg­ir að fyr­ir­hugaðar breyt­ing­ar muni koma til með að hafa mik­il áhrif á fyr­ir­tæki í sínu kjör­dæmi og að hann hafi áhyggj­ur af rekst­araf­komu þeirra.

Þá seg­ist Jens einnig hafa áhyggj­ur af stöðnun í ný­sköp­un en hann bend­ir í því sam­hengi á um­sögn frá tæknifyr­ir­tækj­um í sjáv­ar­út­veg­in­um, þar sem þau lýstu yfir áhyggj­um af breyt­ing­un­um. 

Flókið mál

Ólaf­ur Ad­olfs­son er þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins í Norðvest­ur­kjör­dæmi. Hann seg­ir að í kjör­dæm­inu séu fyr­ir­tæki að lang­stærst­um hluta lít­il eða meðal­stór.

Ólaf­ur seg­ir breyt­ing­arn­ar vera áhyggju­efni fyr­ir fyr­ir­tæki af þeirra stærðargráðu og tel­ur því mik­il­vægt að vandað sé til verka. Hann seg­ist vera sann­færður um að breyt­ing­arn­ar sem hafi verið gerðar á frum­varp­inu hafi ekki verið nægi­leg­ar. 

„Þó að það hafi verið gerðar ákveðnar um­bæt­ur, eins og hækk­un af­slátt­anna, þá erum við engu að síður enn með frum­varp sem ég tel að þurfi að vinna meira í,“ seg­ir Ólaf­ur. 

„Auðvitað er þetta ekki ein­falt mál. Þetta er flókið mál. Það þarf að gera grein­ing­ar á öll­um þess­um út­gerðarþorp­um,“ seg­ir hann. 

„Þetta eru byggðir sem hafa verið að ná vopn­um sín­um og ná að rétta aðeins úr kútn­um og þá er þeim mætt með þessu móti. Mér finnst það um­hugs­un­ar­vert að það sé ekki vandað bet­ur til verka en hef­ur verið gert.“ 

Hækk­un af­slátta til bóta

Ólaf­ur seg­ir þó margt gott hafa gerst síðan frum­varpið var lagt fram fyrst og að at­vinnu­vega­nefnd eigi hrós skilið fyr­ir ým­is­legt eins og hækk­un af­slátta. Hún hafi þó ekki verið full sjálfs­trausts í sínu nefndaráliti, þar sem hún slái ákveðna varnagla í álit­inu.

„Þar seg­ir að ráðuneytið eigi að vera á vakt­inni gagn­vart því ef að það komi upp atriði sem að benda til þess að frum­varpið sé að hafa meiri áhrif en menn telja,“ seg­ir hann.

Ólaf­ur seg­ir að mik­il­vægt sé að búið verði þannig um ís­lensk­an sjáv­ar­út­veg að hann verði bet­ur til þess fall­inn að skapa verðmæti en í dag. „Sam­hliða því get­um við al­veg skoðað það að hækka veiðigjöld­in. Við erum föst í ein­hverju með eða á móti dæmi núna. Það græða all­ir á því að ís­lensk­ur sjáv­ar­út­veg­ur, styrk­ist ekki síst ís­lenska þjóðin,“ seg­ir Ólaf­ur. 

mbl.is