Fjölmiðlar án menningarumfjöllunar eru eins og einhvers konar áróðurstæki

Dagmál | 29. júní 2025

Fjölmiðlar án menningarumfjöllunar eru eins og einhvers konar áróðurstæki

Á undanförnum árum hefur mennuingarumfjöllun dreist saman í flestum fjöklmiðlum og sumstaðar horfið að mestu eða öllu leyti. Þröstur Helgason, sem hefur mikla reynslu af meningstarfi og -miðlun, segir að fjölmiðlar sem séu án menningarumfjöllunar orki á hann eins og einhvers konar áróðurstæki.

Fjölmiðlar án menningarumfjöllunar eru eins og einhvers konar áróðurstæki

Dagmál | 29. júní 2025

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Á und­an­förn­um árum hef­ur mennu­ing­ar­um­fjöll­un dreist sam­an í flest­um fjöklmiðlum og sumstaðar horfið að mestu eða öllu leyti. Þröst­ur Helga­son, sem hef­ur mikla reynslu af men­ing­starfi og -miðlun, seg­ir að fjöl­miðlar sem séu án menn­ing­ar­um­fjöll­un­ar orki á hann eins og ein­hvers kon­ar áróðurs­tæki.

    Á und­an­förn­um árum hef­ur mennu­ing­ar­um­fjöll­un dreist sam­an í flest­um fjöklmiðlum og sumstaðar horfið að mestu eða öllu leyti. Þröst­ur Helga­son, sem hef­ur mikla reynslu af men­ing­starfi og -miðlun, seg­ir að fjöl­miðlar sem séu án menn­ing­ar­um­fjöll­un­ar orki á hann eins og ein­hvers kon­ar áróðurs­tæki.

    Þröst­ur hóf sinn starfs­fer­il á Ríksút­varp­inu, en varð síðar blaðamaður á Morg­un­blaðinu og síðan rit­stjóri Les­bók­ar blaðsins. Hann tók sér hlé frá fjöl­miðlum eft­ir að hann hætti á Morg­un­blaðínu til að skrigfa döktors­rit­gerð en var svo ráðinn dag­skrár­stjóri Rás­ar 1 þar sem hann starfaði í níu ár. Eft­ir það rak hann, og rek­ur enn, bóka­út­gáf­una Kind og þekk­ir því menn­ing­ar­starf frá ýsm­um hliðum.

    Í viðtali í Dag­mál­um Morg­unbaðsins seg­ir Þröst­ur að al­mennt séð haldi hann að flest­ir séu að reyna að gera eins mikið og þeir geta. „Og ég þekki eng­an fjöl­miðil sem er ekki að reyna það í öllu sem hann er að gera. Og þetta er alltaf ströggl. Ég hef aldrei unnið á fjöl­miðli sem er ekki að ströggla við pen­inga­leysi og rekstr­ar­erfiðleika og rekstr­ar­um­hverfi fjöl­miðla hef­ur farið hrak­andi alla þessa öld. Blöðum hef­ur fækkað og blaðamönn­um hef­ur fækkað gríðarlega.

    Að því sögðu þá er menn­ing inni á stór­um fjöl­miðli eins og menn­ing er inni í sam­fé­lagi - rödd sem er nauðsyn­leg og sam­fé­lags­leg­ur þátt­ur sem er nauðsyn­leg­ur í öll­um sam­fé­lög­um. Það vant­ar eitt­hvað mikið í stór­an fjöl­miðil sem er ekki með menn­ing­arrýni eða um­fjöll­un um menn­ingu. Í það sæk­ir fjöl­miðill­inn nefni­lega sér oft sjálfs­mynd og þar koma nýj­ar radd­ir enda er menn­ing­in oft í ein­hvers kon­ar and­stöðu við það sem er í gangi. Miðlar sem eru án menn­ing­ar­um­fjöll­un­ar eru oft ein­ræn­ir, orka á mann eins og ein­hvers kon­ar áróðurs­tæki.

    Það gef­ur miðlum svo mikið að vera með sterka menn­ing­ar­um­fjöll­un og það síðasta sem ég myndi gera ef ég væri að reka fjöl­miðil væri að draga úr menn­ing­ar­um­fjöll­un. Það var mjög sárt þegar Les­bók­in fór frá Morg­un­blaðinu og við sjá­um það bara núna að Mogg­inn glataði stór­um hluta af sinni sjálfs­mynd með því að missa Les­bók­ina úr hönd­un­um og missa all­ar þess­ar radd­ir sem voru þar, alls kon­ar fólk sem hefði ann­ars ekk­ert skrifað í Mogg­ann.“

    mbl.is