Fylkingar berjast á banaspjót á Gasasvæðinu

Hamasliðar í Palestínu.
Hamasliðar í Palestínu. AFP/Eyad Baba

Hörð valda­bar­átta geis­ar nú á hinu stríðshrjáða Gasa­svæði. Ýmsir hóp­ar reyna að ná und­ir­tök­um á svæðinu og hef­ur tang­ar­hald Ham­as-sam­tak­anna á svæðinu rofnað þó að sam­tök­in fari að nafn­inu til enn með stjórn þar. Nær öll yf­ir­stjórn sam­tak­anna hef­ur fallið í átök­um þeirra við Ísra­el.

Eins kon­ar valdatóm hef­ur því mynd­ast á þessu en á meðal þeirra sem keppa nú um völd og áhrif á svæðinu eru ýms­ir ætt­bálk­ar, glæpa­gengi og víga­hreyf­ing­ar og hafa þau með átök­um sín­um svo gott sem skipt Gasa­svæðinu upp í nokk­ur minni smáríki.

Þó að ítök Ham­as hafi minnkað eru þó enn ýmis svæði á valdi sam­tak­anna, hlut­ar Gasa­svæðis­ins og út­hverf­in Jabaliya og Shujaiya.

Hart bar­ist um nauðsynja­vör­ur

Í frétt Guar­di­an seg­ir að harðir bar­dag­ar hafi fyrst brot­ist út milli Ham­as-liða og annarra víga­hópa í tengsl­um við út­deil­ingu mat­araðstoðar í kjöl­far þess að Ísra­els­menn lokuðu fyr­ir alla hjálp­araðstoð inn á svæðið fyrr á þessu ári.

Þegar til slíkra átaka hef­ur komið hef­ur ísra­elski her­inn gjarn­an blandað sér í mál­in. Sem dæmi lét­ust þó nokkr­ir liðsmenn lög­reglu­sveita Ham­as í síðustu viku þegar ísra­elski her­inn gerði loft­árás á bæ­inn Deir al-Balah á Gasa en þar höfðu sveit­ir Ham­as lagt hald á mat­ar­birgðir sem skæru­leiðasveit­ir höfðu stolið.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert