Fyrir hvern er gervigreind?

Dagmál | 29. júní 2025

Fyrir hvern er gervigreind?

Gervigreind er á alla vörum og er nýtt á ýmsum sviðum, þar á meðal í listsköpun, því fréttir eru af því til að mynda að gervigreind skrifi skáldsögur og búi til hljóðbækur. Rithöfundurinn Arndís Þórarinsdóttir segir að í raun hafi menn aldrei spurt sig af því fyrir hvern gervigreind sé eiginlega.

Fyrir hvern er gervigreind?

Dagmál | 29. júní 2025

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 4:25
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 4:25
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
  • default, selected

Gervi­greind er á alla vör­um og er nýtt á ýms­um sviðum, þar á meðal í list­sköp­un, því frétt­ir eru af því til að mynda að gervi­greind skrifi skáld­sög­ur og búi til hljóðbæk­ur. Rit­höf­und­ur­inn Arn­dís Þór­ar­ins­dótt­ir seg­ir að í raun hafi menn aldrei spurt sig af því fyr­ir hvern gervi­greind sé eig­in­lega.

Gervi­greind er á alla vör­um og er nýtt á ýms­um sviðum, þar á meðal í list­sköp­un, því frétt­ir eru af því til að mynda að gervi­greind skrifi skáld­sög­ur og búi til hljóðbæk­ur. Rit­höf­und­ur­inn Arn­dís Þór­ar­ins­dótt­ir seg­ir að í raun hafi menn aldrei spurt sig af því fyr­ir hvern gervi­greind sé eig­in­lega.

Arn­dís er þekkt fyr­ir bæk­ur handa börn­um, ung­menn­um og full­orðnum, en hún hef­ur einnig tjáð sig um gervi­greind. Í viðtali í Dag­mál­um seg­ir hún að með gervi­greind­inni fylg­ir ótal spurn­ing­ar og þá ekki síst sú spurn­ing fyr­ir hvern hún sé eig­in­lega. „Það sem mér finnst verst er að það hef­ur eng­inn spurt fyr­ir hvernig er þetta. Öll þessi þróun keyr­ir á ein­hverj­um óljós­um hug­mynd­um eða ljós­um um hagnað fyr­ir fá fyr­ir­tæki.

Al­menn­ing­ur hef­ur ekki verið að kalla eft­ir gervi­greind og ég held að al­menn­ing­ur vilji ekki vera milliliður á milli tveggja véla. Af því að mjög hratt verður það þannig. Það var í frétt­um í vik­unni að banda­rískt dag­blað birti grein þar sem var verið að mæla með frá­bær­um bók­um inn í sum­ar­lest­ur­inn án þess að verða þess vart að gervi­greind­in sem hafði skrifað grein­ina hafði logið upp öll­um bók­un­um í henni.

Í grein­inni seg­ir: gríp­um með ykk­ur á strönd­ina nýju bók­ina eft­ir Isa­bella Allende og síðan kem­ur bara ein­hver tit­ill sem hún hef­ur aldrei skrifað sem er bara hugarór­ar gervi­greind­ar­inn­ar. Ímynd­um okk­ur að við get­um fengið gervi­greind­ina til að hætta að ljúga og virki eins og hún á að virka, vill fólk það samt? Vill fólk fá ábend­ing­ar um les­efni frá vél?

Við höf­um líka áhyggj­ur af því að nem­end­ur séu í aukn­um mæli að nota gervi­greind í námi. Ef kenn­ar­ar eru líka farn­ir að nota gervi­greind í aukn­um mæli við kennslu, hvað er þá nám? Ef kenn­ar­inn er að fram­leiða kennslu­efni með aðstoð gervi­greind­ar og nem­end­ur eru að taka við því sömu­leiðis með aðstoð gervi­greind­ar, hvaða hlut­verki höf­um við þá að gegna þarna á milli?

Stund­um spila ég skrafl á net­inu og ef ég er í vand­ræðum hef ég stund­um laum­ast til að spyrja skrafl­hjálp­ina. Þá hugsa ég: hér er þessi þjark­ur að hjálpa mér að segja hvað ég á að segja við hinn þjarkinn sem ég er að spila við. Það er mjög skrýtið. Og það verður líka skrýtið ef þú ætl­ar að skrifa mér tölvu­póst og biður gervi­greind­ina um að skrifa hann fyr­ir þig og gervi­greind­in skrif­ar lang­an tölvu­póst og ég hugsa: ég nenni nú ekki að lesa hvað hann Árni er að þvæla núna. Hendi þér í gervi­greind­ina og bið hana: heyrðu, nenn­irðu að taka þetta sam­an fyr­ir mig og rusla upp svari líka og senda til baka? Það verður mjög skrýtið mjög hratt.“

mbl.is