Gagnrýnd fyrir ummæli á Glastonbury

Ísrael/Palestína | 29. júní 2025

Gagnrýnd fyrir ummæli á Glastonbury

Bresk pönkhljómsveit hefur verið gagnrýnd fyrir ummæli á tónlistarhátíðinni Glastonbury um Ísrael. Lögregla rannsakar nú málið.

Gagnrýnd fyrir ummæli á Glastonbury

Ísrael/Palestína | 29. júní 2025

00:00
00:00

Bresk pönk­hljóm­sveit hef­ur verið gagn­rýnd fyr­ir um­mæli á tón­list­ar­hátíðinni Gla­st­on­bury um Ísra­el. Lög­regla rann­sak­ar nú málið.

Bresk pönk­hljóm­sveit hef­ur verið gagn­rýnd fyr­ir um­mæli á tón­list­ar­hátíðinni Gla­st­on­bury um Ísra­el. Lög­regla rann­sak­ar nú málið.

Tví­menn­ing­arn­ir í Bob Vyl­an kölluðu út í áhorf­enda­fjöld­ann í gær­kvöldi: „Dauði, dauði til ísra­elska hers­ins“. Víða mátti sjá fána Palestínu í áhorf­enda­fjöld­an­um.

Ísra­elska sendi­ráðið í Bretlandi hef­ur for­dæmt um­mæli liðsmanna hljóm­sveit­ar­inn­ar og sagði þau hat­ursorðræðu. 

Þá kom norðurírska hljóm­sveit­in Kneecap einnig fram á hátíðinni í gær­kvöldi. 

Einn af liðsmönn­um Kneecap klædd­ist stutterma­bol sam­tak­anna Palest­ine Acti­on. Hljóm­sveit­in hef­ur áður vakið at­hygli fyr­ir um­deild um­mæli sín í garð Ísra­els og einnig breskra þing­manna.

Bresk stjórn­völd hafa „harðlega gagn­rýnt“ köll Bob Vyl­an sem skipu­leggj­end­ur Gla­st­on­bury hafa sagt „sann­ar­lega fara yfir strikið“. 

„Við minn­um alla þá sem koma að skipu­lagn­ingu hátíðar­inn­ar ein­dregið á að hátíðin er ekki staður fyr­ir gyðinga­hat­ur, hat­ursorðræðu né hvatn­ingu til of­beld­is,“ sagði í yf­ir­lýs­ingu Gla­st­on­bury. 

Lög­regla fer nú yfir upp­tök­ur af tón­leik­um gær­kvölds­ins „til að ákv­arða hvort ein­hver brot hafi verið fram­in sem krefjast rann­sókn­ar“.

Leiðrétt hafa verið mis­tök varðandi aðgrein­ingu á Bob Vyl­an og Kneecap.

Norður-Írska rappsveitin Kneecap kom fram á Glastobury í Bretlandi í …
Norður-Írska rappsveit­in Kneecap kom fram á Gla­stobury í Bretlandi í gær. AFP/​Oli Scarff
AFP/​Oli Scarff
AFP/​Oli Scarff
AFP/​Oli Scarff
AFP/​Oli Scarff
AFP/​Oli Scarff
mbl.is