Bresk pönkhljómsveit hefur verið gagnrýnd fyrir ummæli á tónlistarhátíðinni Glastonbury um Ísrael. Lögregla rannsakar nú málið.
Bresk pönkhljómsveit hefur verið gagnrýnd fyrir ummæli á tónlistarhátíðinni Glastonbury um Ísrael. Lögregla rannsakar nú málið.
Bresk pönkhljómsveit hefur verið gagnrýnd fyrir ummæli á tónlistarhátíðinni Glastonbury um Ísrael. Lögregla rannsakar nú málið.
Tvímenningarnir í Bob Vylan kölluðu út í áhorfendafjöldann í gærkvöldi: „Dauði, dauði til ísraelska hersins“. Víða mátti sjá fána Palestínu í áhorfendafjöldanum.
Ísraelska sendiráðið í Bretlandi hefur fordæmt ummæli liðsmanna hljómsveitarinnar og sagði þau hatursorðræðu.
Þá kom norðurírska hljómsveitin Kneecap einnig fram á hátíðinni í gærkvöldi.
Einn af liðsmönnum Kneecap klæddist stuttermabol samtakanna Palestine Action. Hljómsveitin hefur áður vakið athygli fyrir umdeild ummæli sín í garð Ísraels og einnig breskra þingmanna.
Bresk stjórnvöld hafa „harðlega gagnrýnt“ köll Bob Vylan sem skipuleggjendur Glastonbury hafa sagt „sannarlega fara yfir strikið“.
„Við minnum alla þá sem koma að skipulagningu hátíðarinnar eindregið á að hátíðin er ekki staður fyrir gyðingahatur, hatursorðræðu né hvatningu til ofbeldis,“ sagði í yfirlýsingu Glastonbury.
Lögregla fer nú yfir upptökur af tónleikum gærkvöldsins „til að ákvarða hvort einhver brot hafi verið framin sem krefjast rannsóknar“.
Leiðrétt hafa verið mistök varðandi aðgreiningu á Bob Vylan og Kneecap.