Loftárásir í kjölfar fyrirmæla um rýmingu á Gasa

Ísrael/Palestína | 29. júní 2025

Loftárásir í kjölfar fyrirmæla um rýmingu á Gasa

Ísraelsher er sagður hafa drepið 23 manns, þar af þrjú börn, í loftárásum og í skothríð í dag.

Loftárásir í kjölfar fyrirmæla um rýmingu á Gasa

Ísrael/Palestína | 29. júní 2025

Reykur rís í kjölfar loftárása Ísraelshers á Gasasvæðinu í gær.
Reykur rís í kjölfar loftárása Ísraelshers á Gasasvæðinu í gær. AFP/Bashar Taleb

Ísra­els­her er sagður hafa drepið 23 manns, þar af þrjú börn, í loft­árás­um og í skot­hríð í dag.

Ísra­els­her er sagður hafa drepið 23 manns, þar af þrjú börn, í loft­árás­um og í skot­hríð í dag.

Frá þessu grein­ir talsmaður al­manna­varna á Gasa í sam­tali við AFP-frétta­veit­una.

Hann seg­ir flesta hafa dáið í loft­árás­un­um en einn hafa verið einn skot­inn í grennd við neyðar­hjálp­ar­stöð í morg­un. Þá hafa þrír til viðbót­ar verið skotn­ir í suður­hluta Gaza.

Ísra­els­her sagðist ekki geta tjáð sig um málið við AFP að öðru leyti en að her­inn hafi verið að „upp­ræta hernaðarlega getu Ham­as“.

AFP seg­ir aðgengi fjöl­miðla á svæðinu vera veru­lega skert og því eigi frétta­veit­an erfitt með að fá staðfest­ar upp­lýs­ing­ar um tölu lát­inna á svæðinu. 

Rýma eigi hluta Gasa

Ísra­els­her gaf út til­skip­an þess efn­is að fólk skyldi koma sér frá ákveðnum svæðum á Gasa í dag, þar sem árás­ir gætu verið yf­ir­vof­andi.

Her­inn sagði á sam­fé­lags­miðlun­um X að hann myndi fara í mikl­ar aðgerðir á til­tekn­um svæðum til að upp­ræta hryðju­verk­starf­semi þar. 

Svæðin sem um ræðir eru í norður­hluta Gasa en her­inn sagði fólki að fara þaðan og í suðurátt. 

The Guar­di­an hef­ur greint frá því að ísra­elsk­ir her­menn hafi í fjöl­miðlum tjáð sig und­ir nafn­leynd um að hafa fengið fyr­ir­mæli þess efn­is að skjóta al­menna borg­ara á slík­um hjálp­ar­stöðvum. Her­inn hef­ur hins veg­ar neitað öllu slíku og hef­ur sagst ætla að rann­saka málið. 

Frétt­in hef­ur verið upp­færð

Upp­runa­lega sagði í frétt­inni að 17 hafi dáið en nýj­ar upp­lýs­ing­ar hafa leitt í ljós að 23 eru nú tald­ir hafa látið lífið.

mbl.is