Ísraelsher er sagður hafa drepið 23 manns, þar af þrjú börn, í loftárásum og í skothríð í dag.
Ísraelsher er sagður hafa drepið 23 manns, þar af þrjú börn, í loftárásum og í skothríð í dag.
Ísraelsher er sagður hafa drepið 23 manns, þar af þrjú börn, í loftárásum og í skothríð í dag.
Frá þessu greinir talsmaður almannavarna á Gasa í samtali við AFP-fréttaveituna.
Hann segir flesta hafa dáið í loftárásunum en einn hafa verið einn skotinn í grennd við neyðarhjálparstöð í morgun. Þá hafa þrír til viðbótar verið skotnir í suðurhluta Gaza.
Ísraelsher sagðist ekki geta tjáð sig um málið við AFP að öðru leyti en að herinn hafi verið að „uppræta hernaðarlega getu Hamas“.
AFP segir aðgengi fjölmiðla á svæðinu vera verulega skert og því eigi fréttaveitan erfitt með að fá staðfestar upplýsingar um tölu látinna á svæðinu.
Ísraelsher gaf út tilskipan þess efnis að fólk skyldi koma sér frá ákveðnum svæðum á Gasa í dag, þar sem árásir gætu verið yfirvofandi.
Herinn sagði á samfélagsmiðlunum X að hann myndi fara í miklar aðgerðir á tilteknum svæðum til að uppræta hryðjuverkstarfsemi þar.
Svæðin sem um ræðir eru í norðurhluta Gasa en herinn sagði fólki að fara þaðan og í suðurátt.
The Guardian hefur greint frá því að ísraelskir hermenn hafi í fjölmiðlum tjáð sig undir nafnleynd um að hafa fengið fyrirmæli þess efnis að skjóta almenna borgara á slíkum hjálparstöðvum. Herinn hefur hins vegar neitað öllu slíku og hefur sagst ætla að rannsaka málið.
Fréttin hefur verið uppfærð
Upprunalega sagði í fréttinni að 17 hafi dáið en nýjar upplýsingar hafa leitt í ljós að 23 eru nú taldir hafa látið lífið.