Sigríður Ólafsdóttir læsisfræðingur veltir því fyrir sér hverju þær sjö málstofur sem haldnar voru í kjölfar PISA-könnunarinnar 2022 hafi skilað. Margt mikilvægt hafi komið þar fram en menntayfirvöld hafa ekki brugðist við.
Sigríður Ólafsdóttir læsisfræðingur veltir því fyrir sér hverju þær sjö málstofur sem haldnar voru í kjölfar PISA-könnunarinnar 2022 hafi skilað. Margt mikilvægt hafi komið þar fram en menntayfirvöld hafa ekki brugðist við.
Sigríður Ólafsdóttir læsisfræðingur veltir því fyrir sér hverju þær sjö málstofur sem haldnar voru í kjölfar PISA-könnunarinnar 2022 hafi skilað. Margt mikilvægt hafi komið þar fram en menntayfirvöld hafa ekki brugðist við.
Þetta kemur fram í viðtali við Sigríði í Dagmálum.
„Við erum öll að gera okkar besta – en við þurfum samt að vita það og tala um það að fallið á milli 2018 og 2022, var meira heldur en fallið frá 2000 til 2018. Þannig það var meira hrun hjá íslenskum nemendum á fjórum árum heldur en á átján árum. Þetta þurfum við að ávarpa, við þurfum að ræða þetta og velta þessu fyrir okkur,“ segir Sigríður.
Sigríður, sem er dósent við menntavísindasvið Háskóla Íslands, bendir á að margt mikilvægt hafi komið fram á málstofunum sem haldnar voru í kjölfar PISA.
„En hvað höfum við gert við það? Höfum við gert eitthvað með það?“ spyr hún.
Sigríður segir ábendingar m.a. hafa komið frá nemendum sem bjuggu úti og höfðu reynslu af erlendu skólakerfi.
Þeir hafi til að mynda talað um agaleysi í skólastofum og að ekki væri jafn skýrt í íslenskum skólum hvað þyrfti að gera til að standa sig vel í námi. Menntayfirvöld hafi þó ekki brugðist við, ekki frekar en við ábendingum sérfræðinganna.