Sjö málstofur í kjölfar PISA en lítið hefur gerst

Skólakerfið í vanda | 29. júní 2025

Sjö málstofur í kjölfar PISA en lítið hefur gerst

Sigríður Ólafsdóttir læsisfræðingur veltir því fyrir sér hverju þær sjö málstofur sem haldnar voru í kjölfar PISA-könnunarinnar 2022 hafi skilað. Margt mikilvægt hafi komið þar fram en menntayfirvöld hafa ekki brugðist við.

Sjö málstofur í kjölfar PISA en lítið hefur gerst

Skólakerfið í vanda | 29. júní 2025

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Sig­ríður Ólafs­dótt­ir læsis­fræðing­ur velt­ir því fyr­ir sér hverju þær sjö mál­stof­ur sem haldn­ar voru í kjöl­far PISA-könn­un­ar­inn­ar 2022 hafi skilað. Margt mik­il­vægt hafi komið þar fram en mennta­yf­ir­völd hafa ekki brugðist við.

    Sig­ríður Ólafs­dótt­ir læsis­fræðing­ur velt­ir því fyr­ir sér hverju þær sjö mál­stof­ur sem haldn­ar voru í kjöl­far PISA-könn­un­ar­inn­ar 2022 hafi skilað. Margt mik­il­vægt hafi komið þar fram en mennta­yf­ir­völd hafa ekki brugðist við.

    Þetta kem­ur fram í viðtali við Sig­ríði í Dag­mál­um. 

    „Við erum öll að gera okk­ar besta – en við þurf­um samt að vita það og tala um það að fallið á milli 2018 og 2022, var meira held­ur en fallið frá 2000 til 2018. Þannig það var meira hrun hjá ís­lensk­um nem­end­um á fjór­um árum held­ur en á átján árum. Þetta þurf­um við að ávarpa, við þurf­um að ræða þetta og velta þessu fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Sig­ríður.

    „Þannig það var meira hrun hjá íslenskum nemendum á fjórum …
    „Þannig það var meira hrun hjá ís­lensk­um nem­end­um á fjór­um árum held­ur en á átján árum. Þetta þurf­um við að ávarpa, við þurf­um að ræða þetta og velta þessu fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Sig­ríður. mbl.is/​Karítas

    Aga­leysi og óskýr­ar vænt­ing­ar

    Sig­ríður, sem er dós­ent við menntavís­inda­svið Há­skóla Íslands, bend­ir á að margt mik­il­vægt hafi komið fram á mál­stof­un­um sem haldn­ar voru í kjöl­far PISA. 

    „En hvað höf­um við gert við það? Höf­um við gert eitt­hvað með það?“ spyr hún.

    Sig­ríður seg­ir ábend­ing­ar m.a. hafa komið frá nem­end­um sem bjuggu úti og höfðu reynslu af er­lendu skóla­kerfi.

    Þeir hafi til að mynda talað um aga­leysi í skóla­stof­um og að ekki væri jafn skýrt í ís­lensk­um skól­um hvað þyrfti að gera til að standa sig vel í námi. Mennta­yf­ir­völd hafi þó ekki brugðist við, ekki frek­ar en við ábend­ing­um sér­fræðing­anna.

    mbl.is