Borgin lokar deild Brúarskóla á BUGL

Skólakerfið í vanda | 30. júní 2025

Borgin lokar deild Brúarskóla á BUGL

Reykjavíkurborg hefur lokað starfsstöð Brúarskóla við Dalbraut sem sinnir viðkvæmum hópi barna og ungmenna á barna- og unglingageðdeild Landspítalans (BUGL).

Borgin lokar deild Brúarskóla á BUGL

Skólakerfið í vanda | 30. júní 2025

Skólaskylda er á Íslandi fyrir börn á aldrinum 6 til …
Skólaskylda er á Íslandi fyrir börn á aldrinum 6 til 16 ára. mbl.is/Karítas

Reykja­vík­ur­borg hef­ur lokað starfs­stöð Brú­ar­skóla við Dal­braut sem sinn­ir viðkvæm­um hópi barna og ung­menna á barna- og ung­linga­geðdeild Land­spít­al­ans (BUGL).

Reykja­vík­ur­borg hef­ur lokað starfs­stöð Brú­ar­skóla við Dal­braut sem sinn­ir viðkvæm­um hópi barna og ung­menna á barna- og ung­linga­geðdeild Land­spít­al­ans (BUGL).

Sam­kvæmt heim­ild­um Morg­un­blaðsins var skóla­stjóri Brú­ar­skóla kallaður úr sum­ar­fríi í síðustu viku til að segja upp kenn­ur­um starfs­stöðvar­inn­ar, sem voru tveir.

Borg­in gerði út­tekt á Brú­ar­skóla í vet­ur og voru ráðgjaf­ar fyr­ir­tæk­is­ins KPMG send­ir til að kanna aðstæður og ræða við kenn­ara. Úttekt­in var ekki gerð í sam­ráði við BUGL eða Land­spít­al­ann.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Land­spít­al­an­um hyggj­ast stjórn­end­ur óska eft­ir fundi með borg­inni í vik­unni, en fregn­ir af breyt­ing­um bár­ust ekki fyrr en í síðustu viku.

Steinn Jó­hanns­son, sviðsstjóri skóla- og frí­stunda­sviðs, vildi ekki tjá sig um málið er Morg­un­blaðið óskaði eft­ir viðtali en sagði sviðið vera að end­ur­skoða starfs­stöðvar Brú­ar­skóla og að verið væri að ganga frá ákveðnum breyt­ing­um.

Kann­ast ekki við málið

Í fjár­hags­áætl­un borg­ar­inn­ar sem lögð var fram 31. októ­ber 2024 kem­ur fram að skera ætti fram­lög til Brú­ar­skóla niður um 30 til 34 millj­ón­ir. Ekki komu fram frek­ari lýs­ing­ar á því hvernig niður­skurður­inn yrði út­færður.

Helga Þórðardótt­ir, odd­viti Flokks fólks­ins og formaður skóla- og frí­stundaráðs, kannaðist hvorki við lok­un­ina né upp­sagn­irn­ar þegar Morg­un­blaðið leitaði viðbragða. Hún sagði að málið hefði ekki verið rætt á fund­um ráðsins. Þá hafði Marta Guðjóns­dótt­ir, borg­ar­full­trúi Sjálf­stæðis­flokks­ins í skóla- og frí­stundaráði, held­ur ekki heyrt af lok­un­inni þegar Morg­un­blaðið sló á þráðinn í gær.

Sam­kvæmt heim­ild­um blaðsins hef­ur Land­spít­al­inn ekki fengið svör frá borg­inni um hvernig og hvar börn­in munu stunda nám í haust. Skóla­skylda er á Íslandi frá 6 til 16 ára ald­urs. Í mennta­stefnu borg­ar­inn­ar seg­ir að mik­il­vægt sé að tryggja jöfn tæki­færi og aðgang barna að námi og starfi í sam­ræmi við áhuga þeirra og hæfi­leika. Í 17. gr. grunn­skóla­laga seg­ir jafn­framt að „nem­end­ur sem að mati lækn­is geta ekki sótt skóla vegna slyss eða langvar­andi veik­inda eiga rétt á sjúkra­kennslu annaðhvort á heim­ili sínu eða á sjúkra­stofn­un“.

Heiða Björg Hilm­is­dótt­ir borg­ar­stjóri vildi ekki ræða við Morg­un­blaðið um lok­un­ina en vísaði á einn af upp­lýs­inga­full­trú­um Reykja­vík­ur­borg­ar.

Eva Bergþóra Guðbergs­dótt­ir upp­lýs­inga­full­trúi hélt því fram að ekk­ert þjón­usturof yrði þrátt fyr­ir að kenn­ur­un­um hefði verið sagt upp. 

Nán­ar má lesa um málið á bls. 10 í Morg­un­blaðinu og í Mogga-app­inu í dag.

mbl.is