Íslenska djasssöngkonan Laufey Lín Jónsdóttir tróð í fyrsta skiptið upp á bresku tónlistarhátíðinni Glastonbury um helgina.
Íslenska djasssöngkonan Laufey Lín Jónsdóttir tróð í fyrsta skiptið upp á bresku tónlistarhátíðinni Glastonbury um helgina.
Íslenska djasssöngkonan Laufey Lín Jónsdóttir tróð í fyrsta skiptið upp á bresku tónlistarhátíðinni Glastonbury um helgina.
Hún kom fram með hinum ameríska söngvara Noah Kahan og söng lagið Call Your Mom ásamt honum. Lagið er frábrugðið því sem hún hefur sjálf gefið út hingað til en áhorfendur virtust mjög ánægðir með flutninginn.
Kahan hefur slegið í gegn, líkt og Laufey, frá því hann kom fram á sjónarsviðið árið 2017. Hann syngur og spilar á hljóðfæri eins og gítar, banjó og mandólín.
Laufey deildi skemmtilegu myndskeiði af flutningnum á Instagram.
„Fyrsta skiptið á Glastonbury var sérstakt, þökk sé Noah Kahan, sem leyfði mér að stökkva til sín á sviðið fyrir lag í kvöld,“ skrifaði hún á samfélagsmiðla.