Laufey í fyrsta sinn á Glastonbury

Poppkúltúr | 30. júní 2025

Laufey í fyrsta sinn á Glastonbury

Íslenska djasssöngkonan Laufey Lín Jónsdóttir tróð í fyrsta skiptið upp á bresku tónlistarhátíðinni Glastonbury um helgina. 

Laufey í fyrsta sinn á Glastonbury

Poppkúltúr | 30. júní 2025

Laufey Lín söng lagið Call your mom ásamt Noah Kahan.
Laufey Lín söng lagið Call your mom ásamt Noah Kahan. Samsett mynd

Íslenska djass­söng­kon­an Lauf­ey Lín Jóns­dótt­ir tróð í fyrsta skiptið upp á bresku tón­list­ar­hátíðinni Gla­st­on­bury um helg­ina. 

Íslenska djass­söng­kon­an Lauf­ey Lín Jóns­dótt­ir tróð í fyrsta skiptið upp á bresku tón­list­ar­hátíðinni Gla­st­on­bury um helg­ina. 

Hún kom fram með hinum am­er­íska söngv­ara Noah Kah­an og söng lagið Call Your Mom ásamt hon­um. Lagið er frá­brugðið því sem hún hef­ur sjálf gefið út hingað til en áhorf­end­ur virt­ust mjög ánægðir með flutn­ing­inn. 

Kah­an hef­ur slegið í gegn, líkt og Lauf­ey, frá því hann kom fram á sjón­ar­sviðið árið 2017. Hann syng­ur og spil­ar á hljóðfæri eins og gít­ar, banjó og mandó­lín. 

Lauf­ey deildi skemmti­legu mynd­skeiði af flutn­ingn­um á In­sta­gram. 

„Fyrsta skiptið á Gla­st­on­bury var sér­stakt, þökk sé Noah Kah­an, sem leyfði mér að stökkva til sín á sviðið fyr­ir lag í kvöld,“ skrifaði hún á sam­fé­lags­miðla.

View this post on In­sta­gram

A post shared by lauf­ey (@lauf­ey)

mbl.is