Forsætisráðherra Ísraels, Benjamin Netanjahú, mun heimsækja Hvíta húsið í næstu viku til þess að ræða við Donald Trump Bandaríkjaforseta.
Forsætisráðherra Ísraels, Benjamin Netanjahú, mun heimsækja Hvíta húsið í næstu viku til þess að ræða við Donald Trump Bandaríkjaforseta.
Forsætisráðherra Ísraels, Benjamin Netanjahú, mun heimsækja Hvíta húsið í næstu viku til þess að ræða við Donald Trump Bandaríkjaforseta.
Þrýsingur á Ísrael af hálfu Trumps um vopnahlé á Gasa hefur aukist mjög upp á síðkastið.
Heimsókn Netanjahús verður sú þriðja síðan Trump sneri aftur í Hvíta húsið í janúar, en í gær kallaði Trump eftir vopnahléi á Gasa í færslu á Truth Social.
Nafnlaus trúnaðarmaður AFP innan bandarísku ríkisstjórnarinnar staðfestir þetta.
Á fjölmiðlafundi fyrr í dag sagði fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, Karoline Leavitt, að það að binda enda á stríðið á Gasa hafi verið forgangsatriði fyrir Trump síðan hann tók við embætti.
„Það er sorglegt að sjá myndirnar sem borist hafa frá bæði Ísrael og Gasa síðan stríðið hófst og forsetinn vill sjá því ljúka.“
Endalok átakanna milli Ísraels og Írans hafa opnað á tækifæri til samningaviðræðna, en Trump hefur augastað á því að bæta einu friðarsamkomulagi til viðbótar við lista yfir þau sem hann hefur nýlega staðið fyrir.
„Við gætum náð að semja um vopnahlé í næstu viku,“ sagði Trump við blaðamenn á föstudaginn var.