Netanjahú heimsækir Hvíta húsið í næstu viku

Ísrael/Palestína | 30. júní 2025

Netanjahú heimsækir Hvíta húsið í næstu viku

Forsætisráðherra Ísraels, Benjamin Netanjahú, mun heimsækja Hvíta húsið í næstu viku til þess að ræða við Donald Trump Bandaríkjaforseta.

Netanjahú heimsækir Hvíta húsið í næstu viku

Ísrael/Palestína | 30. júní 2025

Heimsóknin verður þriðja heimsókn Netanjahús til Bandaríkjanna á árinu.
Heimsóknin verður þriðja heimsókn Netanjahús til Bandaríkjanna á árinu. AFP/Brendan Smialowski

For­sæt­is­ráðherra Ísra­els, Benjam­in Net­anja­hú, mun heim­sækja Hvíta húsið í næstu viku til þess að ræða við Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seta.

For­sæt­is­ráðherra Ísra­els, Benjam­in Net­anja­hú, mun heim­sækja Hvíta húsið í næstu viku til þess að ræða við Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seta.

Þrýs­ing­ur á Ísra­el af hálfu Trumps um vopna­hlé á Gasa hef­ur auk­ist mjög upp á síðkastið.

Vill sjá stríðinu ljúka

Heim­sókn Net­anja­hús verður sú þriðja síðan Trump sneri aft­ur í Hvíta húsið í janú­ar, en í gær kallaði Trump eft­ir vopna­hléi á Gasa í færslu á Truth Social.

Nafn­laus trúnaðarmaður AFP inn­an banda­rísku rík­is­stjórn­ar­inn­ar staðfest­ir þetta.

Á fjöl­miðlafundi fyrr í dag sagði fjöl­miðlafull­trúi Hvíta húss­ins, Karol­ine Lea­vitt, að það að binda enda á stríðið á Gasa hafi verið for­gangs­atriði fyr­ir Trump síðan hann tók við embætti. 

„Það er sorg­legt að sjá mynd­irn­ar sem borist hafa frá bæði Ísra­el og Gasa síðan stríðið hófst og for­set­inn vill sjá því ljúka.“

Leavitt segir það forgangsatriði fyrir Trump að binda enda á …
Lea­vitt seg­ir það for­gangs­atriði fyr­ir Trump að binda enda á stríðið. AFP/​Andrew Ca­ballero-Reynolds

Tæki­færi til samn­ingaviðræðna

Enda­lok átak­anna milli Ísra­els og Írans hafa opnað á tæki­færi til samn­ingaviðræðna, en Trump hef­ur augastað á því að bæta einu friðarsam­komu­lagi til viðbót­ar við lista yfir þau sem hann hef­ur ný­lega staðið fyr­ir.

„Við gæt­um náð að semja um vopna­hlé í næstu viku,“ sagði Trump við blaðamenn á föstu­dag­inn var.

mbl.is