Sigmar Guðmundsson, þingflokksformaður Viðreisnar, og Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hvöttu til þess að forystumenn þingflokkanna á Alþingi ræði saman og reyni að leita lausna á þeirri pattstöðu sem nú ríkir í samningaviðræðum um þinglok.
Sigmar Guðmundsson, þingflokksformaður Viðreisnar, og Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hvöttu til þess að forystumenn þingflokkanna á Alþingi ræði saman og reyni að leita lausna á þeirri pattstöðu sem nú ríkir í samningaviðræðum um þinglok.
Sigmar Guðmundsson, þingflokksformaður Viðreisnar, og Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hvöttu til þess að forystumenn þingflokkanna á Alþingi ræði saman og reyni að leita lausna á þeirri pattstöðu sem nú ríkir í samningaviðræðum um þinglok.
Sigmar tók málið upp í störfum þingsins og lagði áherslu á að þingmenn ættu að lækka spennustigið
„Ég var gagnrýndur í gær þegar ég sagði að nú væri hollt að lækka spennustigið hér í salnum. Ég held að stjórn og stjórnarandstaða, ekki síst kannski við þingflokksformenn og fleiri, ættum við kannski að vinna aðeins meira með þau orð frekar en að gagnrýna þau,“ sagði hann.
Sigmar viðurkenndi að dagskrárvaldið væri í höndum forseta Alþingis, Þórunnar Sveinbjarnardóttur, og lagði áherslu á að unnið yrði að lausn.
„Alþingi Íslendinga er ekki á góðum stað akkúrat núna. Ég vona að það ágæta samtal þingflokksformanna sem var um helgina geti haldið áfram og við getum þá í raun og veru lokið störfum Alþingis með þeirri reisn sem Alþingi á skilið.“
Skömmu síðar tók Guðlaugur Þór undir með Sigmari og lagði einnig áherslu á nauðsyn samtals.
„Já, virðulegi forseti, ég vil taka undir með háttvirtum þingmanni Sigmari Guðmundssyni þar sem hann segir að það væri skynsamlegt fyrir forystumenn flokkanna og þingflokkanna að tala saman. Hér er verið að tala um að það sé að verða Íslandsmet í umræðu um eitt mál, ég veit það ekki. Ég veit hins vegar að þetta er Íslandsmet í því að tala ekki saman milli forystumanna flokkanna í þinglokum. Ég fullyrði það,“ sagði Guðlaugur Þór.
Hann sagði mikilvægt að reyna að finna lausnir og benti á að dagskráin væri á forræði ríkisstjórnarinnar. Guðlaugur Þór tók einnig undir með Sigurði Inga Jóhannssyni, formanni Framsóknarflokksins, um að staðan væri grafalvarleg.
„Þegar meira að segja ríkisstjórnin veit ekki hver staðan á fjármálaáætluninni er þegar hæstvirtur ráðherra er enn þá með þá hugmynd í kollinum að hér séu á leiðinni einhver hallalaus fjárlög, eins og var sagt á blaðamannafundi,“ sagði hann og vísaði í fyrri ummæli Jóhanns Páls Jóhannssonar, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, sem fullyrti í ræðu skömmu á undan að fjárlög yrðu hallalaus árið 2027.
Guðlaugur Þór sagði mikilvægt að þessi stóru mál yrðu rædd með yfirvegun. „Við verðum að ræða þetta og það þýðir ekkert að gera það á einhverjum tveim tímum.“