„Alþingi Íslendinga er ekki á góðum stað“

Alþingi | 1. júlí 2025

„Alþingi Íslendinga er ekki á góðum stað“

Sigmar Guðmundsson, þingflokksformaður Viðreisnar, og Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hvöttu til þess að forystumenn þingflokkanna á Alþingi ræði saman og reyni að leita lausna á þeirri pattstöðu sem nú ríkir í samningaviðræðum um þinglok.

„Alþingi Íslendinga er ekki á góðum stað“

Alþingi | 1. júlí 2025

Guðlaugur og Sigmar tóku til máls undir liðnum störf þingsins.
Guðlaugur og Sigmar tóku til máls undir liðnum störf þingsins. Samsett mynd/mbl.is/Eyþór/Karítas

Sig­mar Guðmunds­son, þing­flokks­formaður Viðreisn­ar, og Guðlaug­ur Þór Þórðar­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, hvöttu til þess að for­ystu­menn þing­flokk­anna á Alþingi ræði sam­an og reyni að leita lausna á þeirri patt­stöðu sem nú rík­ir í samn­ingaviðræðum um þinglok.

Sig­mar Guðmunds­son, þing­flokks­formaður Viðreisn­ar, og Guðlaug­ur Þór Þórðar­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, hvöttu til þess að for­ystu­menn þing­flokk­anna á Alþingi ræði sam­an og reyni að leita lausna á þeirri patt­stöðu sem nú rík­ir í samn­ingaviðræðum um þinglok.

Sig­mar tók málið upp í störf­um þings­ins og lagði áherslu á að þing­menn ættu að lækka spennu­stigið

„Ég var gagn­rýnd­ur í gær þegar ég sagði að nú væri hollt að lækka spennu­stigið hér í saln­um. Ég held að stjórn og stjórn­ar­andstaða, ekki síst kannski við þing­flokks­for­menn og fleiri, ætt­um við kannski að vinna aðeins meira með þau orð frek­ar en að gagn­rýna þau,“ sagði hann.

Dag­skrár­valdið í hönd­um for­seta Alþing­is

Sig­mar viður­kenndi að dag­skrár­valdið væri í hönd­um for­seta Alþing­is, Þór­unn­ar Svein­bjarn­ar­dótt­ur, og lagði áherslu á að unnið yrði að lausn.

„Alþingi Íslend­inga er ekki á góðum stað akkúrat núna. Ég vona að það ágæta sam­tal þing­flokks­formanna sem var um helg­ina geti haldið áfram og við get­um þá í raun og veru lokið störf­um Alþing­is með þeirri reisn sem Alþingi á skilið.“

Skömmu síðar tók Guðlaug­ur Þór und­ir með Sig­mari og lagði einnig áherslu á nauðsyn sam­tals.

„Já, virðulegi for­seti, ég vil taka und­ir með hátt­virt­um þing­manni Sig­mari Guðmunds­syni þar sem hann seg­ir að það væri skyn­sam­legt fyr­ir for­ystu­menn flokk­anna og þing­flokk­anna að tala sam­an. Hér er verið að tala um að það sé að verða Íslands­met í umræðu um eitt mál, ég veit það ekki. Ég veit hins veg­ar að þetta er Íslands­met í því að tala ekki sam­an milli for­ystu­manna flokk­anna í þinglok­um. Ég full­yrði það,“ sagði Guðlaug­ur Þór.

Rík­is­stjórn­in viti ekki stöðuna á fjár­mála­áætl­un

Hann sagði mik­il­vægt að reyna að finna lausn­ir og benti á að dag­skrá­in væri á for­ræði rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Guðlaug­ur Þór tók einnig und­ir með Sig­urði Inga Jó­hanns­syni, for­manni Fram­sókn­ar­flokks­ins, um að staðan væri grafal­var­leg.

„Þegar meira að segja rík­is­stjórn­in veit ekki hver staðan á fjár­mála­áætl­un­inni er þegar hæst­virt­ur ráðherra er enn þá með þá hug­mynd í koll­in­um að hér séu á leiðinni ein­hver halla­laus fjár­lög, eins og var sagt á blaðamanna­fundi,“ sagði hann og vísaði í fyrri um­mæli Jó­hanns Páls Jó­hanns­son­ar, um­hverf­is-, orku- og lofts­lags­ráðherra, sem full­yrti  í ræðu skömmu á und­an að fjár­lög yrðu halla­laus árið 2027.

Guðlaug­ur Þór sagði mik­il­vægt að þessi stóru mál yrðu rædd með yf­ir­veg­un. „Við verðum að ræða þetta og það þýðir ekk­ert að gera það á ein­hverj­um tveim tím­um.“

mbl.is