Fylgi Samfylkingar ekki verið meira í 16 ár

Alþingi | 1. júlí 2025

Fylgi Samfylkingar ekki verið meira í 16 ár

Samfylkingin mælist með meira fylgi en flokkurinn hefur mælst með í rúm 16 ár. Fylgi bæði Viðreisnar og Flokks fólksins dalar hins vegar.

Fylgi Samfylkingar ekki verið meira í 16 ár

Alþingi | 1. júlí 2025

Samfylkingin hefur ekki mælst með meira fylgi í rúm 16 …
Samfylkingin hefur ekki mælst með meira fylgi í rúm 16 ár. mbl.is/Eyþór

Sam­fylk­ing­in mæl­ist með meira fylgi en flokk­ur­inn hef­ur mælst með í rúm 16 ár. Fylgi bæði Viðreisn­ar og Flokks fólks­ins dal­ar hins veg­ar.

Sam­fylk­ing­in mæl­ist með meira fylgi en flokk­ur­inn hef­ur mælst með í rúm 16 ár. Fylgi bæði Viðreisn­ar og Flokks fólks­ins dal­ar hins veg­ar.

Þetta kem­ur fram í nýj­um þjóðar­púlsi Gallup en Rík­is­út­varpið grein­ir frá. 

Sam­fylk­ing­in mæl­ist nú með 31,8 pró­sent og eyk­ur fylgi sitt um rúmt pró­sentu­stig á milli mánaða. Flokk­ur­inn mæld­ist síðast með meira fylgi í apríl 2009. 

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn er næst stærsti flokk­ur­inn sam­kvæmt Þjóðar­púls­in­um en flokk­ur­inn dal­ar þó á milli mánaða og mæl­ist nú með 20,6 pró­sent sem er pró­sentu­stigi lægra en fyr­ir mánuði síðan. 

Fylgi Viðreisn­ar dal­ar sömu­leiðis og mæl­ist nú 13,7 pró­sent. Miðflokk­ur­inn bæt­ir hins veg­ar vel við sig á milli mánaða og fær 10,7 pró­sent, tveim­ur pró­sent­um meira en fyr­ir mánuði síðan. 

Flokk­ur fólks­ins mæl­ist með ein­ung­is 6,5 pró­sent sem er pró­sentu­stigi lægra en fyr­ir mánuði en fyrr í dag birt­ist könn­un Maskínu þar sem kom fram að dræm ánægja er með störf flokks­ins meðal kjós­enda Viðreisn­ar og Sam­fylk­ing­ar. 

Staða Sigurðar Inga er slæm.
Staða Sig­urðar Inga er slæm. mbl.is/​Eyþór

Fylgi Fram­sókn­ar botn­frosið

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn held­ur áfram að mæl­ast með fylgi rétt við fimm pró­senta þrösk­uld­inn en fylgið í þetta sinn mæl­ist 5,6 pró­sent sem er sam­bæri­legt og í sein­asta mánuði. 

Aðrir flokk­ar mæl­ast ekki inn á þingi en Pírat­ar mæl­ast stærst­ir þeirra flokka sem eru utan þings, fylgi Pírata er 4,1 pró­sent. Fylgi Sósí­al­ista­flokks­ins hef­ur lækkað mikið frá því að hall­ar­bylt­ing var gerð á aðal­fundi fyrr í sum­ar en flokk­ur­inn mæl­ist nú með 3,3 pró­sent. 

Vinstri Græn­ir mæl­ast lægst­ir og eru með 3,2 pró­sent. 

mbl.is