Samfylkingin mælist með meira fylgi en flokkurinn hefur mælst með í rúm 16 ár. Fylgi bæði Viðreisnar og Flokks fólksins dalar hins vegar.
Samfylkingin mælist með meira fylgi en flokkurinn hefur mælst með í rúm 16 ár. Fylgi bæði Viðreisnar og Flokks fólksins dalar hins vegar.
Samfylkingin mælist með meira fylgi en flokkurinn hefur mælst með í rúm 16 ár. Fylgi bæði Viðreisnar og Flokks fólksins dalar hins vegar.
Þetta kemur fram í nýjum þjóðarpúlsi Gallup en Ríkisútvarpið greinir frá.
Samfylkingin mælist nú með 31,8 prósent og eykur fylgi sitt um rúmt prósentustig á milli mánaða. Flokkurinn mældist síðast með meira fylgi í apríl 2009.
Sjálfstæðisflokkurinn er næst stærsti flokkurinn samkvæmt Þjóðarpúlsinum en flokkurinn dalar þó á milli mánaða og mælist nú með 20,6 prósent sem er prósentustigi lægra en fyrir mánuði síðan.
Fylgi Viðreisnar dalar sömuleiðis og mælist nú 13,7 prósent. Miðflokkurinn bætir hins vegar vel við sig á milli mánaða og fær 10,7 prósent, tveimur prósentum meira en fyrir mánuði síðan.
Flokkur fólksins mælist með einungis 6,5 prósent sem er prósentustigi lægra en fyrir mánuði en fyrr í dag birtist könnun Maskínu þar sem kom fram að dræm ánægja er með störf flokksins meðal kjósenda Viðreisnar og Samfylkingar.
Framsóknarflokkurinn heldur áfram að mælast með fylgi rétt við fimm prósenta þröskuldinn en fylgið í þetta sinn mælist 5,6 prósent sem er sambærilegt og í seinasta mánuði.
Aðrir flokkar mælast ekki inn á þingi en Píratar mælast stærstir þeirra flokka sem eru utan þings, fylgi Pírata er 4,1 prósent. Fylgi Sósíalistaflokksins hefur lækkað mikið frá því að hallarbylting var gerð á aðalfundi fyrr í sumar en flokkurinn mælist nú með 3,3 prósent.
Vinstri Grænir mælast lægstir og eru með 3,2 prósent.