Jón Gnarr hyggst skrópa úr vinnunni

Alþingi | 1. júlí 2025

Jón Gnarr hyggst skrópa úr vinnunni

Jón Gnarr, þingmaður Viðreisnar, hyggst ekki mæta í vinnuna á Alþingi í dag heldur hefur hann fleiri hluti að gera eins og að labba með hundinn, hitta fjölskylduna og fara í Bauhaus.

Jón Gnarr hyggst skrópa úr vinnunni

Alþingi | 1. júlí 2025

Jón Gnarr gerir grín að stjórnarandstöðunni.
Jón Gnarr gerir grín að stjórnarandstöðunni. mbl.is/Eyþór

Jón Gn­arr, þingmaður Viðreisn­ar, hyggst ekki mæta í vinn­una á Alþingi í dag held­ur hef­ur hann fleiri hluti að gera eins og að labba með hund­inn, hitta fjöl­skyld­una og fara í Bauhaus.

Jón Gn­arr, þingmaður Viðreisn­ar, hyggst ekki mæta í vinn­una á Alþingi í dag held­ur hef­ur hann fleiri hluti að gera eins og að labba með hund­inn, hitta fjöl­skyld­una og fara í Bauhaus.

Þetta kem­ur fram í færslu hans á Face­book þar sem hann ger­ir stólpa­grín að stjórn­ar­and­stöðunni en umræður um veiðigjöld hafa haldið áfram á þing­inu í dag.

Ekki hef­ur tek­ist að semja um þinglok og er því þingið enn að störf­um, tveim­ur vik­um eft­ir að því átti að ljúka. Þing­fund­ur hófst klukk­an 10 í morg­un og verður vænt­an­lega fram eft­ir kvöldi. 

„Tólfta ræðan hans er ógleym­an­leg“

„Stór dag­ur hjá Jóni Pétri Zimsen sem fagn­ar í dag sinni tutt­ug­ustu ræðu um sama mál. Jón er ræðumaður sem nær að gera hverja ræðu ein­staka. Tólfta ræðan hans er ógleym­an­leg en þó bara eins og fylle­rís­raus sam­an­borið við þá sautjándu sem sýn­ir vel hvað hann er að þrosk­ast sem ræðumaður,“ skrif­ar Jón Gn­arr en eins og staðan er núna hef­ur Jón Pét­ur flutt 22 ræður.

Ólaf­ur Adólfs­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, fær einnig sér­stakt lof frá Jóni Gn­arr fyr­ir að vera að nálg­ast sína 32. ræðu í umræðunni. Jón seg­ir spenn­una mikla inni á Alþingi hvar fólk bíði spennt eft­ir því hvernig hann muni toppa fyrri frammistöðu.

„Ég vil líka hér tæpa á einu, varðandi þessa umræðu um veiðigjöld, og það nöld­ur sem ég heyri stund­um að þetta sé mál sem varði hag fárra en sé á kostnað allr­ar þjóðar­inn­ar, að sum­ir séu hér að sjá ofsjón­um yfir því að eiga á hættu að missa spón úr aski sín­um sem verði eft­ir sem áður kúffull­ur og þetta sé bara sér­hags­muna­gæsla og níska. Það get­ur vel verið rétt. En við meg­um ekki gleyma því að fátt fólk er samt líka fólk. Það get­ur ekk­ert gert að því þótt það sé fátt. Gleym­um því ekki,“ skrif­ar hann.

mbl.is