Jón Gnarr, þingmaður Viðreisnar, hyggst ekki mæta í vinnuna á Alþingi í dag heldur hefur hann fleiri hluti að gera eins og að labba með hundinn, hitta fjölskylduna og fara í Bauhaus.
Jón Gnarr, þingmaður Viðreisnar, hyggst ekki mæta í vinnuna á Alþingi í dag heldur hefur hann fleiri hluti að gera eins og að labba með hundinn, hitta fjölskylduna og fara í Bauhaus.
Jón Gnarr, þingmaður Viðreisnar, hyggst ekki mæta í vinnuna á Alþingi í dag heldur hefur hann fleiri hluti að gera eins og að labba með hundinn, hitta fjölskylduna og fara í Bauhaus.
Þetta kemur fram í færslu hans á Facebook þar sem hann gerir stólpagrín að stjórnarandstöðunni en umræður um veiðigjöld hafa haldið áfram á þinginu í dag.
Ekki hefur tekist að semja um þinglok og er því þingið enn að störfum, tveimur vikum eftir að því átti að ljúka. Þingfundur hófst klukkan 10 í morgun og verður væntanlega fram eftir kvöldi.
„Stór dagur hjá Jóni Pétri Zimsen sem fagnar í dag sinni tuttugustu ræðu um sama mál. Jón er ræðumaður sem nær að gera hverja ræðu einstaka. Tólfta ræðan hans er ógleymanleg en þó bara eins og fyllerísraus samanborið við þá sautjándu sem sýnir vel hvað hann er að þroskast sem ræðumaður,“ skrifar Jón Gnarr en eins og staðan er núna hefur Jón Pétur flutt 22 ræður.
Ólafur Adólfsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fær einnig sérstakt lof frá Jóni Gnarr fyrir að vera að nálgast sína 32. ræðu í umræðunni. Jón segir spennuna mikla inni á Alþingi hvar fólk bíði spennt eftir því hvernig hann muni toppa fyrri frammistöðu.
„Ég vil líka hér tæpa á einu, varðandi þessa umræðu um veiðigjöld, og það nöldur sem ég heyri stundum að þetta sé mál sem varði hag fárra en sé á kostnað allrar þjóðarinnar, að sumir séu hér að sjá ofsjónum yfir því að eiga á hættu að missa spón úr aski sínum sem verði eftir sem áður kúffullur og þetta sé bara sérhagsmunagæsla og níska. Það getur vel verið rétt. En við megum ekki gleyma því að fátt fólk er samt líka fólk. Það getur ekkert gert að því þótt það sé fátt. Gleymum því ekki,“ skrifar hann.