Donald Trump Bandaríkjaforseti kveðst ætla að standa fast á því að binda þurfi enda á stríðið á Gasa þegar hann fundar með forsætisráðherra Ísraels, Benjamin Netanjahú, í næstu viku.
Donald Trump Bandaríkjaforseti kveðst ætla að standa fast á því að binda þurfi enda á stríðið á Gasa þegar hann fundar með forsætisráðherra Ísraels, Benjamin Netanjahú, í næstu viku.
Donald Trump Bandaríkjaforseti kveðst ætla að standa fast á því að binda þurfi enda á stríðið á Gasa þegar hann fundar með forsætisráðherra Ísraels, Benjamin Netanjahú, í næstu viku.
Á sama tíma færast hernaðaraðgerðir Ísraelsmanna í aukana á Gasa og Rauði krossinn varar við því að sjúkrahús geti ekki tekið á móti fleiri særðum.
Í ferð sinni til Flórída þar sem Trump sagðist forsetinn lofa því að standa „mjög fast“ á afstöðu sinni þess efnis að stríðinu á Gasa verði að ljúka sem fyrst. „Hann (Netanjahú) vill það líka...hann vill líka binda endi á þetta,“ bætti hann við.
Fyrr í dag var Trump spurður hvort vopnahlé gæti komist á áður en Netanjahú kæmi í heimsókn sína til Bandaríkjanna.
Hann svaraði því að Bandaríkin „voni að það muni gerast, helst einhvern tíma í næstu viku“.
Hernaðaraðgerðir Ísraelsmanna á Gasa hafa hins vegar færst í aukana meðfram auknum áköllum um vopnahlé á ströndinni stríðshrjáðu og áætlun ísraelskra stjórnvalda um að útrýma Hamas-samtökunum hvergi nærri hrundið.
Stjórnvöld á Gasa segja að minnsta kosti 20 manns hafa fallið í árásum Ísraelshers í dag, en svar ísraelskra stjórnvalda við fyrirspurn AFP var það að herinn ynni að því að draga úr hernaðarumsvifum Hamas á svæðinu.
Herinn hefði hafið aðgerðir á fleiri svæðum innan Gasa-strandarinnar, tekið tugi hryðjuverkamanna af lífi og gereyðilagt byggingar sem lagðar voru undir hryðjuverkastarfsemi.
Hefur Rauði krossinn til að mynda gefið út að stjórn hans hafi miklar áhyggjur af auknum hernaðaraðgerðum á svæðinu og varað við því að þau fáu sjúkrahús sem séu ennþá starfandi á svæðinu gætu ekki tekið á móti fleiri særðum.
„Á sama tíma og sundurtætt heilbrigðiskerfi Gasa má ekki við því að taka við fleiri manneskjum í lífshættulegu ástandi hafa okkur borist tilkynningar af tugum dauðsfalla í árásum Ísraelshers,“ kemur fram í yfirlýsingu Rauða krossins.
Fyrirskipanir um umfangsmiklar rýmingar ýti íbúum Gasa á sífellt minna svæði og skapi glundroða og ótta sem geri viðbragðsaðilum erfiðara að veita særðum aðstoð.