Þórunn Sveinbjarnardóttir forseti Alþingis hefur fallist á beiðni Rögnu Árnadóttur um lausn frá embætti skrifstofustjóra Alþings frá og með deginum í dag í stað 1. ágúst.
Þórunn Sveinbjarnardóttir forseti Alþingis hefur fallist á beiðni Rögnu Árnadóttur um lausn frá embætti skrifstofustjóra Alþings frá og með deginum í dag í stað 1. ágúst.
Þórunn Sveinbjarnardóttir forseti Alþingis hefur fallist á beiðni Rögnu Árnadóttur um lausn frá embætti skrifstofustjóra Alþings frá og með deginum í dag í stað 1. ágúst.
Í tilkynningu á vef Alþings kemur fram að Þórunn hafi jafnframt falið Auði Elvu Jónsdóttur, fjármála- og rekstrarstjóra á skrifstofu Alþingis og staðgengli skrifstofustjóra, að sinna verkefnum skrifstofustjóra frá 1. júlí til 31. júlí nk.
Ráðgert að Sverrir Jónsson taki við embætti skrifstofustjóra Alþings 1. ágúst næstkomandi.
Ragna greindi frá því í febrúar að hún hygðist láta af störfum 1. ágúst en hún hefur gegnt starfi skrifstofustjóra Alþingis frá því í september 2019. Hún tekur nú við starfi forstjóra Landsnets.