Semja um skuldir við undirheimana

Dagmál | 1. júlí 2025

Semja um skuldir við undirheimana

Eftirtektarverður árangur hefur náðst á meðferðarheimilinu Krýsuvík, þar sem 7 af hverjum 10 skjólstæðingum er á réttri braut tvö ár frá útskrift. Stjórendur þar á bæ telja hluta af þeim góða árangri byggja á að eftirfylgni er mikil og farið er í öll útistandandi mál. Jafnvel skuldir við undirheimana.

Semja um skuldir við undirheimana

Dagmál | 1. júlí 2025

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Eft­ir­tekt­ar­verður ár­ang­ur hef­ur náðst á meðferðar­heim­il­inu Krýsu­vík, þar sem 7 af hverj­um 10 skjól­stæðing­um er á réttri braut tvö ár frá út­skrift. Stjórend­ur þar á bæ telja hluta af þeim góða ár­angri byggja á að eft­ir­fylgni er mik­il og farið er í öll úti­stand­andi mál. Jafn­vel skuld­ir við und­ir­heim­ana.

    Eft­ir­tekt­ar­verður ár­ang­ur hef­ur náðst á meðferðar­heim­il­inu Krýsu­vík, þar sem 7 af hverj­um 10 skjól­stæðing­um er á réttri braut tvö ár frá út­skrift. Stjórend­ur þar á bæ telja hluta af þeim góða ár­angri byggja á að eft­ir­fylgni er mik­il og farið er í öll úti­stand­andi mál. Jafn­vel skuld­ir við und­ir­heim­ana.

    Það sem ger­ir þetta hlut­fall enn merki­legra er að það fólk sem leit­ar til Krýsu­vík­ur er fólk sem iðulega er búið að reyna marg­ar meðferðir.

    „Við erum eina meðferðar­stöðin sem höf­um gert mark­visst ár­ang­urs­mat í tutt­ugu ár. Þar sem er hringt bara af gamla skól­an­um og spurt, ertu edrú? Við leggj­um nokkr­ar spurn­ing­ar fyr­ir fólk og edrú í tvö ár er svona tæp sjö­tíu pró­sent, eft­ir út­skrift,“ upp­lýs­ir Elías Guðmunds­son, fram­kvæmda­stjóri Krýsu­vík­ur.

    Hann seg­ir jafn­framt gam­an að sjá í ár­ang­urs­mat­inu að fólk sem ekki klár­ar fulla meðferð upp­lif­ir samt betri líðan. Brott­fall er um 30%. „Brott­falls­hóp­ur­inn er að meðaltali hjá okk­ur í tólf vik­ur, þannig að hann fær fullt út úr meðferðinni. Sá hóp­ur, það kem­ur í ljós í síðustu ár­ang­urs­mæl­ingu, að líðan hans er betri líka.  Það er eng­inn með verri líðan. Sum­ir með það sama en megnið af brott­falls­hópn­um er að skila betri líðan. Þannig að þó svo að meðferðin klárist ekki þá er hún samt að skila ein­hverju til skjól­stæðinga.“

    „För­um með þeim í allt“

    Jón­ína Guðný Elísa­bet­ar­dótt­ir, Dúa tek­ur und­ir það að þetta séu vissu­lega frá­bær­ar töl­ur en bend­ir á að þetta snú­ist mikið um eft­ir­fylgni. „Þetta snýst rosa­lega mikið um eft­ir­fylgnina. Hvað er það sem þetta fólk þarf á að halda og hvar get­um við verið til staðar. Það er lög­fræðing­ur og það er farið í gegn­um fjár­mál­in. Það er hjálpað til ef þau eiga ein­hver mál í kerf­inu og ef það eru barna­vernd­ar­mál. Við reyn­um að fara með þeim inn í allt. Þá er ekki bara að þú kem­ur út eft­ir sex mánuði, ert hús­næðis­laus, skuld­ar, sýslumaður á eft­ir þér. Það er farið inn í þetta allt á þess­um tíma og þess vegna eru sex mánuðir líka góður tími,“ seg­ir Dúa sem er teym­is­stjóri ráðgjafa á Krýsu­vík.

    Þau Dúa og Elías voru gest­ir Dag­mála í vik­unni og ræddu þar starfið á meðferðar­heim­il­inu og hina ýmsu anga sem því tengj­ast.

    Þegar kem­ur að eft­ir­fylgninni og því upp­gjöri sem nauðsyn­legt er að ráðast í eft­ir, oft á tíðum lang­vinna neyslu og jafn­vel að lifa á göt­unni eru eng­ir laus­ir end­ar skyld­ir eft­ir. Samið er um skuld­ir við banka­kerfi og yf­ir­völd. En svo eru skuld­ir sem eiga ann­an upp­runa, jafn­vel  í und­ir­heim­un­um.

    Semja við und­ir­heim­ana

    „Þetta er 360 gráðu lausn. Við díl­um við alla. Ef þú ert með ein­hver óút­kljáð mál í und­ir­heim­un­um þá reyn­um við að koma þeim í ferli.“

    Hvernig pant­ar maður tíma í und­ir­heim­un­um til að semja um fjár­mál?

    Elli hlær. „Það er nú alltaf ein­hver sem stend­ur á bak við skuld­ina þannig að við get­um átt sam­tal við þá. Það tíðkast þegar menn fara í meðferð á Íslandi að þá fá þeir smá „grace.“ Sem bet­ur fer. Það er ekki verið að pönk­ast á þeim á meðan. Það er líka bara góður bis­ness. það er mjög lík­legt þá að viðkom­andi geti staðið skil á sínu.“

    Þátt­ur­inn í heild sinni er aðgengi­leg­ur fyr­ir áskrif­end­ur Morg­un­blaðsins með því að smella á link­inn hér að neðan.

    mbl.is