Eftirtektarverður árangur hefur náðst á meðferðarheimilinu Krýsuvík, þar sem 7 af hverjum 10 skjólstæðingum er á réttri braut tvö ár frá útskrift. Stjórendur þar á bæ telja hluta af þeim góða árangri byggja á að eftirfylgni er mikil og farið er í öll útistandandi mál. Jafnvel skuldir við undirheimana.
Eftirtektarverður árangur hefur náðst á meðferðarheimilinu Krýsuvík, þar sem 7 af hverjum 10 skjólstæðingum er á réttri braut tvö ár frá útskrift. Stjórendur þar á bæ telja hluta af þeim góða árangri byggja á að eftirfylgni er mikil og farið er í öll útistandandi mál. Jafnvel skuldir við undirheimana.
Eftirtektarverður árangur hefur náðst á meðferðarheimilinu Krýsuvík, þar sem 7 af hverjum 10 skjólstæðingum er á réttri braut tvö ár frá útskrift. Stjórendur þar á bæ telja hluta af þeim góða árangri byggja á að eftirfylgni er mikil og farið er í öll útistandandi mál. Jafnvel skuldir við undirheimana.
Það sem gerir þetta hlutfall enn merkilegra er að það fólk sem leitar til Krýsuvíkur er fólk sem iðulega er búið að reyna margar meðferðir.
„Við erum eina meðferðarstöðin sem höfum gert markvisst árangursmat í tuttugu ár. Þar sem er hringt bara af gamla skólanum og spurt, ertu edrú? Við leggjum nokkrar spurningar fyrir fólk og edrú í tvö ár er svona tæp sjötíu prósent, eftir útskrift,“ upplýsir Elías Guðmundsson, framkvæmdastjóri Krýsuvíkur.
Hann segir jafnframt gaman að sjá í árangursmatinu að fólk sem ekki klárar fulla meðferð upplifir samt betri líðan. Brottfall er um 30%. „Brottfallshópurinn er að meðaltali hjá okkur í tólf vikur, þannig að hann fær fullt út úr meðferðinni. Sá hópur, það kemur í ljós í síðustu árangursmælingu, að líðan hans er betri líka. Það er enginn með verri líðan. Sumir með það sama en megnið af brottfallshópnum er að skila betri líðan. Þannig að þó svo að meðferðin klárist ekki þá er hún samt að skila einhverju til skjólstæðinga.“
Jónína Guðný Elísabetardóttir, Dúa tekur undir það að þetta séu vissulega frábærar tölur en bendir á að þetta snúist mikið um eftirfylgni. „Þetta snýst rosalega mikið um eftirfylgnina. Hvað er það sem þetta fólk þarf á að halda og hvar getum við verið til staðar. Það er lögfræðingur og það er farið í gegnum fjármálin. Það er hjálpað til ef þau eiga einhver mál í kerfinu og ef það eru barnaverndarmál. Við reynum að fara með þeim inn í allt. Þá er ekki bara að þú kemur út eftir sex mánuði, ert húsnæðislaus, skuldar, sýslumaður á eftir þér. Það er farið inn í þetta allt á þessum tíma og þess vegna eru sex mánuðir líka góður tími,“ segir Dúa sem er teymisstjóri ráðgjafa á Krýsuvík.
Þau Dúa og Elías voru gestir Dagmála í vikunni og ræddu þar starfið á meðferðarheimilinu og hina ýmsu anga sem því tengjast.
Þegar kemur að eftirfylgninni og því uppgjöri sem nauðsynlegt er að ráðast í eftir, oft á tíðum langvinna neyslu og jafnvel að lifa á götunni eru engir lausir endar skyldir eftir. Samið er um skuldir við bankakerfi og yfirvöld. En svo eru skuldir sem eiga annan uppruna, jafnvel í undirheimunum.
„Þetta er 360 gráðu lausn. Við dílum við alla. Ef þú ert með einhver óútkljáð mál í undirheimunum þá reynum við að koma þeim í ferli.“
Hvernig pantar maður tíma í undirheimunum til að semja um fjármál?
Elli hlær. „Það er nú alltaf einhver sem stendur á bak við skuldina þannig að við getum átt samtal við þá. Það tíðkast þegar menn fara í meðferð á Íslandi að þá fá þeir smá „grace.“ Sem betur fer. Það er ekki verið að pönkast á þeim á meðan. Það er líka bara góður bisness. það er mjög líklegt þá að viðkomandi geti staðið skil á sínu.“
Þátturinn í heild sinni er aðgengilegur fyrir áskrifendur Morgunblaðsins með því að smella á linkinn hér að neðan.