Sitja enn á rökstólum í máli Diddy

Poppkúltúr | 1. júlí 2025

Sitja enn á rökstólum í máli Diddy

Kviðdómendur í máli bandaríska rapparans Sean Diddy Comps, sitja enn á rökstólum um hvort sýkna eða sakfella eigi Diddy fyrir fyrsta ákærulið í málinu er varðar hvort hann hafi gerst sekur um fjárdráttsstarfsemi. 

Sitja enn á rökstólum í máli Diddy

Poppkúltúr | 1. júlí 2025

Teikning af Sean Diddy Combs við réttarhöldin í New York.
Teikning af Sean Diddy Combs við réttarhöldin í New York. Skjáskot/Youtube

Kviðdóm­end­ur í máli banda­ríska rapp­ar­ans Sean Diddy Comps, sitja enn á rökstól­um um hvort sýkna eða sak­fella eigi Diddy fyr­ir fyrsta ákæru­lið í mál­inu er varðar hvort hann hafi gerst sek­ur um fjár­drátts­starf­semi. 

Kviðdóm­end­ur í máli banda­ríska rapp­ar­ans Sean Diddy Comps, sitja enn á rökstól­um um hvort sýkna eða sak­fella eigi Diddy fyr­ir fyrsta ákæru­lið í mál­inu er varðar hvort hann hafi gerst sek­ur um fjár­drátts­starf­semi. 

Kviðdóm­end­un­um tókst ekki að kom­ast að sam­eig­in­legri niður­stöðu um fyrsta ákæru­liðinn í dag, en þau hafa kom­ist að niður­stöðu í hinum fjór­um liðunum er lúta að man­sals- og vænd­is­starf­semi Diddys.

Dóm­ari í mál­inu gaf kviðdóm­end­um frest til morg­uns til að kom­ast að niður­stöðu og er bú­ist við að kviðdóm­end­ur skili end­an­legri niður­stöðu sinni um alla ákæru­liði þá. 

Að sögn álits­gjafa CNN er skilj­an­legt að kviðdóm­end­ur eigi erfitt með að koma sér sam­an um fyrsta ákæru­liðinn, en að hans sögn er sá liður afar laga­lega flók­inn, en til að sak­fella Diddy fyr­ir fjár­drátt þurfa kviðdóm­end­ur að kom­ast að sam­mæl­ast um að hann og sam­sær­ismaður hans hafi framið ákveðinn brot inn­an tíu ára tíma­bils frá hand­töku hans.

mbl.is