Stofnar nýjan flokk ef frumvarp verður samþykkt

Stofnar nýjan flokk ef frumvarp verður samþykkt

Auðjöfurinn og fyrrverandi ráðgjafi Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, Elon Musk, hefur heitið því að stofna nýjan stjórnmálaflokk með skjótum hætti ef nýtt efnahagsfrumvarp Trumps nær fram að ganga á þinginu.

Stofnar nýjan flokk ef frumvarp verður samþykkt

Donald Trump Bandaríkjaforseti | 1. júlí 2025

Elon Musk.
Elon Musk. AFP/Jim Watson

Auðjöf­ur­inn og fyrr­ver­andi ráðgjafi Don­alds Trumps Banda­ríkja­for­seta, Elon Musk, hef­ur heitið því að stofna nýj­an stjórn­mála­flokk með skjót­um hætti ef nýtt efna­hags­frum­varp Trumps nær fram að ganga á þing­inu.

Auðjöf­ur­inn og fyrr­ver­andi ráðgjafi Don­alds Trumps Banda­ríkja­for­seta, Elon Musk, hef­ur heitið því að stofna nýj­an stjórn­mála­flokk með skjót­um hætti ef nýtt efna­hags­frum­varp Trumps nær fram að ganga á þing­inu.

Banda­ríkja­flokk­ur­inn, eða America Party, yrði sett­ur til höfuðs Re­públi­kana­flokkn­um en Musk hef­ur hingað til verið stærsti styrkt­araðili hans í land­inu, að því er The New York Times greindi frá. 

Donald Trump.
Don­ald Trump. AFP/​Saul Loeb

Und­an­farið hafa Musk og Trump gagn­rýnt hvor ann­an harka­lega á eig­in sam­fé­lags­miðlum.

„Ef þetta brjálaða eyðslu­frum­varp verður samþykkt verður Banda­ríkja­flokk­ur­inn stofnaður dag­inn eft­ir,” skrifaði Musk á sam­fé­lags­miðil sinn X þar sem hann er með 220 millj­ón­ir fylgj­enda.

„Þjóðin okk­ar þarf ann­an val­kost held­ur en Demó­krata- og Re­públi­kana­flokk­inn til að fólkið hafi raun­veru­lega RÖDD.”

mbl.is