Ásthildur Lóa sakar menn um gaslýsingu

Alþingi | 2. júlí 2025

Ásthildur Lóa sakar menn um gaslýsingu

Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þingmaður Flokks fólksins, segir stjórnarandstöðuþingmenn stunda grímulausa sérhagsmunagæslu. Formaður Framsóknar bendir á það að 40% sveitarfélaga landsins hafi varað við veiðigjaldafrumvarpinu og því ekki hægt að tala um sérhagsmunagæslu.

Ásthildur Lóa sakar menn um gaslýsingu

Alþingi | 2. júlí 2025

Ásthildur Lóa deildi á stjórnarandstöðuna á Alþingi í morgun.
Ásthildur Lóa deildi á stjórnarandstöðuna á Alþingi í morgun. mbl.is/Karítas

Ásthild­ur Lóa Þórs­dótt­ir, þingmaður Flokks fólks­ins, seg­ir stjórn­ar­and­stöðuþing­menn stunda grímu­lausa sér­hags­muna­gæslu. Formaður Fram­sókn­ar bend­ir á það að 40% sveit­ar­fé­laga lands­ins hafi varað við veiðigjalda­frum­varp­inu og því ekki hægt að tala um sér­hags­muna­gæslu.

Ásthild­ur Lóa Þórs­dótt­ir, þingmaður Flokks fólks­ins, seg­ir stjórn­ar­and­stöðuþing­menn stunda grímu­lausa sér­hags­muna­gæslu. Formaður Fram­sókn­ar bend­ir á það að 40% sveit­ar­fé­laga lands­ins hafi varað við veiðigjalda­frum­varp­inu og því ekki hægt að tala um sér­hags­muna­gæslu.

Þetta kom fram á Alþingi fyrr í dag.

Ásthild­ur Lóa sakaði stjórn­ar­and­stöðuna um „gas­lýs­ingu“ og þuldi svo upp skil­grein­ing­una á hug­tak­inu sam­kvæmt Vís­inda­vefn­um.

„Í henni felst að neita stans­laust allri sök, af­vega­leiða, setja fram mót­sagn­ir, ljúga upp á fólk og af­stöðu, hengja sig í öll auka­atriði og hanna nýja at­b­urðarás eft­ir á sem hent­ar málstað þess sem er að verja sig,“ sagði hún um hug­takið.

„Hættið þessu bara“

Til­efni ræðunn­ar var til­laga stjórn­ar­and­stöðunn­ar um að klára fyrst umræður um fjár­mála­áætl­un og teng­ingu al­manna­trygg­inga við launa­vísi­tölu áður en haldið væri áfram með 2. umræðu um veiðigjalda­frum­varp rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Stjórn­ar­liðar felldu til­lög­una.

„Ég er búin að sitja hérna og hlusta á þing­menn minni­hlut­ans snúa öllu á hvolf. Málið er að þið eruð hrein­lega í grímu­lausri sér­hags­muna­gæslu. Það sést alls staðar, fólkið í land­inu sér það,“ sagði Ásthild­ur og bætti við:

„Hættið þessu bara. Greiðum at­kvæði.“

„Eru það sér­hags­mun­ir?

Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, formaður Fram­sókn­ar, sagði óá­sætt­an­legt að andstaða stjórn­ar­and­stöðunn­ar við frum­varpið væri kölluð „sér­hags­muna­gæsla“ þegar hún byggði meðal ann­ars á sam­hljóða álykt­un 26 sveit­ar­fé­laga og áhyggj­um frá ný­sköp­un­ar­fyr­ir­tækj­um og sjáv­ar­út­vegi.

„Eru það sér­hags­mun­ir að taka sam­hljóða álit 26 sveit­ar­fé­laga í land­inu – 40% sveit­ar­fé­laga – þar sem sjáv­ar­út­veg­ur er meg­in­und­ir­staða at­vinnu, um­svifa og lífs­kjara alls fólks­ins? Hundrað þúsund manns. Eru það sér­hags­mun­ir?“ spurði hann og nefndi það að ný­sköp­un­ar­fyr­ir­tæki og tæknifyr­ir­tæki hefðu einnig lýst yfir áhyggj­um.

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins.
Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

91% af hagnaði fari í veiðigjöld

„Eru það sér­hags­mun­ir að benda á það að þegar meiri­hlut­inn er bú­inn að fara og reyna að gera vont mál skárra, þá sitja engu að síður þau fyr­ir­tæki sem meiri­hlut­inn ætlaði að verja með 50% hærri veiðigjöld? 91% hlut­fall af hagnaði sem fer í op­in­ber gjöld,“ sagði hann.

Sig­urður Ingi benti einnig á að fyr­ir­tæki í grein­inni væru þegar und­ir miklu álagi vegna annarra skatta, svo sem kíló­metra­gjalds og kol­efn­is­gjalda, sem sam­an hefðu hækkað álög­ur um­tals­vert á stutt­um tíma.

Hann hvatti rík­is­stjórn­ina til að setj­ast niður og leita sam­komu­lags um veiðigjöld­in svo hægt væri að ljúka öðrum mál­um þings­ins með sóma­sam­leg­um hætti.

mbl.is