„Er ég ekki drullusokkur í dag?“

Alþingi | 2. júlí 2025

„Er ég ekki drullusokkur í dag?“

Jens Garðar Helgason, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, rifjar upp skoplegt atvik úr kosningabaráttunni sl. vetur í þætti Dagmála, en hann var gestur þáttarins ásamt Þórarni Inga Péturssyni, þingmanni Framsóknarflokksins, á dögunum þar sem rætt var um Alþingi á léttum nótum.

„Er ég ekki drullusokkur í dag?“

Alþingi | 2. júlí 2025

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Jens Garðar Helga­son, vara­formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, rifjar upp skop­legt at­vik úr kosn­inga­bar­átt­unni sl. vet­ur í þætti Dag­mála, en hann var gest­ur þátt­ar­ins ásamt Þór­arni Inga Pét­urs­syni, þing­manni Fram­sókn­ar­flokks­ins, á dög­un­um þar sem rætt var um Alþingi á létt­um nót­um.

    Jens Garðar Helga­son, vara­formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, rifjar upp skop­legt at­vik úr kosn­inga­bar­átt­unni sl. vet­ur í þætti Dag­mála, en hann var gest­ur þátt­ar­ins ásamt Þór­arni Inga Pét­urs­syni, þing­manni Fram­sókn­ar­flokks­ins, á dög­un­um þar sem rætt var um Alþingi á létt­um nót­um.

    Hann lýs­ir þar staðföst­um manni sem brást við öll­um færsl­um hans á sam­fé­lags­miðlum með sama hætti.

    „Það var al­veg sama, ef það kom eitt­hvað inn frá mér á sam­fé­lags­miðlum, þá var hann alltaf sam­kvæm­ur sjálf­um sér. Hann kom bara með eitt orð: drullu­sokk­ur. Það var alltaf það sama: drullu­sokk­ur.“

    Þá sjald­an sem það kom fyr­ir að at­huga­semd­in birt­ist ekki við færsl­ur Jens Garðars, var hann hugsi.

    „Er ég ekki drullu­sokk­ur í dag?“ spurði hann sig þá.

    Þeir Þór­ar­inn eru sam­mála um að nei­kvæðar at­huga­semd­ir séu óhjá­kvæm­ir fylgi­fisk­ur starfs­ins og að mik­il­vægt sé að þing­menn taki þær ekki inn á sig.

    „Þá tær­istu bara að inn­an,“ seg­ir Jens. 

    Les­end­ur geta horft á brot úr þætt­in­um í mynd­spil­ar­an­um hér efst í frétt­inni og áskrif­end­ur Morg­un­blaðsins geta horft á mynd­bandið í heild sinni með því að smella á hlekk­inn hér fyr­ir neðan.

    Þórarinn Ingi Pétursson og Jens Garðar Helgason mættu í Dagmál …
    Þór­ar­inn Ingi Pét­urs­son og Jens Garðar Helga­son mættu í Dag­mál og ræddu létt­ari hliðar þingstarf­anna. mbl.is/​María
    mbl.is