Jens Garðar Helgason, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, rifjar upp skoplegt atvik úr kosningabaráttunni sl. vetur í þætti Dagmála, en hann var gestur þáttarins ásamt Þórarni Inga Péturssyni, þingmanni Framsóknarflokksins, á dögunum þar sem rætt var um Alþingi á léttum nótum.
Jens Garðar Helgason, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, rifjar upp skoplegt atvik úr kosningabaráttunni sl. vetur í þætti Dagmála, en hann var gestur þáttarins ásamt Þórarni Inga Péturssyni, þingmanni Framsóknarflokksins, á dögunum þar sem rætt var um Alþingi á léttum nótum.
Jens Garðar Helgason, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, rifjar upp skoplegt atvik úr kosningabaráttunni sl. vetur í þætti Dagmála, en hann var gestur þáttarins ásamt Þórarni Inga Péturssyni, þingmanni Framsóknarflokksins, á dögunum þar sem rætt var um Alþingi á léttum nótum.
Hann lýsir þar staðföstum manni sem brást við öllum færslum hans á samfélagsmiðlum með sama hætti.
„Það var alveg sama, ef það kom eitthvað inn frá mér á samfélagsmiðlum, þá var hann alltaf samkvæmur sjálfum sér. Hann kom bara með eitt orð: drullusokkur. Það var alltaf það sama: drullusokkur.“
Þá sjaldan sem það kom fyrir að athugasemdin birtist ekki við færslur Jens Garðars, var hann hugsi.
„Er ég ekki drullusokkur í dag?“ spurði hann sig þá.
Þeir Þórarinn eru sammála um að neikvæðar athugasemdir séu óhjákvæmir fylgifiskur starfsins og að mikilvægt sé að þingmenn taki þær ekki inn á sig.
„Þá tæristu bara að innan,“ segir Jens.
Lesendur geta horft á brot úr þættinum í myndspilaranum hér efst í fréttinni og áskrifendur Morgunblaðsins geta horft á myndbandið í heild sinni með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan.