Fjórum verið veitt áminning

Alþingi | 2. júlí 2025

Fjórum verið veitt áminning

Aðeins fjórum starfsmönnum fjármála- og efnahagsráðuneytisins og undirstofnana þess hefur verið veitt áminning fyrir brot í starfi frá árinu 2015. 

Fjórum verið veitt áminning

Alþingi | 2. júlí 2025

Aðeins fjórum starfsmönnum ráðuneytisins og undirstofnana þess hefur verið veitt …
Aðeins fjórum starfsmönnum ráðuneytisins og undirstofnana þess hefur verið veitt áminning samkvæmt svari ráðherra. Samsett mynd/mbl.is/Karítas

Aðeins fjór­um starfs­mönn­um fjár­mála- og efna­hags­ráðuneyt­is­ins og und­ir­stofn­ana þess hef­ur verið veitt áminn­ing fyr­ir brot í starfi frá ár­inu 2015. 

Aðeins fjór­um starfs­mönn­um fjár­mála- og efna­hags­ráðuneyt­is­ins og und­ir­stofn­ana þess hef­ur verið veitt áminn­ing fyr­ir brot í starfi frá ár­inu 2015. 

Þetta kem­ur fram í skrif­legu svari Daða Más Kristó­fers­son­ar, fjár­mála- og efna­hags­ráðherra, við fyr­ir­spurn frá Diljá Mist Ein­ars­dótt­ur á Alþingi.

Í fyr­ir­spurn­inni var óskað eft­ir upp­lýs­ing­um um fjölda áminn­inga sund­urliðað eft­ir ráðuneyt­um. Í svar­inu seg­ir þó að þrátt fyr­ir að fjár­mála- og efna­hags­ráðuneytið fari með um­sjón á starfs­manna­mál­um rík­is­ins séu ekki til miðlæg­ar upp­lýs­ing­ar um áminn­ing­ar allra starfs­manna rík­is­ins. 

Ein áminn­ing var veitt starfs­manni Toll­stjóra árið 2016 og önn­ur áminn­ing var svo veitt starfs­manni Rík­is­skatt­stjóra árið 2018.

Frá því að Fram­kvæmda­sýsla rík­is­ins og Rík­is­eign­ir runnu sam­an í eitt hafa tvær áminn­ing­ar verið veitt­ar starfs­mönn­um hinn­ar sam­einuðu stofn­un­ar. 

Eng­in stofn­ana ráðuneyt­is­ins hef­ur fengið skipaðan til­sjón­ar­mann með rekstri eða ann­arri starf­semi sinni frá ár­inu 2015. 

mbl.is