Hálf öld á sjó og komið gott

Fólkið í sjávarútvegi | 2. júlí 2025

Hálf öld á sjó og komið gott

Hálf öld á sjónum er ekkert smáræði en ferill sjómannsins Sigurðar Breiðfjörð slagar í það. Nú segir hann skilið við sjómennskuna, orðinn 65 ára gamall. „Ég vil hætta áður en ég verð bara fyrir strákunum þarna um borð,” segir Sigurður í samtali við heimasíðu Síldarvinnslunnar. „Ég hef verið hátt í 50 ár á sjónum og það finnst sjálfsagt mörgum að nóg sé komið.”

Hálf öld á sjó og komið gott

Fólkið í sjávarútvegi | 2. júlí 2025

Sigurður ásamt félögum sínum á síðustu vaktinni á Blængi. Sigurður …
Sigurður ásamt félögum sínum á síðustu vaktinni á Blængi. Sigurður er fremst til hægri. Ljósmynd/Síldarvinnslan/ Víkingur Trausti Elíasson

Hálf öld á sjón­um er ekk­ert smá­ræði en fer­ill sjó­manns­ins Sig­urðar Breiðfjörð slag­ar í það. Nú seg­ir hann skilið við sjó­mennsk­una, orðinn 65 ára gam­all. „Ég vil hætta áður en ég verð bara fyr­ir strák­un­um þarna um borð,” seg­ir Sig­urður í sam­tali við heimasíðu Síld­ar­vinnsl­unn­ar. „Ég hef verið hátt í 50 ár á sjón­um og það finnst sjálfsagt mörg­um að nóg sé komið.”

Hálf öld á sjón­um er ekk­ert smá­ræði en fer­ill sjó­manns­ins Sig­urðar Breiðfjörð slag­ar í það. Nú seg­ir hann skilið við sjó­mennsk­una, orðinn 65 ára gam­all. „Ég vil hætta áður en ég verð bara fyr­ir strák­un­um þarna um borð,” seg­ir Sig­urður í sam­tali við heimasíðu Síld­ar­vinnsl­unn­ar. „Ég hef verið hátt í 50 ár á sjón­um og það finnst sjálfsagt mörg­um að nóg sé komið.”

Komið víða við

Sig­urður fór ung­ur á sjó og byrjaði fer­il­inn á neta­báti en síðan náði hann tíma­bili sem há­seti á síðutog­ar­an­um Maí. „Það eru ekki marg­ir nú­ver­andi sjó­menn sem voru á gömlu síðutog­ur­un­um,” bæt­ir hann við en þeirri gerð tog­ara fækkaði hratt á 7. ára­tugn­um. Fer­ill Sig­urðar hef­ur leitt hann skip­anna á milli og land­anna líka. Hann hef­ur starfað á fjöl­mörg­um ís­lensk­um tog­ur­um, þar á meðal Apríl, Ými og Rán, en hann vann einnig um tíma í Nor­egi um borð í tog­ara frá Álasundi, sem og á dönsk­um fiski­bát­um. Árið 2001 kallaði Ísland aft­ur og eft­ir það vann hann á fjöl­mörg­um skip­um hér við land eins og Þór, Ven­us, Stur­laugi, Örfiris­ey og Höfr­ungi. Hann hóf störf á frysti­tog­ar­an­um Blængi sem gerður er út af Síld­ar­vinnsl­unni árið 2021 og þar lýk­ur ferl­in­um. Blæng­ur kom til heima­hafn­ar í Nes­kaupstað 1. júlí og skilaði af sér mynd­ar­leg­um afla, 676 tonn­um upp úr sjó, og Sig­urði úr sín­um síðasta túr. Sig­urður Hörður Kristjáns­son skip­stjóri Blængs seg­ir að það sé eft­ir­sjá að reynslu­mesta manni áhafn­ar­inn­ar. „Hann er að hætta eft­ir lang­an og far­sæl­an sjó­manns­fer­il,” seg­ir hann. „Sig­urður er hörkudug­leg­ur, já­kvæður og skemmti­leg­ur auk þess að búa yfir ótrú­legri reynslu.”

Kom­inn tími til að slappa af

Sig­urður seg­ir að sér hafi líkað afar vel á þessu síðasta skipi fer­ils­ins. „Á Blængi eru hörku­skip­stjór­ar og þeir hafa með sér gæðamenn. Öll áhöfn­in er já­kvæð og sam­visku­söm. Blæng­ur er rúm­lega 50 ára gam­alt skip en það hef­ur fisk­ast ótrú­lega vel á það þessi ár sem ég hef verið þar um borð,” seg­ir hann. Hann seg­ir að nú sé kom­inn tími til að slappa aðeins af. „Ég kveð skips­fé­lag­ana á Blængi með söknuði en ég veit að þeim á eft­ir að ganga vel áfram,” seg­ir Sig­urður að lok­um.

mbl.is