Heitir því að útrýma Hamas

Ísrael/Palestína | 2. júlí 2025

Heitir því að útrýma Hamas

Forsætisráðherra Ísraels, Benjamin Netanjahú, lofaði því í dag að útrýma Hamas, en samtökin skoða nú vopnahléstillögur frá sáttasemjurum.

Heitir því að útrýma Hamas

Ísrael/Palestína | 2. júlí 2025

Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels.
Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels. AFP/Jack Guez

For­sæt­is­ráðherra Ísra­els, Benjam­in Net­anja­hú, lofaði því í dag að út­rýma Ham­as, en sam­tök­in skoða nú vopna­hléstil­lög­ur frá sátta­semj­ur­um.

For­sæt­is­ráðherra Ísra­els, Benjam­in Net­anja­hú, lofaði því í dag að út­rýma Ham­as, en sam­tök­in skoða nú vopna­hléstil­lög­ur frá sátta­semj­ur­um.

Um­mæl­in eru einu viðbrögð Net­anja­hú við um­mæl­um Don­alds Trump þess efn­is að Ísra­el hafi samþykkt áætlan­ir um 60 daga sókn­ar­hlé hers­ins á Gasa.

Ein vika er þar til Net­anja­hú held­ur til Hvíta húss­ins til fund­ar við Banda­ríkja­for­seta.

Ham­as ræðir vopna­hlé

Ham­as hef­ur gefið það út að sam­tök­in „ráðfæri sig við inn­lenda aðila“ til þess að ræða vopna­hléstil­lög­ur frá sátta­semj­ur­um Kat­ar og Egypta­lands.

Net­anja­hú hyggst hins veg­ar „út­rýma“ Ham­as „al­veg niður í grunn­inn“.

mbl.is